Bjarni óskar eftir hraðri afgreiðslu Alþingis á verðbólguaðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2022 19:21 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Sigurjón Fjármálaráðherra óskar eftir því að Alþingi afgreiði með hraði frumvarp um sérstakar aðgerðir til að koma til móts við viðkvæmustu hópa samfélagsins vegna aukinnar verðbólgu. Aðgerðirnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag eru í megindráttum þrískiptar. Fólk sem fær barnabætur fær eingreiðslu, sérstakan barnabótaauka hinn 1. júlí, upp á 20 þúsund krónur með hverju barni vegna ársins í ár með þeim börnum sem áttu heimili hér á síðasta ári. „Sérstakur barnabótaauki telst ekki til skattskyldra tekna og leiðir ekki til skerðingar annarra tekna svo sem bóta frá Tryggingastofnun ríkisins. Þá verður hinum sérstaka barnabótaauka ekki skuldajafnað á móti vangreiddum opinberum gjöldum til ríkissjóðs eða sveitarfélaga eða vangreiddum meðlögum,“ sagði Bjarni þegar hann mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag. Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að bætur almannatrygginga og vegna félagslegrar aðstoðar hækki um þrjú prósent frá 1. júní umfram fyrri hækkanir um áramótin. Þá verða húsaleigubætur hækkaðar. „Hér er lagt til að grunnfjárhæð húsnæðisbóta hækki um 10 prósent frá 1. júní næst komandi og að frítekjumörk húsnæðisbóta hækki jafnframt um þrjú prósent til samræmis við fyrirhugaða hækkun almannatrygginga. Lagt er til að hækkun frítekjumarka um þrjú prósent taki gildi með afturvirkum hætti frá 1. janúar á þessu ári,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Aðgerðirnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag eru í megindráttum þrískiptar. Fólk sem fær barnabætur fær eingreiðslu, sérstakan barnabótaauka hinn 1. júlí, upp á 20 þúsund krónur með hverju barni vegna ársins í ár með þeim börnum sem áttu heimili hér á síðasta ári. „Sérstakur barnabótaauki telst ekki til skattskyldra tekna og leiðir ekki til skerðingar annarra tekna svo sem bóta frá Tryggingastofnun ríkisins. Þá verður hinum sérstaka barnabótaauka ekki skuldajafnað á móti vangreiddum opinberum gjöldum til ríkissjóðs eða sveitarfélaga eða vangreiddum meðlögum,“ sagði Bjarni þegar hann mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag. Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að bætur almannatrygginga og vegna félagslegrar aðstoðar hækki um þrjú prósent frá 1. júní umfram fyrri hækkanir um áramótin. Þá verða húsaleigubætur hækkaðar. „Hér er lagt til að grunnfjárhæð húsnæðisbóta hækki um 10 prósent frá 1. júní næst komandi og að frítekjumörk húsnæðisbóta hækki jafnframt um þrjú prósent til samræmis við fyrirhugaða hækkun almannatrygginga. Lagt er til að hækkun frítekjumarka um þrjú prósent taki gildi með afturvirkum hætti frá 1. janúar á þessu ári,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira