Bjórinn kláraðist á Hlíðarenda: „Langstærsti dagur í sögu Fjóssins“ Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2022 10:31 Það var létt yfir mönnum í Fjósinu bæði fyrir og eftir oddaleikinn á miðvikudag þar sem Valur tryggði sér langþráðan Íslandsmeistaratitil í körfubolta. vísir/Hulda Margrét „Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt,“ segir Gunnar Kristjánsson, vertinn í Fjósinu á Hlíðarenda, sem aldrei hefur verið nálægt því að selja eins mikið af bjór eins og á miðvikudagskvöld. Valur og Tindastóll mættust í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta þar sem Valsmenn tryggðu sér titilinn í fyrsta sinn í 39 ár. Uppselt var á leikinn og gestir sögulega duglegir að svala þorstanum þetta eftirminnilega kvöld. „Þessi fjögur ár sem við höfum verið með Fjósið hef ég ekki upplifað annað eins. Þetta er lang-, lang-, langstærsti dagur í sögu Fjóssins enda 2.200 manns á svæðinu. Það kláraðist allt,“ segir Gunnar en hann ræddi við Andra Má Eggertsson í gærkvöld eftir að hafa undirbúið næstu törn, vegna úrslitaeinvíganna í handboltanum. Gleðin var við völd í Fjósinu og aldrei hefur selst þar eins mikið magn af öli á einum degi.vísir/Hulda Margrét „Það fóru hérna á þriðja tug kúta, og þúsund dósir, og það var eiginlega ekki til dropi á Hlíðarenda þegar ég fór heim um nóttina. Það var bara allt búið,“ segir Gunnar um miðvikudagskvöldið á meðan að stjórnmálamaðurinn Brynjar Níelsson krækti sér í einn kaldan. Klippa: Vertinn í Fjósinu aldrei selt eins mikinn bjór „Tindastólsmenn eiga þvílíkt hrós skilið“ Gleðin var við völd fram á nótt í Fjósinu þar sem bæði Valsarar og Skagfirðingar nutu lífsins. „Þegar leikmennirnir komu hérna inn að fagna þá var þvílíkt hoppað og dansað hérna, og svo mikil gleði. Snobbið var að vera inni í eldhúsi að tala. Það var snobbsvæðið. Finnur og Jón Arnór og þeir voru þar að kjafta. Tindastólsmenn eiga þvílíkt hrós skilið. Þeir voru svo flottir. Fögnuðu okkar Íslandsmeistaratitli, klöppuðu fyrir okkur, tóku til eftir sig, komu inn í Fjós eftir leik og fögnuðu og óskuðu okkur til hamingju,“ segir Gunnar sem mun eflaust einnig hafa í nægu að snúast í kringum úrslitaeinvígin í handboltanum. Þar léku Valsmenn gegn ÍBV í gærkvöld og Valskonur hefja einvígi sitt við Fram í Safamýri í kvöld en eiga svo heimaleik á mánudagskvöld. Valur Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stuð og stemmning hjá stuðningsmönnum Vals og Tindastóls Það styttist óðum í oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Uppselt er á leikinn stuðningsmenn liðanna gerðu sér glaðan dag fyrir hann. 18. maí 2022 19:23 Myndaveisla frá oddaleiknum ótrúlega Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn síðan 1983 eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik á Hlíðarenda. 19. maí 2022 13:28 Umfjöllun: Valur - Tindastóll 73-60 | Valsmenn Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 39 ár Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta karla í þriðja sinn og í fyrsta sinn í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í troðfullri Origo-höll. 18. maí 2022 22:10 Finnur: Mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en Pavel er sá besti Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson lýsti Pavel Ermolinski sem besta leikmanni sögunnar í íslensku deildakeppninni í körfubolta, eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar með Val í gær. 19. maí 2022 12:00 „Er harðasti Valsarinn í heiminum“ Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni. 19. maí 2022 11:31 Finnur Freyr tók fram úr Sigga Ingimundar í gærkvöldi Finnur Freyr Stefánsson varð í gærkvöldi fyrsti þjálfarinn í sögunni sem nær að vinna sex Íslandsmeistaratitla í úrslitakeppni karlakörfuboltans. 19. maí 2022 13:45 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Valur og Tindastóll mættust í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta þar sem Valsmenn tryggðu sér titilinn í fyrsta sinn í 39 ár. Uppselt var á leikinn og gestir sögulega duglegir að svala þorstanum þetta eftirminnilega kvöld. „Þessi fjögur ár sem við höfum verið með Fjósið hef ég ekki upplifað annað eins. Þetta er lang-, lang-, langstærsti dagur í sögu Fjóssins enda 2.200 manns á svæðinu. Það kláraðist allt,“ segir Gunnar en hann ræddi við Andra Má Eggertsson í gærkvöld eftir að hafa undirbúið næstu törn, vegna úrslitaeinvíganna í handboltanum. Gleðin var við völd í Fjósinu og aldrei hefur selst þar eins mikið magn af öli á einum degi.vísir/Hulda Margrét „Það fóru hérna á þriðja tug kúta, og þúsund dósir, og það var eiginlega ekki til dropi á Hlíðarenda þegar ég fór heim um nóttina. Það var bara allt búið,“ segir Gunnar um miðvikudagskvöldið á meðan að stjórnmálamaðurinn Brynjar Níelsson krækti sér í einn kaldan. Klippa: Vertinn í Fjósinu aldrei selt eins mikinn bjór „Tindastólsmenn eiga þvílíkt hrós skilið“ Gleðin var við völd fram á nótt í Fjósinu þar sem bæði Valsarar og Skagfirðingar nutu lífsins. „Þegar leikmennirnir komu hérna inn að fagna þá var þvílíkt hoppað og dansað hérna, og svo mikil gleði. Snobbið var að vera inni í eldhúsi að tala. Það var snobbsvæðið. Finnur og Jón Arnór og þeir voru þar að kjafta. Tindastólsmenn eiga þvílíkt hrós skilið. Þeir voru svo flottir. Fögnuðu okkar Íslandsmeistaratitli, klöppuðu fyrir okkur, tóku til eftir sig, komu inn í Fjós eftir leik og fögnuðu og óskuðu okkur til hamingju,“ segir Gunnar sem mun eflaust einnig hafa í nægu að snúast í kringum úrslitaeinvígin í handboltanum. Þar léku Valsmenn gegn ÍBV í gærkvöld og Valskonur hefja einvígi sitt við Fram í Safamýri í kvöld en eiga svo heimaleik á mánudagskvöld.
Valur Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stuð og stemmning hjá stuðningsmönnum Vals og Tindastóls Það styttist óðum í oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Uppselt er á leikinn stuðningsmenn liðanna gerðu sér glaðan dag fyrir hann. 18. maí 2022 19:23 Myndaveisla frá oddaleiknum ótrúlega Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn síðan 1983 eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik á Hlíðarenda. 19. maí 2022 13:28 Umfjöllun: Valur - Tindastóll 73-60 | Valsmenn Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 39 ár Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta karla í þriðja sinn og í fyrsta sinn í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í troðfullri Origo-höll. 18. maí 2022 22:10 Finnur: Mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en Pavel er sá besti Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson lýsti Pavel Ermolinski sem besta leikmanni sögunnar í íslensku deildakeppninni í körfubolta, eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar með Val í gær. 19. maí 2022 12:00 „Er harðasti Valsarinn í heiminum“ Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni. 19. maí 2022 11:31 Finnur Freyr tók fram úr Sigga Ingimundar í gærkvöldi Finnur Freyr Stefánsson varð í gærkvöldi fyrsti þjálfarinn í sögunni sem nær að vinna sex Íslandsmeistaratitla í úrslitakeppni karlakörfuboltans. 19. maí 2022 13:45 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Stuð og stemmning hjá stuðningsmönnum Vals og Tindastóls Það styttist óðum í oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Uppselt er á leikinn stuðningsmenn liðanna gerðu sér glaðan dag fyrir hann. 18. maí 2022 19:23
Myndaveisla frá oddaleiknum ótrúlega Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn síðan 1983 eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik á Hlíðarenda. 19. maí 2022 13:28
Umfjöllun: Valur - Tindastóll 73-60 | Valsmenn Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 39 ár Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta karla í þriðja sinn og í fyrsta sinn í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í troðfullri Origo-höll. 18. maí 2022 22:10
Finnur: Mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en Pavel er sá besti Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson lýsti Pavel Ermolinski sem besta leikmanni sögunnar í íslensku deildakeppninni í körfubolta, eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar með Val í gær. 19. maí 2022 12:00
„Er harðasti Valsarinn í heiminum“ Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni. 19. maí 2022 11:31
Finnur Freyr tók fram úr Sigga Ingimundar í gærkvöldi Finnur Freyr Stefánsson varð í gærkvöldi fyrsti þjálfarinn í sögunni sem nær að vinna sex Íslandsmeistaratitla í úrslitakeppni karlakörfuboltans. 19. maí 2022 13:45
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum