Þrisvar sneri ég við í tröppunum Hilmar Kristensson skrifar 19. maí 2022 14:30 Í fyrsta skiptið komst ég upp hálfar tröppurnar en sneri þá við. Líka í annað skiptið. „Nei andskotinn, ég get þetta ekki,“ hugsaði ég með mér, með hjartað í buxunum. Í þriðja skiptið komst ég alla leið á stigapallinn, en sneri strax við og hljóp niður. Hitti þá á Þuríði Aradóttur vinkonu mína sem var líka á leiðinni upp. „Ég get þetta ekki,“ stundi ég. „Ekkert kjaftæði,“ sagði hún. „Þú getur þetta víst, komdu með mér.“ Og svo tók hún í höndina á mér og hreinlega dró mig upp. Ég var mættur á dansnámskeið hjá SÁÁ. Edrú. Það erfiðasta sem ég hafði gert á ævinni. Bara hugsunin um að dansa edrú fékk mig til að rennsvitna. En ég lét vaða, þökk sé Þuríði. Og mætti aftur. Eftir þriðja skiptið leið mér allt í einu eins og skipt hafi verið um peru í hausnum á mér. Þetta var semsagt hægt, að vera edrú innan um fólk að dansa og skemmta sér. Kannski eins gott, eftir allar meðferðirnar. Hvert er ég að fara með þessari upprifjun af dansnámskeiðinu örlagaríka árið 1985? Jú, að minna á hvað edrú félagslíf getur skipt miklu máli í batanum. Ef fólk sem fer í meðferð við fíknsjúkdómnum ætlar að ná árangri, þá segir það skilið við vímugjafatengdar skemmtanir og félagsstarf. En hvað kemur þá í staðinn? Þörfin fyrir félagsskap fer ekkert Maður er nefnilega manns gaman, ölvaður sem edrú. Frumherjarnir í SÁÁ áttuðu sig á þörfinni fyrir alkóhólista í bata að hittast og eiga góðar stundir saman við vímugjafalausar kringumstæður. Dansnámskeiðin urðu til, útihátíðirnar, skemmtikvöldin, árshátíðirnar, leiklistarnámskeið, fluguhnýtingarnámskeið, þorrablót, kvennakvöld, bingó, félagsvist, kótilettukvöld... Þannig hefur þetta verið alla tíð. SÁÁ hefur haldið úti félagsstarfi sem hluta af bataferlinu. Í raun má segja að félagsstarfið geri SÁÁ að því sem samtökin eru. Þetta félagsstarf hefur skiljanlega þróast í samræmi við tíðarandann og almennan áhuga. Í þessum efnum skiptir fjáröflun samtakanna gríðarmiklu máli og að margra mati eru fjáraflanir á borð við Álfasöluna hápunktur félagsstarfsins með mörg hundruð þátttakendur. Á fulla ferð eftir heimsfaraldur Heimsfaraldurinn hafði mikil áhrif á félagsstarfið innan SÁÁ, líkt og annars staðar. En um leið og fór að slakna á sóttvarnaklónni, þá spýttum við í lófana. Óhætt er að segja að félagsstarfið blómstri sem aldrei fyrr og þörfin fyrir það er sú sama og alltaf áður. Fólk á öllum aldri tekur þátt í félagsstarfinu og það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað unga fólkið í SÁÁ er hugmyndaríkt og hvetjandi í þeim efnum. Nokkur úr þeim hópi eru byrjuð með metnaðarfullt hlaðvarp undir heitinu „Taka tvö“ þar sem þau láta gamminn geisa um edrúlífið. Þetta er stórskemmtilegt og fræðilegt hlaðvarp sem er að finna á öllum efnisveitum. Danskennslan er á sínum stað, skákin, félagsvistin, fluguhnýtingarnar, briddsið og tónleikarnir. Það verða tónleikar með Bubba 20. maí, vorfagnaður28. maí, barnaskemmtun í Fjölskyldugarðinum, útihátíð á Skógum um verslunarmannahelgina og golfmót síðsumars. Svo má nefna að bakhjarlar SÁÁ hittast á tveggja vikna fresti. Með haustinu verður svo gefið enn betur í, enda vantar ekki hugmyndirnar. Starfsemi SÁÁ er jafn mikilvæg og nauðsynleg og við stofnun fyrir 45 árum. Félagsstarfið er órjúfanlegur þáttur í því sem tekur við að lokinni meðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Félagasamtök Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta skiptið komst ég upp hálfar tröppurnar en sneri þá við. Líka í annað skiptið. „Nei andskotinn, ég get þetta ekki,“ hugsaði ég með mér, með hjartað í buxunum. Í þriðja skiptið komst ég alla leið á stigapallinn, en sneri strax við og hljóp niður. Hitti þá á Þuríði Aradóttur vinkonu mína sem var líka á leiðinni upp. „Ég get þetta ekki,“ stundi ég. „Ekkert kjaftæði,“ sagði hún. „Þú getur þetta víst, komdu með mér.“ Og svo tók hún í höndina á mér og hreinlega dró mig upp. Ég var mættur á dansnámskeið hjá SÁÁ. Edrú. Það erfiðasta sem ég hafði gert á ævinni. Bara hugsunin um að dansa edrú fékk mig til að rennsvitna. En ég lét vaða, þökk sé Þuríði. Og mætti aftur. Eftir þriðja skiptið leið mér allt í einu eins og skipt hafi verið um peru í hausnum á mér. Þetta var semsagt hægt, að vera edrú innan um fólk að dansa og skemmta sér. Kannski eins gott, eftir allar meðferðirnar. Hvert er ég að fara með þessari upprifjun af dansnámskeiðinu örlagaríka árið 1985? Jú, að minna á hvað edrú félagslíf getur skipt miklu máli í batanum. Ef fólk sem fer í meðferð við fíknsjúkdómnum ætlar að ná árangri, þá segir það skilið við vímugjafatengdar skemmtanir og félagsstarf. En hvað kemur þá í staðinn? Þörfin fyrir félagsskap fer ekkert Maður er nefnilega manns gaman, ölvaður sem edrú. Frumherjarnir í SÁÁ áttuðu sig á þörfinni fyrir alkóhólista í bata að hittast og eiga góðar stundir saman við vímugjafalausar kringumstæður. Dansnámskeiðin urðu til, útihátíðirnar, skemmtikvöldin, árshátíðirnar, leiklistarnámskeið, fluguhnýtingarnámskeið, þorrablót, kvennakvöld, bingó, félagsvist, kótilettukvöld... Þannig hefur þetta verið alla tíð. SÁÁ hefur haldið úti félagsstarfi sem hluta af bataferlinu. Í raun má segja að félagsstarfið geri SÁÁ að því sem samtökin eru. Þetta félagsstarf hefur skiljanlega þróast í samræmi við tíðarandann og almennan áhuga. Í þessum efnum skiptir fjáröflun samtakanna gríðarmiklu máli og að margra mati eru fjáraflanir á borð við Álfasöluna hápunktur félagsstarfsins með mörg hundruð þátttakendur. Á fulla ferð eftir heimsfaraldur Heimsfaraldurinn hafði mikil áhrif á félagsstarfið innan SÁÁ, líkt og annars staðar. En um leið og fór að slakna á sóttvarnaklónni, þá spýttum við í lófana. Óhætt er að segja að félagsstarfið blómstri sem aldrei fyrr og þörfin fyrir það er sú sama og alltaf áður. Fólk á öllum aldri tekur þátt í félagsstarfinu og það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað unga fólkið í SÁÁ er hugmyndaríkt og hvetjandi í þeim efnum. Nokkur úr þeim hópi eru byrjuð með metnaðarfullt hlaðvarp undir heitinu „Taka tvö“ þar sem þau láta gamminn geisa um edrúlífið. Þetta er stórskemmtilegt og fræðilegt hlaðvarp sem er að finna á öllum efnisveitum. Danskennslan er á sínum stað, skákin, félagsvistin, fluguhnýtingarnar, briddsið og tónleikarnir. Það verða tónleikar með Bubba 20. maí, vorfagnaður28. maí, barnaskemmtun í Fjölskyldugarðinum, útihátíð á Skógum um verslunarmannahelgina og golfmót síðsumars. Svo má nefna að bakhjarlar SÁÁ hittast á tveggja vikna fresti. Með haustinu verður svo gefið enn betur í, enda vantar ekki hugmyndirnar. Starfsemi SÁÁ er jafn mikilvæg og nauðsynleg og við stofnun fyrir 45 árum. Félagsstarfið er órjúfanlegur þáttur í því sem tekur við að lokinni meðferð.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun