Utanríkismálanefnd misvel til fara á fundi utanríkisráðherra Eista Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2022 11:25 Þorgerður Katrín lætur sér hvergi bregða þó hún sé ekki eins vel til höfð og að var stefnt en utanríkismálanefnd er nú stödd á eistneska þinginu. Hluti farangurs nefndarmanna skilaði sér ekki á áfangastað. Vísir/Vilhelm Utanríkismálanefnd er nú í heimsókn í eistneska þinginu en svo bagalega vildi til að töskur nefndarmanna týndust í fluginu og íslensku fulltrúarnir eru því ekki eins vel til höfð og til stóð. Vísir náði að heyra örsnöggt í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar en hún er ein nefndarmanna, áður en hún gekk á fund utanríkisráðherra Eista. Hún er ein þeirra sem ekki fékk sinn farangur en lætur sér hvergi bregða. „Ég bara girði mig í brók. Ég er með sparsl í handtöskunni minni þannig að þetta bjargast.“ Að sögn Þorgerðar var það svo að flestir nefndarmanna lentu í því að farangur þeirra barst ekki. Nema einn nefndarmanna fékk sína tösku í gærkvöldi, Jakob Frímann Magnússon, þekktur skart- og heimsmaður, fékk sína tösku í gærkvöldi. „Jakob Frímann er vel snyrtur í dag,“ segir Þorgerður Katrín í léttum dúr. Spurð hvort þetta sé ekki bagalegt þá telur hún svo ekki vera, eiginlega bara þvert á móti. „Þeir sjá aumur á okkur og samband okkar verður bara dýpra og betra en annars.“ Einhverjir nefndarmanna skutust í búðir fyrir allar aldir til að fata sig upp. Þorgerður Katrín fór ekki í það en fundur var í morgun með utanríkisnefnd Eistlands. Þar voru rædd samskipti Norðurlandanna og fleira. „Þeir telja mikilvægt að vera bæði í NATO og ESB að teknu tilliti til efnahagslegs- og hernaðarlegs öryggis. Það var hollt og gott fyrir andstæðinga ESB að hlusta á það. Við Logi [Einarsson formaður Samfylkingarinnar] erum þau einu hér sem hafa talað fyrir Evrópusamvinnu.“ Þá var rætt um ástandið í Úkraínu en Eistar hafa lengi varað við yfirgangi Rússa. „Gott að sjá að Vesturlöndin eru að vakna,“ sagði Þorgerður Katrín, rétt áður en blaðamaður Vísis missti hana inn á fund utanríkisráðherra Eista. Uppfært 13:46 Í fyrri útgáfu þessarar fréttar gætti misskilnings, þess að Jakob Frímann Magnússon hafi látið senda tösku sína á áfangastað áður en hann sjálfur flaug til fundar við Eista. Svo mun ekki hafa verið en lánið lék hins vegar við Jakob, því hann einn nefndarmanna fékk sína tösku með skilum eftir fundinn. Þetta hefur verið lagfært og eru lesendur sem og hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu. Utanríkismál Eistland Alþingi Íslendingar erlendis Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Vísir náði að heyra örsnöggt í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar en hún er ein nefndarmanna, áður en hún gekk á fund utanríkisráðherra Eista. Hún er ein þeirra sem ekki fékk sinn farangur en lætur sér hvergi bregða. „Ég bara girði mig í brók. Ég er með sparsl í handtöskunni minni þannig að þetta bjargast.“ Að sögn Þorgerðar var það svo að flestir nefndarmanna lentu í því að farangur þeirra barst ekki. Nema einn nefndarmanna fékk sína tösku í gærkvöldi, Jakob Frímann Magnússon, þekktur skart- og heimsmaður, fékk sína tösku í gærkvöldi. „Jakob Frímann er vel snyrtur í dag,“ segir Þorgerður Katrín í léttum dúr. Spurð hvort þetta sé ekki bagalegt þá telur hún svo ekki vera, eiginlega bara þvert á móti. „Þeir sjá aumur á okkur og samband okkar verður bara dýpra og betra en annars.“ Einhverjir nefndarmanna skutust í búðir fyrir allar aldir til að fata sig upp. Þorgerður Katrín fór ekki í það en fundur var í morgun með utanríkisnefnd Eistlands. Þar voru rædd samskipti Norðurlandanna og fleira. „Þeir telja mikilvægt að vera bæði í NATO og ESB að teknu tilliti til efnahagslegs- og hernaðarlegs öryggis. Það var hollt og gott fyrir andstæðinga ESB að hlusta á það. Við Logi [Einarsson formaður Samfylkingarinnar] erum þau einu hér sem hafa talað fyrir Evrópusamvinnu.“ Þá var rætt um ástandið í Úkraínu en Eistar hafa lengi varað við yfirgangi Rússa. „Gott að sjá að Vesturlöndin eru að vakna,“ sagði Þorgerður Katrín, rétt áður en blaðamaður Vísis missti hana inn á fund utanríkisráðherra Eista. Uppfært 13:46 Í fyrri útgáfu þessarar fréttar gætti misskilnings, þess að Jakob Frímann Magnússon hafi látið senda tösku sína á áfangastað áður en hann sjálfur flaug til fundar við Eista. Svo mun ekki hafa verið en lánið lék hins vegar við Jakob, því hann einn nefndarmanna fékk sína tösku með skilum eftir fundinn. Þetta hefur verið lagfært og eru lesendur sem og hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu.
Utanríkismál Eistland Alþingi Íslendingar erlendis Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira