100 þúsund kjósendur sátu heima um helgina Svavar Halldórsson skrifar 17. maí 2022 10:01 Nokkur umræða hefur verið um kjörsókn í sveitastjórnarkosningunum um helgina. Nú tóku 174.590 eða 63% atkvæðisbærra karla og kvenna þátt, en fyrir fjórum árum voru það 168.657 og hlutfallið 68%. Á sama tíma hefur þjóðinni fjölgað. Samkvæmt Hagstofunni voru 348.450 skráðir hér á landi 1. janúar 2018 en 376.248 þann 1. janúar 2022. Þetta er um 8% fjölgun. Erlendum ríkisborgurum með kosningarétt fjölgaði mikið Í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum voru 277.127 á kjörskrá. Árið 2018 höfðu 248.025 kosningarétt samkvæmt Þjóðskrá. Þetta er tæplega 12% prósenta fjölgun. Fjölgunin í hópi kjósenda er því meiri en sem nemur fjölgun þjóðarinnar. Hér munar miklu um nýlega breytingu á regluverki varðandi kosningarétt útlendinga. Árið 2018 höfðu 11.680 erlendir ríkisborgarar kosningarétt hér á landi í sveitastjórnarkosningunum. Nú var fjöldinn 31.703. Munurinn er 19.535 og því hefur erlendum ríkisborgurum með kosningarétt í sveitastjórnarkosningum hér fjölgað um 171%. Íslenskir ríkisborgarar sitja heima Samanlagt sátu 102.537 heima í þessum kosningum, sé miðað við að kjörsóknin hafi verið slétt 63% eins og fram hefur komið. Til samanburðar voru 100.405 á kjörskrá í Reykjavík. Fleiri sátu því heima á kjördag en sem nemur öllum kosningabærum mönnum og konum í höfuðborginni. Ekki eru til upplýsingar um það hversu hátt hlutfall erlendu ríkisborgaranna sat heima. Sumir þeirra kusu en aðrir ekki. En ef við gefum okkur að enginn þeirra erlendu ríkisborgara sem bættust við í hóp kosningabærra núna hafi kosið um liðna helgi, þá sátu að minnsta kosti 83.002 íslenskir ríkisborgarar heima. Þetta er eitthvað sem allt lýðræðislega þenkjandi fólk ætti að velta fyrir sér. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur verið um kjörsókn í sveitastjórnarkosningunum um helgina. Nú tóku 174.590 eða 63% atkvæðisbærra karla og kvenna þátt, en fyrir fjórum árum voru það 168.657 og hlutfallið 68%. Á sama tíma hefur þjóðinni fjölgað. Samkvæmt Hagstofunni voru 348.450 skráðir hér á landi 1. janúar 2018 en 376.248 þann 1. janúar 2022. Þetta er um 8% fjölgun. Erlendum ríkisborgurum með kosningarétt fjölgaði mikið Í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum voru 277.127 á kjörskrá. Árið 2018 höfðu 248.025 kosningarétt samkvæmt Þjóðskrá. Þetta er tæplega 12% prósenta fjölgun. Fjölgunin í hópi kjósenda er því meiri en sem nemur fjölgun þjóðarinnar. Hér munar miklu um nýlega breytingu á regluverki varðandi kosningarétt útlendinga. Árið 2018 höfðu 11.680 erlendir ríkisborgarar kosningarétt hér á landi í sveitastjórnarkosningunum. Nú var fjöldinn 31.703. Munurinn er 19.535 og því hefur erlendum ríkisborgurum með kosningarétt í sveitastjórnarkosningum hér fjölgað um 171%. Íslenskir ríkisborgarar sitja heima Samanlagt sátu 102.537 heima í þessum kosningum, sé miðað við að kjörsóknin hafi verið slétt 63% eins og fram hefur komið. Til samanburðar voru 100.405 á kjörskrá í Reykjavík. Fleiri sátu því heima á kjördag en sem nemur öllum kosningabærum mönnum og konum í höfuðborginni. Ekki eru til upplýsingar um það hversu hátt hlutfall erlendu ríkisborgaranna sat heima. Sumir þeirra kusu en aðrir ekki. En ef við gefum okkur að enginn þeirra erlendu ríkisborgara sem bættust við í hóp kosningabærra núna hafi kosið um liðna helgi, þá sátu að minnsta kosti 83.002 íslenskir ríkisborgarar heima. Þetta er eitthvað sem allt lýðræðislega þenkjandi fólk ætti að velta fyrir sér. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun