Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2022 18:54 Dóra Björt er oddviti Pírata í Reykjavík. Flokkurinn bætti við sig manni í borgarstjórn og gengur til meirihlutaviðræðna í samfloti við Samfylkingu og Viðreisn. Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. „Einar kíkti til mín í kaffi og við ræddum nú ýmislegt, meðal annars sameiginlega reynslu af fæðingum. Þannig að þetta var persónulegt og pólitískt í dag, bara mjög notalegt,“ sagði Dóra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dóra segir málin í borginni ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. „[Einar] er auðvitað að tala við alla, sömuleiðis við hin. Þannig að við erum bara öll að heyrast, það er staðan eins og hún er núna,“ segir Dóra. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Reykjavík, fékk fjóra fulltrúa inn í borgarstjórn eftir að hafa ekki átt neinn á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn tapaði þegar upp var staðið tveimur mönnum, en Píratar voru eini meirihlutaflokkurinn sem bætti við sig manni. Fór úr tveimur í þrjá. Dóra segist telja að búið verði að mynda meirihluta fyrir 6. júní, sem er sá dagur þar sem nýr meirihluti á að taka við. „Ég held að við hljótum öll að finna til ábyrgðar í þessu. Við verðum auðvitað að hafa hraðar hendur og bregðast við, vegna þess að þetta er krafan. Ég vonast auðvitað til þess að línur fari að skýrast, bara á næstu dögum.“ Ættu að geta leyst helstu álitamál Aðspurð hvort hún sjái í fljótu bragði einhver sérstök málefni sem standi í vegi fyrir samstarfi, til að mynda við Framsóknarflokkinn, segir Dóra ekki svo vera. „Ég held að við séum öll lausnamiðuð og ættum að geta fundið út úr þeim álitaefnum sem fyrir okkur verða, en það er auðvitað samhljómur í ýmsum málum. Ég hef nefnt barnvænt samfélag og svo framvegis, ég held að við getum fundið út úr hinum hlutunum. Það eru skipulagsmálin og svoleiðis. [Einar] hefur auðvitað talað jákvætt um Borgarlínu, sem er mjög mikilvægt málefni fyrir okkur hin. Þannig að ég held að þetta sé allt eitthvað sem við getum leyst,“ segir Dóra. Í fyrradag tilkynntu oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar að flokkarnir þrír hygðust ganga saman til meirihlutaviðræðna. Þessir þrír flokkar mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili, ásamt Vinstri grænum, sem hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum. Haldi samstaða flokkanna þriggja eru kostir Framsóknarflokksins til meirihlutamyndunar mun færri en ella. Píratar eru þá annar tveggja flokka sem hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, en hinn flokkurinn eru Sósíalistar, sem hafa einnig útilokað samstarf við Viðreisn. Ef Framsókn myndaði meirihluta með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn væri um að ræða þrettán fulltrúa meirihluta, en tólf er sá lágmarksfjöldi borgarfulltrúa sem þarf til að mynda meirihluta í 23 fulltrúa borgarstjórn. Dóra segir allt of snemmt að fullyrða um hvort mögulegar meirihlutaviðræður muni stranda á embættum, svo sem um hver eigi að verða borgarstjóri eða forseti borgarstjórnar. Aðspurð hvort hún sé bjartsýn á að sitja í meirihluta næstu fjögur árin segir Dóra: „Ég er náttúrulega bjartsýn að eðlisfari, þannig að ég ætla að leyfa mér að vera það áfram.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Borgarstjórn Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
„Einar kíkti til mín í kaffi og við ræddum nú ýmislegt, meðal annars sameiginlega reynslu af fæðingum. Þannig að þetta var persónulegt og pólitískt í dag, bara mjög notalegt,“ sagði Dóra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dóra segir málin í borginni ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. „[Einar] er auðvitað að tala við alla, sömuleiðis við hin. Þannig að við erum bara öll að heyrast, það er staðan eins og hún er núna,“ segir Dóra. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Reykjavík, fékk fjóra fulltrúa inn í borgarstjórn eftir að hafa ekki átt neinn á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn tapaði þegar upp var staðið tveimur mönnum, en Píratar voru eini meirihlutaflokkurinn sem bætti við sig manni. Fór úr tveimur í þrjá. Dóra segist telja að búið verði að mynda meirihluta fyrir 6. júní, sem er sá dagur þar sem nýr meirihluti á að taka við. „Ég held að við hljótum öll að finna til ábyrgðar í þessu. Við verðum auðvitað að hafa hraðar hendur og bregðast við, vegna þess að þetta er krafan. Ég vonast auðvitað til þess að línur fari að skýrast, bara á næstu dögum.“ Ættu að geta leyst helstu álitamál Aðspurð hvort hún sjái í fljótu bragði einhver sérstök málefni sem standi í vegi fyrir samstarfi, til að mynda við Framsóknarflokkinn, segir Dóra ekki svo vera. „Ég held að við séum öll lausnamiðuð og ættum að geta fundið út úr þeim álitaefnum sem fyrir okkur verða, en það er auðvitað samhljómur í ýmsum málum. Ég hef nefnt barnvænt samfélag og svo framvegis, ég held að við getum fundið út úr hinum hlutunum. Það eru skipulagsmálin og svoleiðis. [Einar] hefur auðvitað talað jákvætt um Borgarlínu, sem er mjög mikilvægt málefni fyrir okkur hin. Þannig að ég held að þetta sé allt eitthvað sem við getum leyst,“ segir Dóra. Í fyrradag tilkynntu oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar að flokkarnir þrír hygðust ganga saman til meirihlutaviðræðna. Þessir þrír flokkar mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili, ásamt Vinstri grænum, sem hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum. Haldi samstaða flokkanna þriggja eru kostir Framsóknarflokksins til meirihlutamyndunar mun færri en ella. Píratar eru þá annar tveggja flokka sem hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, en hinn flokkurinn eru Sósíalistar, sem hafa einnig útilokað samstarf við Viðreisn. Ef Framsókn myndaði meirihluta með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn væri um að ræða þrettán fulltrúa meirihluta, en tólf er sá lágmarksfjöldi borgarfulltrúa sem þarf til að mynda meirihluta í 23 fulltrúa borgarstjórn. Dóra segir allt of snemmt að fullyrða um hvort mögulegar meirihlutaviðræður muni stranda á embættum, svo sem um hver eigi að verða borgarstjóri eða forseti borgarstjórnar. Aðspurð hvort hún sé bjartsýn á að sitja í meirihluta næstu fjögur árin segir Dóra: „Ég er náttúrulega bjartsýn að eðlisfari, þannig að ég ætla að leyfa mér að vera það áfram.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Borgarstjórn Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira