Hefur þú komið til Sómalíu ráðherra? Helen Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2022 14:00 Ég sit hér á skrifstofunni minni í Mogadishu í Sómalíu og er að lesa fréttir frá Íslandi. Það á að vísa 22 ára gamalli sómalískri stúlku úr landi. Það á að senda hana til Grikklands þar sem ljóst er að hún lendir strax á götunni. Dómsmálaráðherra segir eitthvað á þá leið að „þetta fólk“ hafi vitað af þessum brottvísunum svo þetta eigi ekki að koma á óvart. Stúlkan sem um ræðir Asli Jama og er nú þegar komin í sjálfboðastarf hjá Rauða Krossinum og ber því vel þess merki að hún sé að aðlagast lífinu vel á Íslandi. Mig setur hljóðan. Hvernig má það vera að land sem gefur sig út fyrir að vera brautryðjandi í vörslu kvenréttinda snúi baki við ungri konu í þessari stöðu? Útlendingastofa og ráðherra fela sig á bak við Dyflinarregluna en það þarf ekki annað en að vísa í Mannréttindasáttmála SÞ og sáttmála um flóttamenn sem skylda Íslendinga til að vernda flóttamenn, sér í lagi viðkvæmustu hópana. Hluti af minni vinnu hér í Sómalíu snýr að því að skoða sérstaklega áhrif stríðsins á konur og börn og hvernig megi vernda þessa hópa betur. Fyrir þá sem ekki vita að þá býr fjórðungur landsmanna við hungursneyð, stríð geisa á milli ættbálka og hryðjuverkasamtökin Al-Shabab, íslamskir heittrúarmenn, stýra hér stórum landsvæðum. Það líður varla sá dagur í Mogadishu að við heyrum ekki sprengjur þar sem oftar en ekki saklaust fólk deyr vegna árása Al-Shabab og eða annarra. Það gefur augaleið að staða kvenna hér er vægast sagt hörmuleg. Asli Jama getur ekki þvælst um götur Grikklands. Við myndum ekki óska okkar eigin börnum slík örlög. Hún á það á hættu að vera nauðgað, vera hneppt í mannsal eða hennar bíða bara ömurlegar aðstæður í sárri fátækt. Hún getur ekki snúið aftur til Sómalíu. Ég horfi á andlit þessarar stúlku og hún lítur bara út eins og allar stelpurnar hér sem ég get ekki hjálpað. Ráðherra getur gert hið rétta og bjargað þessari ungu konu frá skelfilegum örlögum. Það er hans persónuleg og pólitísk ákvörðun hvort hann veitir henni tækifæri , eða sendir hana á vergang þar sem örlög Asli eru ekki góð. Höfundur er öryggisráðgjafi fyrir SÞ í Sómalíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Helen Ólafsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sit hér á skrifstofunni minni í Mogadishu í Sómalíu og er að lesa fréttir frá Íslandi. Það á að vísa 22 ára gamalli sómalískri stúlku úr landi. Það á að senda hana til Grikklands þar sem ljóst er að hún lendir strax á götunni. Dómsmálaráðherra segir eitthvað á þá leið að „þetta fólk“ hafi vitað af þessum brottvísunum svo þetta eigi ekki að koma á óvart. Stúlkan sem um ræðir Asli Jama og er nú þegar komin í sjálfboðastarf hjá Rauða Krossinum og ber því vel þess merki að hún sé að aðlagast lífinu vel á Íslandi. Mig setur hljóðan. Hvernig má það vera að land sem gefur sig út fyrir að vera brautryðjandi í vörslu kvenréttinda snúi baki við ungri konu í þessari stöðu? Útlendingastofa og ráðherra fela sig á bak við Dyflinarregluna en það þarf ekki annað en að vísa í Mannréttindasáttmála SÞ og sáttmála um flóttamenn sem skylda Íslendinga til að vernda flóttamenn, sér í lagi viðkvæmustu hópana. Hluti af minni vinnu hér í Sómalíu snýr að því að skoða sérstaklega áhrif stríðsins á konur og börn og hvernig megi vernda þessa hópa betur. Fyrir þá sem ekki vita að þá býr fjórðungur landsmanna við hungursneyð, stríð geisa á milli ættbálka og hryðjuverkasamtökin Al-Shabab, íslamskir heittrúarmenn, stýra hér stórum landsvæðum. Það líður varla sá dagur í Mogadishu að við heyrum ekki sprengjur þar sem oftar en ekki saklaust fólk deyr vegna árása Al-Shabab og eða annarra. Það gefur augaleið að staða kvenna hér er vægast sagt hörmuleg. Asli Jama getur ekki þvælst um götur Grikklands. Við myndum ekki óska okkar eigin börnum slík örlög. Hún á það á hættu að vera nauðgað, vera hneppt í mannsal eða hennar bíða bara ömurlegar aðstæður í sárri fátækt. Hún getur ekki snúið aftur til Sómalíu. Ég horfi á andlit þessarar stúlku og hún lítur bara út eins og allar stelpurnar hér sem ég get ekki hjálpað. Ráðherra getur gert hið rétta og bjargað þessari ungu konu frá skelfilegum örlögum. Það er hans persónuleg og pólitísk ákvörðun hvort hann veitir henni tækifæri , eða sendir hana á vergang þar sem örlög Asli eru ekki góð. Höfundur er öryggisráðgjafi fyrir SÞ í Sómalíu.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun