Golden State menn létu Luka hafa mikið fyrir hlutunum og unnu leik eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2022 07:30 Luka Doncic reynir að sækja að körfunni í leiknum í nótt en Stephen Curry er til varnar. AP/Jed Jacobsohn Golden State Warriors vann fyrsta leikinn örugglega á móti Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Stephen Curry var með 21 stig og 12 fráköst í þessum 112-87 sigri Golden State en varnarleikur Andrew Wiggins á Luka Doncic átti mikinn þátt í hversu vel gekk hjá heimamönnum. Stephen Curry dropped his 18th career playoff double-double to lead the @warriors to the 1-0 series lead! #DubNation@StephenCurry30: 21 PTS, 12 REB, 4 AST Game 2: Friday, 9:00pm/et on TNT pic.twitter.com/QaW6OJU345— NBA (@NBA) May 19, 2022 Það var auðvitað vitað að til þess að Dallas ætti möguleika á sigri þyrfti Slóveninn snjalli að spila jafnvel og í sigrinum í oddaleiknum á móti Phoenix Suns á dögunum. Hann komst hins vegar aldrei á flug. „Bara láta hann hafa fyrir hlutunum. Það er aðalatriðið,“ sagði Andrew Wiggins. Doncic skoraði reyndar 20 stig í leiknum en hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum og tapaði sjö boltum. Hann var aðeins með tvö stig í öllum seinni hálfleiknum og það skýrir mikið hvernig leikurinn þróaðist eftir hlé. Luka finishes the 1st half with 18 points #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel pic.twitter.com/GDBI18b1RN— NBA (@NBA) May 19, 2022 „Þeir stóðu sig mjög vel. Það er ekkert flóknara. Þeir gerðu mjög vel,“ sagði Luka Doncic sem var vel merktur í andlitinu eftir rispu í boði Wiggins. „Lætur mig líta út eins og ég harður af mér,“ sagði Doncic sem vildi ekki gera mikið úr því. „Wiggs var frábær. Það eru fáir leikmenn í deildinni erfiðari að ráða við en Doncic og það er því mikilvægt að hann þurfti að hafa mikið fyrir þessu. Hann er svo góður en við erum bara að reyna að lágmarka skaðann,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors. Jordan Poole, Andrew Wiggins, and Klay Thompson combined for 53 points in the @warriors Game 1 victory at home #DubNationPoole: 19 PTS (8/12 FGM)@22wiggins: 19 PTS, 5 REB, 3 3PM@KlayThompson: 15 PTS, 5 REB, 2 BLK pic.twitter.com/diddHgR505— NBA (@NBA) May 19, 2022 Warriors liðið vann fyrsta leikhlutann 28-18 og var níu stigum yfir í hálfleik, 54-45, eftir að Doncic hitti úr tveimur þriggja stiga skotum í röð. Hann hitti aðeins úr 1 af 8 þristum fyrir utan það og það er bara langt frá því að vera nóg á móti liði eins og Golden State. Wiggins spilaði ekki aðeins góða vörn því hann var með 19 stig og hitti meðal annars úr sex af fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Jordan Poole kom með 19 stig af bekknum og Klay Thompson skoraði 15 stig. "A lot to build off of this game, I like it."Steph Curry after the @warriors Game 1 win! #DubNation pic.twitter.com/aSoVH0gPi1— NBA (@NBA) May 19, 2022 NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Stephen Curry var með 21 stig og 12 fráköst í þessum 112-87 sigri Golden State en varnarleikur Andrew Wiggins á Luka Doncic átti mikinn þátt í hversu vel gekk hjá heimamönnum. Stephen Curry dropped his 18th career playoff double-double to lead the @warriors to the 1-0 series lead! #DubNation@StephenCurry30: 21 PTS, 12 REB, 4 AST Game 2: Friday, 9:00pm/et on TNT pic.twitter.com/QaW6OJU345— NBA (@NBA) May 19, 2022 Það var auðvitað vitað að til þess að Dallas ætti möguleika á sigri þyrfti Slóveninn snjalli að spila jafnvel og í sigrinum í oddaleiknum á móti Phoenix Suns á dögunum. Hann komst hins vegar aldrei á flug. „Bara láta hann hafa fyrir hlutunum. Það er aðalatriðið,“ sagði Andrew Wiggins. Doncic skoraði reyndar 20 stig í leiknum en hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum og tapaði sjö boltum. Hann var aðeins með tvö stig í öllum seinni hálfleiknum og það skýrir mikið hvernig leikurinn þróaðist eftir hlé. Luka finishes the 1st half with 18 points #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel pic.twitter.com/GDBI18b1RN— NBA (@NBA) May 19, 2022 „Þeir stóðu sig mjög vel. Það er ekkert flóknara. Þeir gerðu mjög vel,“ sagði Luka Doncic sem var vel merktur í andlitinu eftir rispu í boði Wiggins. „Lætur mig líta út eins og ég harður af mér,“ sagði Doncic sem vildi ekki gera mikið úr því. „Wiggs var frábær. Það eru fáir leikmenn í deildinni erfiðari að ráða við en Doncic og það er því mikilvægt að hann þurfti að hafa mikið fyrir þessu. Hann er svo góður en við erum bara að reyna að lágmarka skaðann,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors. Jordan Poole, Andrew Wiggins, and Klay Thompson combined for 53 points in the @warriors Game 1 victory at home #DubNationPoole: 19 PTS (8/12 FGM)@22wiggins: 19 PTS, 5 REB, 3 3PM@KlayThompson: 15 PTS, 5 REB, 2 BLK pic.twitter.com/diddHgR505— NBA (@NBA) May 19, 2022 Warriors liðið vann fyrsta leikhlutann 28-18 og var níu stigum yfir í hálfleik, 54-45, eftir að Doncic hitti úr tveimur þriggja stiga skotum í röð. Hann hitti aðeins úr 1 af 8 þristum fyrir utan það og það er bara langt frá því að vera nóg á móti liði eins og Golden State. Wiggins spilaði ekki aðeins góða vörn því hann var með 19 stig og hitti meðal annars úr sex af fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Jordan Poole kom með 19 stig af bekknum og Klay Thompson skoraði 15 stig. "A lot to build off of this game, I like it."Steph Curry after the @warriors Game 1 win! #DubNation pic.twitter.com/aSoVH0gPi1— NBA (@NBA) May 19, 2022
NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira