Fyrirmælum reglugerðar ekki fylgt við kosningu utan kjörfundar Indriði Stefánsson skrifar 19. maí 2022 14:01 Á mikilvægi þess að traust sé á framkvæmd kosninga er vart hægt að leggja of mikla áherslu. Ég bjóst við því að ef uppgötvaðist að framkvæmdin væri ekki í samræmi við forskrift yrði fljótt brugðist við annars yrði úr stórfrétt. Svo var ekki. Ítrekaðar athugasemdir við skort á framsetningu framboðslista Ég starfaði sem umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi við síðustu kosningar til sveitarstjórna og gerði sem slíkur margvíslegar athugasemdir við framkvæmdina. Við sumum var brugðist við sumum ekki. Eitt af því sem ég gerði athugasemd við var að upplýsingar um framboðslista og frambjóðendur héngu ekki uppi eins og er þó skýrt kveðið á um í reglugerð. Um þetta eru til bókanir. Brugðist við eftir umfjöllun fjölmiðla Ég reyndi að fá Kjörstjóra og svo Landskjörstjórn til að bregðast við án árangurs í fyrstu. Þá reyndi ég að benda fjölmiðlum á þetta og á endanum var fjallað um þetta í grein á Vísi en það var ekki fyrr en þá sem að brugðist var við með því að hengja upp upplýsingar um lista sem þó uppfyllir ekki reglugerð. Þá var svo einungis vika eftir af framkvæmd utankjörfundar og því stórir hópar þegar búnir að kjósa. Óvíst um áhrif Í Garðabæ munaði örfáum atkvæðum á því að Garðabæjarlistinn bætti við sig fulltrúa, svo litlum að atkvæði greidd Samfylkingunni utan kjörfundar hefðu nægt. Því má velta því upp hvort það að fara ekki eftir reglugerðinni hafi haft áhrif á niðurstöðuna í Garðabæ. Þetta ætti að sýna mikilvægi þess að taka umkvartanir umboðsmanna til greina og hversu mikilvægt er að fara eftir þeirri forskrift sem í lögum og reglugerðum liggur. Kjósendur voru margir í vandræðum með að finna upplýsingar um listana og óvíst að allir hafi áttað sig á hvernig kjósa ætti Garðarbæjarlistann þar sem notkun síma er óheimil í kjörklefa. Jafnframt var ekki hlaupið að því að leita uppi rétta lista og sé leitað að framboðum var allt eins hægt að finna eldri niðurstöður þar sem Samfylkingin var í framboði og þá kjósendum hennar eðlilegt að velja S. Vel má færa rök fyrir að atkvæðin ættu að vera gild Þegar meta á utan kjörfundaratkvæði og í raun öll atkvæði ætti fyrst og fremst að horfa til þess hvort vilji kjósandans sé skýr. Til dæmis er fullnægjandi við utankjörfund að skrifa nafn frambjóðanda á listanum til að atkvæðið sé gilt. Því mætti vel sjá fyrir sér að það að nýta staf stjórnmálasamtaka sem beint eða óbeint koma að framboðinu yrði tekið til greina. Það virðist nokkuð ljóst að kjósendur í Garðabæ sem settu stafi S, P eða V vildu styðja framboð þessarra lista. Sérstaklega þegar tekið er til greina að stjórnvöld fóru ekki eftir reglugerð hvað varðar upplýsingagjöf til kjósenda. Afar mismunandi hvernig tekið var í kvartanir umboðsmanna Það var mjög mismunandi hvernig umkvörtunum umboðsmanna var sinnt. Sumum var sinnt hratt og vel og brugðist við, öðrum var tekið fálega. Brotum á lögum um áróður á kjörstað var ekki sinnt. Um það eru til bókanir. Kvörtunum vegna brota á persónuverndarlögum var ekki heldur ansað og enduðu þau mál í kærum til lögreglu og Persónuverndar. Traust á kosningum eykur kjörsókn Í kjölfar klúðursins í Norðvesturkjördæmi í fyrra heyrði ég marga segjast aldrei ætla að kjósa aftur. Þrátt fyrir að telja mikilvægt að sem flestir kysu get ég vel skilið þá afstöðu. Kjörsókn nú var ein hin minnsta í íslandssögunni. Ég tel hlutverk umboðsmanna lista vera að auka traust á kosningum sem er gert með því að veita aðhald og benda sjálfstætt á það sem betur má fara. Þessum tilgangi verður þó ekki náð ef aðfinnslum umboðsmanna er ekki sinnt. Ég vil því hvetja yfirvöld til að taka til greina þær kvartanir sem fram hafa komið og framvegis taka meira mark á ábendingum umboðsmanna. Höfundur er umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi og verðandi varabæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á mikilvægi þess að traust sé á framkvæmd kosninga er vart hægt að leggja of mikla áherslu. Ég bjóst við því að ef uppgötvaðist að framkvæmdin væri ekki í samræmi við forskrift yrði fljótt brugðist við annars yrði úr stórfrétt. Svo var ekki. Ítrekaðar athugasemdir við skort á framsetningu framboðslista Ég starfaði sem umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi við síðustu kosningar til sveitarstjórna og gerði sem slíkur margvíslegar athugasemdir við framkvæmdina. Við sumum var brugðist við sumum ekki. Eitt af því sem ég gerði athugasemd við var að upplýsingar um framboðslista og frambjóðendur héngu ekki uppi eins og er þó skýrt kveðið á um í reglugerð. Um þetta eru til bókanir. Brugðist við eftir umfjöllun fjölmiðla Ég reyndi að fá Kjörstjóra og svo Landskjörstjórn til að bregðast við án árangurs í fyrstu. Þá reyndi ég að benda fjölmiðlum á þetta og á endanum var fjallað um þetta í grein á Vísi en það var ekki fyrr en þá sem að brugðist var við með því að hengja upp upplýsingar um lista sem þó uppfyllir ekki reglugerð. Þá var svo einungis vika eftir af framkvæmd utankjörfundar og því stórir hópar þegar búnir að kjósa. Óvíst um áhrif Í Garðabæ munaði örfáum atkvæðum á því að Garðabæjarlistinn bætti við sig fulltrúa, svo litlum að atkvæði greidd Samfylkingunni utan kjörfundar hefðu nægt. Því má velta því upp hvort það að fara ekki eftir reglugerðinni hafi haft áhrif á niðurstöðuna í Garðabæ. Þetta ætti að sýna mikilvægi þess að taka umkvartanir umboðsmanna til greina og hversu mikilvægt er að fara eftir þeirri forskrift sem í lögum og reglugerðum liggur. Kjósendur voru margir í vandræðum með að finna upplýsingar um listana og óvíst að allir hafi áttað sig á hvernig kjósa ætti Garðarbæjarlistann þar sem notkun síma er óheimil í kjörklefa. Jafnframt var ekki hlaupið að því að leita uppi rétta lista og sé leitað að framboðum var allt eins hægt að finna eldri niðurstöður þar sem Samfylkingin var í framboði og þá kjósendum hennar eðlilegt að velja S. Vel má færa rök fyrir að atkvæðin ættu að vera gild Þegar meta á utan kjörfundaratkvæði og í raun öll atkvæði ætti fyrst og fremst að horfa til þess hvort vilji kjósandans sé skýr. Til dæmis er fullnægjandi við utankjörfund að skrifa nafn frambjóðanda á listanum til að atkvæðið sé gilt. Því mætti vel sjá fyrir sér að það að nýta staf stjórnmálasamtaka sem beint eða óbeint koma að framboðinu yrði tekið til greina. Það virðist nokkuð ljóst að kjósendur í Garðabæ sem settu stafi S, P eða V vildu styðja framboð þessarra lista. Sérstaklega þegar tekið er til greina að stjórnvöld fóru ekki eftir reglugerð hvað varðar upplýsingagjöf til kjósenda. Afar mismunandi hvernig tekið var í kvartanir umboðsmanna Það var mjög mismunandi hvernig umkvörtunum umboðsmanna var sinnt. Sumum var sinnt hratt og vel og brugðist við, öðrum var tekið fálega. Brotum á lögum um áróður á kjörstað var ekki sinnt. Um það eru til bókanir. Kvörtunum vegna brota á persónuverndarlögum var ekki heldur ansað og enduðu þau mál í kærum til lögreglu og Persónuverndar. Traust á kosningum eykur kjörsókn Í kjölfar klúðursins í Norðvesturkjördæmi í fyrra heyrði ég marga segjast aldrei ætla að kjósa aftur. Þrátt fyrir að telja mikilvægt að sem flestir kysu get ég vel skilið þá afstöðu. Kjörsókn nú var ein hin minnsta í íslandssögunni. Ég tel hlutverk umboðsmanna lista vera að auka traust á kosningum sem er gert með því að veita aðhald og benda sjálfstætt á það sem betur má fara. Þessum tilgangi verður þó ekki náð ef aðfinnslum umboðsmanna er ekki sinnt. Ég vil því hvetja yfirvöld til að taka til greina þær kvartanir sem fram hafa komið og framvegis taka meira mark á ábendingum umboðsmanna. Höfundur er umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi og verðandi varabæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun