Sýnum samstöðu fyrir bæinn okkar! Ragnhildur L. Guðmundsdóttir og Margrét Þórólfsdóttir skrifa 18. maí 2022 08:30 Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega fyrir stuðninginn og að mæta á kjörstað. Kosningarnar fóru ekki alveg eins og við vildum en við erum ekki hætt, verðum áfram í andspyrnu varðandi málefni sem eru umdeild og varða íbúa. Það fyrsta er öryggisvistun, við erum ekki á móti henni en staðarvalið þarf að henta slíkri starfsemi og þarf að vera í sátt við íbúana, þeir eiga að fá að segja sitt varðandi málið og tekið sé mark á þeirra afstöðu og hún virt. Annað málið varðar kísilverið, það þarf að vera algerlega á hreinu að samið verði um niðurrif þess með góðu eða illu, munum aldrei sætta okkur við þetta drasl. Þriðja málið er varðandi hugmyndir Sorpu um að Kalka verði stækkuð svo vel að hún geti annað öllu sorpi af suðvesturhorninu ef ekki meira, það er ekki gæfulegt né minnkar vistsporið að flytja ruslið eftir Reykjanesbrautinni fram og til baka, tölum nú ekki um þá mengun sem getur stafað af þessu sorpi þegar verksmiðjan getur ekki annað öllu á stuttum tíma og sorpið safnast upp. Treystum engu varðandi þetta sorpbrennslumál. Fjórða málið er svo ”hringrásarhagkerfi” þar sem bæjaryfirvöld skrifuðu undir viljayfirlýsingu varðandi ál endurvinnslu í Helguvík við ”dótturfélag” Almex USA eða mann fyrir þeirra hönd sem hefur verið í forsvari fyrir fyrirtæki sem fór m.a. í gjaldþrot sl. Sumar, var áður með önnur slík fyrirtæki. Við veltum fyrir mér hvort við séum að fá svipað mál og með kísilverið og forsvarsmann þess? Hvernig datt einhverju fyrirtæki í Ameríku í hug að fara af stað með ál endurvinnslu hér? Var það þessi sem skrifaði undir viljayfirlýsinguna sem er potturinn og pannan í þessu? Andstaða gegn þessu verður fyrst á dagskrá á komandi vikum, íbúar eiga að fá nákvæmar upplýsingar um þessi málefni, kosti og galla og fá svo að kjósa í bindandi kosningu um þessi mál. Við fórum um hverfin, sáum margt sem hefur verið lagað og bætt en einn staður virðist gleymast en það eru Hafnirnar, það þarf að malbika göturnar þar, koma upp göngustígum og laga/bæta leiksvæðið þar fyrir börnin. Þar býr einnig kona með fötlun sem kemst ekki frá húsi sinu upp á veg þar sem það strandar á að setja malbikaðan stíg frá húsi upp á veg sem hún er ekki í aðstöðu til að gera sjálf en ætti að vera lítið mál fyrir bæinn svo hún geti notið örlítið betri lífsgæða. Bæjaryfrvöld mega ekki gleyma að Hafnir eru hluti af Reykjanesbæ. Höfundar eru Píratar í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Sjá meira
Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega fyrir stuðninginn og að mæta á kjörstað. Kosningarnar fóru ekki alveg eins og við vildum en við erum ekki hætt, verðum áfram í andspyrnu varðandi málefni sem eru umdeild og varða íbúa. Það fyrsta er öryggisvistun, við erum ekki á móti henni en staðarvalið þarf að henta slíkri starfsemi og þarf að vera í sátt við íbúana, þeir eiga að fá að segja sitt varðandi málið og tekið sé mark á þeirra afstöðu og hún virt. Annað málið varðar kísilverið, það þarf að vera algerlega á hreinu að samið verði um niðurrif þess með góðu eða illu, munum aldrei sætta okkur við þetta drasl. Þriðja málið er varðandi hugmyndir Sorpu um að Kalka verði stækkuð svo vel að hún geti annað öllu sorpi af suðvesturhorninu ef ekki meira, það er ekki gæfulegt né minnkar vistsporið að flytja ruslið eftir Reykjanesbrautinni fram og til baka, tölum nú ekki um þá mengun sem getur stafað af þessu sorpi þegar verksmiðjan getur ekki annað öllu á stuttum tíma og sorpið safnast upp. Treystum engu varðandi þetta sorpbrennslumál. Fjórða málið er svo ”hringrásarhagkerfi” þar sem bæjaryfirvöld skrifuðu undir viljayfirlýsingu varðandi ál endurvinnslu í Helguvík við ”dótturfélag” Almex USA eða mann fyrir þeirra hönd sem hefur verið í forsvari fyrir fyrirtæki sem fór m.a. í gjaldþrot sl. Sumar, var áður með önnur slík fyrirtæki. Við veltum fyrir mér hvort við séum að fá svipað mál og með kísilverið og forsvarsmann þess? Hvernig datt einhverju fyrirtæki í Ameríku í hug að fara af stað með ál endurvinnslu hér? Var það þessi sem skrifaði undir viljayfirlýsinguna sem er potturinn og pannan í þessu? Andstaða gegn þessu verður fyrst á dagskrá á komandi vikum, íbúar eiga að fá nákvæmar upplýsingar um þessi málefni, kosti og galla og fá svo að kjósa í bindandi kosningu um þessi mál. Við fórum um hverfin, sáum margt sem hefur verið lagað og bætt en einn staður virðist gleymast en það eru Hafnirnar, það þarf að malbika göturnar þar, koma upp göngustígum og laga/bæta leiksvæðið þar fyrir börnin. Þar býr einnig kona með fötlun sem kemst ekki frá húsi sinu upp á veg þar sem það strandar á að setja malbikaðan stíg frá húsi upp á veg sem hún er ekki í aðstöðu til að gera sjálf en ætti að vera lítið mál fyrir bæinn svo hún geti notið örlítið betri lífsgæða. Bæjaryfrvöld mega ekki gleyma að Hafnir eru hluti af Reykjanesbæ. Höfundar eru Píratar í Reykjanesbæ.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun