Steph Curry útskrifaðist úr háskóla í miðri úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 14:02 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru komnir enn á ný í úrslit Vesturdeildarinnar. AP/Carlos Avila Gonzalez NBA stórstjarnan Stephen Curry var í Davidson háskólanum eins og Jón Axel Guðmundsson og Styrmir Snær Þrastarson en stökk yfir í NBA-deildina áður en hann kláraði námið. Nú hefur kappinn bætt úr því. Curry var í þrjú ár í Davidson frá 2006 til 2008 og var með 25,3 stig að meðaltali í 104 leikjum fyrir skólann. Hann er stigahæsti leikmaðurinn í sögu skólans og enginn hefur heldur skorað fleiri þrista eða stal fleiri boltum fyrir skólalið Davidson. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Sumarið 2009 ákvað hann að skrá sig í nýliðavalið í stað þess að klára síðasta árið í skólanum. Curry náði því ekki að útskrifast. Hann sló síðan í gegn í NBA-deildinni og hefur ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af framtíðinni. Curry var aftur á móti ákveðinn í að klára háskólaprófið sitt með því að spila í NBA og það tókst honum að gera á þrettán árum. Árið 2015 lofaði hann því að hann myndi klára háskólaprófið. Congratulations @StephenCurry30! #itsagreatdaytobeawildcat @DavidsonMBB pic.twitter.com/6adJhqCtF5— Davidson College (@DavidsonCollege) May 15, 2022 Golden State Warriors tilkynnti að Curry væri nú að útskrifast úr Davidson háskólanum. Hann átti eina önn eftir þegar hann fór í NBA og náði að klára síðustu tímanna á þessari vorönn. Curry útskrifast með BA-bróf í félagsfræði. Davidson háskólinn heiðrar ekki leikmenn skólans nema ef að þeir útskrifast og því loksins núna verður treyja Curry dregin upp í rjáfur í höll skólans. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Curry mætir þó ekki á útskriftina enda upptekinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitum Vesturdeildarinnar en sagðist vonast til að gera komið seinna í sumar í Davidson til að veita prófskírteininu sínu viðtöku. Það er þó ekki eins og Curry þurfi að finna sér nýtt starf eftir að NBA-ferlinum lýkur. Hann hefur þegar unnið sér inn 212 milljónir dollara í laun og þar ekki talinn með 215 milljón dollara samningurinn sem hann skrifaði undir í ágúst 2021. NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Curry var í þrjú ár í Davidson frá 2006 til 2008 og var með 25,3 stig að meðaltali í 104 leikjum fyrir skólann. Hann er stigahæsti leikmaðurinn í sögu skólans og enginn hefur heldur skorað fleiri þrista eða stal fleiri boltum fyrir skólalið Davidson. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Sumarið 2009 ákvað hann að skrá sig í nýliðavalið í stað þess að klára síðasta árið í skólanum. Curry náði því ekki að útskrifast. Hann sló síðan í gegn í NBA-deildinni og hefur ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af framtíðinni. Curry var aftur á móti ákveðinn í að klára háskólaprófið sitt með því að spila í NBA og það tókst honum að gera á þrettán árum. Árið 2015 lofaði hann því að hann myndi klára háskólaprófið. Congratulations @StephenCurry30! #itsagreatdaytobeawildcat @DavidsonMBB pic.twitter.com/6adJhqCtF5— Davidson College (@DavidsonCollege) May 15, 2022 Golden State Warriors tilkynnti að Curry væri nú að útskrifast úr Davidson háskólanum. Hann átti eina önn eftir þegar hann fór í NBA og náði að klára síðustu tímanna á þessari vorönn. Curry útskrifast með BA-bróf í félagsfræði. Davidson háskólinn heiðrar ekki leikmenn skólans nema ef að þeir útskrifast og því loksins núna verður treyja Curry dregin upp í rjáfur í höll skólans. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Curry mætir þó ekki á útskriftina enda upptekinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitum Vesturdeildarinnar en sagðist vonast til að gera komið seinna í sumar í Davidson til að veita prófskírteininu sínu viðtöku. Það er þó ekki eins og Curry þurfi að finna sér nýtt starf eftir að NBA-ferlinum lýkur. Hann hefur þegar unnið sér inn 212 milljónir dollara í laun og þar ekki talinn með 215 milljón dollara samningurinn sem hann skrifaði undir í ágúst 2021.
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira