Anna Hildur og Þráinn vilja áfram leiða SÁÁ Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2022 14:36 Þráinn og Anna Hildur tóku við stjórnartaumunum í SÁÁ í kjölfar mikillar ólgu innan samtakanna. Þau vilja halda áfram að leiða SÁÁ. aðsend Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ og Þráinn Farestveit varaformaður hafa tilkynnt að þau gefi kost á sér til að halda áfram á næsta aðalfundi samtakanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum en þann 14. febrúar síðastliðinn voru þau kosin til að leiða SÁÁ í kjölfar ólgu og hneykslismála sem riðu yfir samtökin og stjórn þeirra. Kosning fer fram á næsta aðalfundi SÁÁ um endurnýjun 16 fulltrúa í 48 manna aðalstjórn samtakanna. Aðalstjórn kýs síðan formann, varaformann og fulltrúa í framkvæmdastjórn. Í tölvupósti til SÁÁ félaga í morgun segir Anna Hildur meðal annars: „Mikil eindrægni hefur verið í framkvæmdastjórn samtakanna um starfsemina og þær hugmyndir um verkefni sem ráðast þarf í til að mæta nýjum og breyttum áherslum. Ég hef einlægan áhuga á að fylgja þessum verkefnum eftir og gef því kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður SÁÁ.“ Í tilkynningunni er tilgreint að engar sumarlokanir verði í Von eða á Vík og segir að það megi þakka góðum árangri í fjáröflun undanfarin misseri. Þá er unnið að málalyktum vegna athugasemda Sjúkratrygginga við SÁÁ. „Deilan snýst ekki um peninga, heldur túlkun samninga og útfærslur meðferðarstarfsins í heimsfaraldrinum. Við höfum átt í viðræðum við Sjúkratryggingar um að landa þessu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði. Þetta er flókið mál og ekki útséð hvenær klárast. En það liggur fyrir að þessi ágreiningur hefur ekki áhrif á það traust sem SÁÁ nýtur hjá stjórnvöldum,“ segir Anna í pósti til félaga sinna í SÁÁ. Fíkn SÁÁ Félagasamtök Heilbrigðismál Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Tengdar fréttir Dregur framboð sitt skyndilega til baka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið til baka framboð sitt til formanns SÁÁ. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni en einungis þrír dagar eru síðan hún tilkynnti framboð sitt. Af 48 stjórnarmeðlimum SÁÁ skoruðu 40 á hana eftir að Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður vegna vændismáls. 3. febrúar 2022 15:55 Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum en þann 14. febrúar síðastliðinn voru þau kosin til að leiða SÁÁ í kjölfar ólgu og hneykslismála sem riðu yfir samtökin og stjórn þeirra. Kosning fer fram á næsta aðalfundi SÁÁ um endurnýjun 16 fulltrúa í 48 manna aðalstjórn samtakanna. Aðalstjórn kýs síðan formann, varaformann og fulltrúa í framkvæmdastjórn. Í tölvupósti til SÁÁ félaga í morgun segir Anna Hildur meðal annars: „Mikil eindrægni hefur verið í framkvæmdastjórn samtakanna um starfsemina og þær hugmyndir um verkefni sem ráðast þarf í til að mæta nýjum og breyttum áherslum. Ég hef einlægan áhuga á að fylgja þessum verkefnum eftir og gef því kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður SÁÁ.“ Í tilkynningunni er tilgreint að engar sumarlokanir verði í Von eða á Vík og segir að það megi þakka góðum árangri í fjáröflun undanfarin misseri. Þá er unnið að málalyktum vegna athugasemda Sjúkratrygginga við SÁÁ. „Deilan snýst ekki um peninga, heldur túlkun samninga og útfærslur meðferðarstarfsins í heimsfaraldrinum. Við höfum átt í viðræðum við Sjúkratryggingar um að landa þessu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði. Þetta er flókið mál og ekki útséð hvenær klárast. En það liggur fyrir að þessi ágreiningur hefur ekki áhrif á það traust sem SÁÁ nýtur hjá stjórnvöldum,“ segir Anna í pósti til félaga sinna í SÁÁ.
Fíkn SÁÁ Félagasamtök Heilbrigðismál Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Tengdar fréttir Dregur framboð sitt skyndilega til baka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið til baka framboð sitt til formanns SÁÁ. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni en einungis þrír dagar eru síðan hún tilkynnti framboð sitt. Af 48 stjórnarmeðlimum SÁÁ skoruðu 40 á hana eftir að Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður vegna vændismáls. 3. febrúar 2022 15:55 Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Dregur framboð sitt skyndilega til baka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið til baka framboð sitt til formanns SÁÁ. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni en einungis þrír dagar eru síðan hún tilkynnti framboð sitt. Af 48 stjórnarmeðlimum SÁÁ skoruðu 40 á hana eftir að Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður vegna vændismáls. 3. febrúar 2022 15:55
Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38
Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57
Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27