Milljarði fjárfest í heilbrigðissprotafyrirtæki Eiður Þór Árnason skrifar 17. maí 2022 10:41 Frá opnun skrifstofu NeckCare í Winston Salem í Norður Karólínu. Aðsend Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið NeckCare hefur lokið rúmlega eins milljarðs króna fjármögnun en félagið hefur þróað lausnir til greiningar og endurhæfingar á hálsskaða. Verður fjármagninu varið til sölu og markaðssetningar á vörum fyrirtækisins í Bandaríkjunum og í aukna vöruþróun. Framtakssjóðurinn Iðunn sem er í rekstri Kviku eignastýringar leiðir fjárfestinguna ásamt þátttöku núverandi hluthafa og nýrra fjárfesta. Fram kemur í tilkynningu að NeckCare hafi á undanförnum árum unnið að rannsóknum, einkaleyfisvernd og þróun hugbúnaðar til hlutlægra greiningar og meðferðar á hálsskaða. Stjórnendur segja að vörur félagsins hafi verið notaðar hérlendis með góðum árangri en nýlega var opnuð sérstök höfuð- og hálsáverkamóttaka sem nýtir sér tækni NeckCare. Byggir á rannsóknum sjúkraþjálfara Að sögk NeckCare byggja heilbrigðislausnir þess á áralöngum vísindarannsóknum Dr. Eyþórs Kristjánssonar, sjúkraþjálfara sem þróaði og sannprófaði nýtt klínískt matspróf á hreyfistjórn hálsins. Fyrirtækið var stofnað árið 2019 af Eyþóri og Þorsteini Geirssyni. Hjá því starfar tólf manna hópur vísindamanna, verkfræðinga, heilbrigðisstarfsmanna og viðskiptafræðinga á Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem NeckCare opnaði nýverið skrifstofu í Norður-Karólínu. Búnaðurinn sem fyrirtækið hefur þróað til að leggja mat á hálsskaða. NeckCare Þorsteinn Geirsson, framkvæmdastjóri NeckCare, segir sérlega ánægjulegt að sjá núverandi hluthafa taka þátt í hlutafjáraukningunni og fá Iðunni með í vegferð félagsins. „Vörur félagsins gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að mæla ástand sjúklings með skerta hreyfigetu í hálsi. Reynsla heilbrigðisstarfsmanna sýnir að árangur næst fyrr þegar framgangur í meðferð er mælanlegur. Að geta magntekið ástand hálsins og þar með ákvarðað viðeigandi meðferð og sett sjúklingum skýr markmið hjálpar sjúklingum í erfiðu bataferli,“ segir Þorsteinn í tilkynningu. „Eftir þrotlausar rannsóknir, einkaleyfisvernd og umfangsmikla vöruþróun þá er varan komin á þann stað sem hún á skilið, þ.e. að markaðssetja vöruna á framsæknasta heilbrigðistæknimarkaði veraldar. Jafnframt hafa opnast ný tækifæri fyrir vöruna eins og t.d. fjarendurhæfing, sem er ört vaxandi markaður, sérstaklega í Bandaríkjunum. Það er því spennandi vegferð framundan hjá félaginu. Hálsskaði er eitt stærsta heilbrigðisvandamál okkar tíma og NeckCare hefur því mikið erindi inn á erlenda markaði,“ segir Sigurður Kr. Egilsson, stjórnarformaður NeckCare. Nýsköpun Heilbrigðismál Tækni Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Verður fjármagninu varið til sölu og markaðssetningar á vörum fyrirtækisins í Bandaríkjunum og í aukna vöruþróun. Framtakssjóðurinn Iðunn sem er í rekstri Kviku eignastýringar leiðir fjárfestinguna ásamt þátttöku núverandi hluthafa og nýrra fjárfesta. Fram kemur í tilkynningu að NeckCare hafi á undanförnum árum unnið að rannsóknum, einkaleyfisvernd og þróun hugbúnaðar til hlutlægra greiningar og meðferðar á hálsskaða. Stjórnendur segja að vörur félagsins hafi verið notaðar hérlendis með góðum árangri en nýlega var opnuð sérstök höfuð- og hálsáverkamóttaka sem nýtir sér tækni NeckCare. Byggir á rannsóknum sjúkraþjálfara Að sögk NeckCare byggja heilbrigðislausnir þess á áralöngum vísindarannsóknum Dr. Eyþórs Kristjánssonar, sjúkraþjálfara sem þróaði og sannprófaði nýtt klínískt matspróf á hreyfistjórn hálsins. Fyrirtækið var stofnað árið 2019 af Eyþóri og Þorsteini Geirssyni. Hjá því starfar tólf manna hópur vísindamanna, verkfræðinga, heilbrigðisstarfsmanna og viðskiptafræðinga á Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem NeckCare opnaði nýverið skrifstofu í Norður-Karólínu. Búnaðurinn sem fyrirtækið hefur þróað til að leggja mat á hálsskaða. NeckCare Þorsteinn Geirsson, framkvæmdastjóri NeckCare, segir sérlega ánægjulegt að sjá núverandi hluthafa taka þátt í hlutafjáraukningunni og fá Iðunni með í vegferð félagsins. „Vörur félagsins gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að mæla ástand sjúklings með skerta hreyfigetu í hálsi. Reynsla heilbrigðisstarfsmanna sýnir að árangur næst fyrr þegar framgangur í meðferð er mælanlegur. Að geta magntekið ástand hálsins og þar með ákvarðað viðeigandi meðferð og sett sjúklingum skýr markmið hjálpar sjúklingum í erfiðu bataferli,“ segir Þorsteinn í tilkynningu. „Eftir þrotlausar rannsóknir, einkaleyfisvernd og umfangsmikla vöruþróun þá er varan komin á þann stað sem hún á skilið, þ.e. að markaðssetja vöruna á framsæknasta heilbrigðistæknimarkaði veraldar. Jafnframt hafa opnast ný tækifæri fyrir vöruna eins og t.d. fjarendurhæfing, sem er ört vaxandi markaður, sérstaklega í Bandaríkjunum. Það er því spennandi vegferð framundan hjá félaginu. Hálsskaði er eitt stærsta heilbrigðisvandamál okkar tíma og NeckCare hefur því mikið erindi inn á erlenda markaði,“ segir Sigurður Kr. Egilsson, stjórnarformaður NeckCare.
Nýsköpun Heilbrigðismál Tækni Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira