Golden State menn létu Luka hafa mikið fyrir hlutunum og unnu leik eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2022 07:30 Luka Doncic reynir að sækja að körfunni í leiknum í nótt en Stephen Curry er til varnar. AP/Jed Jacobsohn Golden State Warriors vann fyrsta leikinn örugglega á móti Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Stephen Curry var með 21 stig og 12 fráköst í þessum 112-87 sigri Golden State en varnarleikur Andrew Wiggins á Luka Doncic átti mikinn þátt í hversu vel gekk hjá heimamönnum. Stephen Curry dropped his 18th career playoff double-double to lead the @warriors to the 1-0 series lead! #DubNation@StephenCurry30: 21 PTS, 12 REB, 4 AST Game 2: Friday, 9:00pm/et on TNT pic.twitter.com/QaW6OJU345— NBA (@NBA) May 19, 2022 Það var auðvitað vitað að til þess að Dallas ætti möguleika á sigri þyrfti Slóveninn snjalli að spila jafnvel og í sigrinum í oddaleiknum á móti Phoenix Suns á dögunum. Hann komst hins vegar aldrei á flug. „Bara láta hann hafa fyrir hlutunum. Það er aðalatriðið,“ sagði Andrew Wiggins. Doncic skoraði reyndar 20 stig í leiknum en hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum og tapaði sjö boltum. Hann var aðeins með tvö stig í öllum seinni hálfleiknum og það skýrir mikið hvernig leikurinn þróaðist eftir hlé. Luka finishes the 1st half with 18 points #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel pic.twitter.com/GDBI18b1RN— NBA (@NBA) May 19, 2022 „Þeir stóðu sig mjög vel. Það er ekkert flóknara. Þeir gerðu mjög vel,“ sagði Luka Doncic sem var vel merktur í andlitinu eftir rispu í boði Wiggins. „Lætur mig líta út eins og ég harður af mér,“ sagði Doncic sem vildi ekki gera mikið úr því. „Wiggs var frábær. Það eru fáir leikmenn í deildinni erfiðari að ráða við en Doncic og það er því mikilvægt að hann þurfti að hafa mikið fyrir þessu. Hann er svo góður en við erum bara að reyna að lágmarka skaðann,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors. Jordan Poole, Andrew Wiggins, and Klay Thompson combined for 53 points in the @warriors Game 1 victory at home #DubNationPoole: 19 PTS (8/12 FGM)@22wiggins: 19 PTS, 5 REB, 3 3PM@KlayThompson: 15 PTS, 5 REB, 2 BLK pic.twitter.com/diddHgR505— NBA (@NBA) May 19, 2022 Warriors liðið vann fyrsta leikhlutann 28-18 og var níu stigum yfir í hálfleik, 54-45, eftir að Doncic hitti úr tveimur þriggja stiga skotum í röð. Hann hitti aðeins úr 1 af 8 þristum fyrir utan það og það er bara langt frá því að vera nóg á móti liði eins og Golden State. Wiggins spilaði ekki aðeins góða vörn því hann var með 19 stig og hitti meðal annars úr sex af fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Jordan Poole kom með 19 stig af bekknum og Klay Thompson skoraði 15 stig. "A lot to build off of this game, I like it."Steph Curry after the @warriors Game 1 win! #DubNation pic.twitter.com/aSoVH0gPi1— NBA (@NBA) May 19, 2022 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Stephen Curry var með 21 stig og 12 fráköst í þessum 112-87 sigri Golden State en varnarleikur Andrew Wiggins á Luka Doncic átti mikinn þátt í hversu vel gekk hjá heimamönnum. Stephen Curry dropped his 18th career playoff double-double to lead the @warriors to the 1-0 series lead! #DubNation@StephenCurry30: 21 PTS, 12 REB, 4 AST Game 2: Friday, 9:00pm/et on TNT pic.twitter.com/QaW6OJU345— NBA (@NBA) May 19, 2022 Það var auðvitað vitað að til þess að Dallas ætti möguleika á sigri þyrfti Slóveninn snjalli að spila jafnvel og í sigrinum í oddaleiknum á móti Phoenix Suns á dögunum. Hann komst hins vegar aldrei á flug. „Bara láta hann hafa fyrir hlutunum. Það er aðalatriðið,“ sagði Andrew Wiggins. Doncic skoraði reyndar 20 stig í leiknum en hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum og tapaði sjö boltum. Hann var aðeins með tvö stig í öllum seinni hálfleiknum og það skýrir mikið hvernig leikurinn þróaðist eftir hlé. Luka finishes the 1st half with 18 points #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel pic.twitter.com/GDBI18b1RN— NBA (@NBA) May 19, 2022 „Þeir stóðu sig mjög vel. Það er ekkert flóknara. Þeir gerðu mjög vel,“ sagði Luka Doncic sem var vel merktur í andlitinu eftir rispu í boði Wiggins. „Lætur mig líta út eins og ég harður af mér,“ sagði Doncic sem vildi ekki gera mikið úr því. „Wiggs var frábær. Það eru fáir leikmenn í deildinni erfiðari að ráða við en Doncic og það er því mikilvægt að hann þurfti að hafa mikið fyrir þessu. Hann er svo góður en við erum bara að reyna að lágmarka skaðann,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors. Jordan Poole, Andrew Wiggins, and Klay Thompson combined for 53 points in the @warriors Game 1 victory at home #DubNationPoole: 19 PTS (8/12 FGM)@22wiggins: 19 PTS, 5 REB, 3 3PM@KlayThompson: 15 PTS, 5 REB, 2 BLK pic.twitter.com/diddHgR505— NBA (@NBA) May 19, 2022 Warriors liðið vann fyrsta leikhlutann 28-18 og var níu stigum yfir í hálfleik, 54-45, eftir að Doncic hitti úr tveimur þriggja stiga skotum í röð. Hann hitti aðeins úr 1 af 8 þristum fyrir utan það og það er bara langt frá því að vera nóg á móti liði eins og Golden State. Wiggins spilaði ekki aðeins góða vörn því hann var með 19 stig og hitti meðal annars úr sex af fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Jordan Poole kom með 19 stig af bekknum og Klay Thompson skoraði 15 stig. "A lot to build off of this game, I like it."Steph Curry after the @warriors Game 1 win! #DubNation pic.twitter.com/aSoVH0gPi1— NBA (@NBA) May 19, 2022
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira