Óttast um öryggi sitt á Skrauthólum og vita aldrei hvað gerist næst Sunna Valgerðardóttir skrifar 23. maí 2022 08:00 Vísir/Adelina Hjónin á Skrauthólum eru komin með nóg af nöktum nágrönnum, níðstöngum og fólki á ofskynjunarlyfjum í bakgarðinum hjá sér. Þau búa nokkrum metrum frá Sólsetrinu, andlegu setri á landi Skrauthóla, og segjast hafa reynt allt til að ná eyrum forstöðukonunnar þar, sveitarstjórnarfólks og yfirvalda, án árangurs. Þau óttast um öryggi sitt, barna sinna og dýra. Í Kompás vörpuðum við ljósi á ofbeldi, markaleysi og vanhæfni sem getur þrifist á Íslandi í skjóli alls kyns andlegrar vinnu. Meðal annars var fjallað um óvenjulega, vafasama og jafnvel ólöglega viðburði á vegum Sólsetursins sem er heitið á eins konar andlegu setri á Skrauthólum hér við Esjurætur. En Sólsetrið stendur ekki eitt og sér á landi Skrauthóla. Er með læst heima hjá sér á daginn Kristjana Þórarinsdóttir og Guðni Halldórsson hafa búið í íbúðarhúsinu á Skrauthólum síðan 2016, þegar þau fluttu úr hasarnum í 101. Þau þráðu að komast burt úr borginni, njóta frelsisins í náttúrunni og upplifa það sem við flest þráum af og til, að búa í sveit. „Ég flutti í sveit til að vera í sveit. Ég gerði mér grein fyrir því að við mundum eiga tvo nágranna, það býr hérna fólk við hliðina á okkur og svo fólkið sem bjó í fjósinu fyrir aftan, sem ég vissi þá að væru ekki íbúðarhúsnæði, en hafði ekkert út á það að setja þá, mér var alveg sama. En síðan þá er þetta búið að þróast út í eitthvað svona mjög súrt ástand þar sem ég kem heim úr vinnunni og ef ég er ein heima þá læsi ég hurðinni. Ég er með læst á daginn, heima hjá mér,“ segir Kristjana. Búin að reyna allt til að fá áheyrn Húsin standa hlið við hlið. Hjónin búa á hinum eiginlegu Skrauthólum, í íbúðarhúsinu, en Sólsetrið er rekið í gömlu útihúsunum, hlöðunni og fjósinu, sem eru nánast bara í bakgarðinum. Hvernig er tilfinningin að búa hérna, fjarri ys og þys borgarinnar, en þurfa að hafa á tilfinningunni að þið þurfið að læsa að ykkur alltaf þegar þið eruð heima hjá ykkur? „Það er bara ömurleg tilfinning. Það er ekki hægt að lýsa því neitt öðruvísi. Þetta er bara alveg ömurlegt. Og ég er svo sorgmædd yfir þessu öllu saman, mér finnst þetta hræðilegt,“ segir Kristjana. „Við erum búin að reyna að gera allt í rauninni og hafa svo mikið fyrir því að reyna einhvern veginn að leita eftir aðstoð, tilkynna allt, reynum allt sem við getum. Og við fáum ekki áheyrn. Sem er glatað.“ Vísir/Adelina Mikil umferð á öllum tímum sólarhrings Kristjana hefur orðið vör við nakið fólk á vappi um landareignina, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. „Það er mikil umferð á öllum tímum, stundum kemur fólk labbandi og sumt er maður bara hálf hræddur við í rauninni. Ég veit að það hljómar pínulítið kjánalega, en fyrir nokkru vorum við mæðgurnar hérna heima tvær, það var snjór úti, og hún vildi fara út að leika. Þá var mér litið niður á afleggjara og sé þar hóp af fólki sem var að dansa, kyssast og vera með læti eins og þau væru í annarlegu ástandi. Og þetta var bara klukkan fimm.“ Guðni tekur undir þetta. „Það er afskaplega óþægileg tilfinning að það búi þarna einhverjir 15 manns í samfélagi sem kallar sig fjölskyldu og maður veit aldrei hver þetta er, en við vitum að þarna eru afplánunarfangar inn á milli og útlendingar. Ég er ekki að lýsa yfir neinum fordómum með það, en ég held að flestum þætti þetta óþægilegt að hafa hóp fólks sem hefst við í útihúsum og ónýtum ökutækjum og þú veist aldrei hver er að koma eða fara á öllum tímum sólarhrings. Og fyrir okkur, með börn og dýr og nágrannar okkar að koma með ennþá yngri börn. Þetta er auðvitað mjög óþægilegt,“ segir Guðni. „Kynlíf, nekt og ofskynjunarefni eru oft notuð. Og maður hefur aldrei sett sig mikið inn í að vita hvað fer þarna fram, en eftir því sem maður veit meira þá lýst manni verr á það og bregður við.“ Kristjana segist hafa vitað lengi að það væri alls konar í gangi á Sólsetrinu sem þeim fannst óþægilegt. „Óhefðbundinn lífsstíll er allt í þessu fína. En ef þú vilt lifa svona þá geturðu ekki gert það þar sem þú ert með nágranna tíu metra frá þér. Það gengur bara ekki upp.“ „En þá hafði ég heldur ekki hugmynd um hversu alvarlegt þetta væri. Það er ekkert í lagi að það sé verið að fremja blygðunarsemisbrot eða að það sé verið að fara með börn í einhverjar þannig aðstæður, það er langt frá því að vera það. Og það er alveg ný vitneskja, allavega fyrir okkur, að það sé þannig.“ Þarna er Kristjana að vísa til þess er kom fram í Kompás en Tanya Lind, völva og heilari, sagði frá því að hún væri að fá fólk til sín sem hafði lent í að farið væri yfir mörk þeirra á Skrauthólum. Einnig benti hún á viðburð á vegum Skrauthóla þar sem átti að kanna erótík og annað í þeim dúr ásamt því að taka inn ofskynjunarefni og drekka kakó. Og börnum var velkomið að taka þátt. Hefur vakið athygli á brunavörnum Guðni, sem er lögfræðingur, bendir á að ef sambærileg starfsemi Sólsetursins væri rekin í Reykjavík eða öðrum þéttbýliskjarna, þyrftu tilskilin leyfi að vera til staðar og eftirlit væri haft með starfseminni. Vísir/Arnar „En hérna er þetta úr augsýn og menn sjá þetta ekki, þá er bara lokað blinda auganu og okkur finnst yfirvöld hafa brugðist mjög í þessu máli. Hvernig brunavörnum er háttað, 15 manns sem hafast við í hlöðu. Ég veit það ekki. Það kviknaði einu sinni í og þá hlupu 12 eða 15 manns úr húsinu út úr öllum götum og þrátt fyrir það hefur slökkviliðið, sem ég hef marg-ítrekað sent pósta, ekki séð ástæðu til að bregðast við,“ segir Guðni. Af hverju haldiði að það sé? „Mín tilfinning er sú að ef eitthvað er svona aðeins út fyrir rammann, aðeins flókið, þá er einfalt fyrir fólk sem vinnur hjá hinu opinbera að annað hvort bíða málið af sér eða koma því eitthvað annað. Það er alveg snúið. Að halda úti hótelgistingum í strætisvögnum er svo langt frá öllum reglugerðum að það er hvergi minnst á hótelgistingu í strætisvögnum. Og þá segir sýslumaður bara: Við höfum ekki eftirlit með hótelgistingum í strætisvögnum. Nei, það hefur engum dottið í hug að vera með gistingu í strætisvögnum áður. Þannig að það er ekki í reglum og þá er það bara vísað til borgarinnar því þetta heyrir ekki undir nein lög.“ Skjáskot/RÚV (birt með leyfi RÚV) „Einfaldlega ekki hægt“ að ræða við Lindu Þau segjast hafa fundað margoft með Lindu Mjöll Stefánsdóttur, forstöðukonu Sólsetursins á Skrauthólum, og reynt að ræða við hana en segja að það sé einfaldlega ekki hægt. „Við byrjuðum árið 2020 að senda fyrirspurnir um hvaða leyfi séu til staðar, hvað við eigum að gera, hvert eigum við að tilkynna og svo framvegis. Því við vorum margoft búin að reyna að tala við hana, en það gekk bara ekki neitt,“ segir Kristjana. Hætti við að koma í viðtal Kompás ræddi við Lindu í síma eftir að þátturinn fór í loftið og hún ætlaði að veita okkur viðtal og ræða það sem fram kom í þættinum. Skömmu síðar hafði hún aftur samband og hafði þá snúist hugur. Hún sagðist ætla að nota sínar eigin leiðir til að koma skilaboðum á framfæri til þeirra sem máli skipta að hennar mati. „Þetta er auðvitað bara atvinnustarfsemi og Linda lifir á þessu,“ segir Guðni. „Að vera með þessa viðburði sem hefur verið fjallað um og þarna flytur fólk sem er á vondum stað í lífinu oft og er að leita að sjálfu sér og svo framvegis og lendir í misjöfnum aðstæðum. Og það höfum við út á að setja.“ „Andri minn, hefurðu eitthvað á móti nöktu fólki?“ Þau hafa lent í því undanfarin ár að fólk komi til þeirra og banki upp á á öllum tímum sólarhringsins í leit að Sólsetrinu. Og svo hafa börnin þeirra sömuleiðis lent í óskemmtilegum aðstæðum í samskiptum við nágrannanna. Í fyrrasumar fór eitt af heimilisdýrunum á vapp og unglingssonur Kristjönu fór til nágrannanna að svipast um eftir því. Þá kemur nakinn maður labbandi í áttina að honum og segir við son minn: „What? I was born this way!“ Og Linda snýr sér að honum og segir: „Andri minn. Hefurðu eitthvað á móti nöktu fólki?““ útskýrir Kristjana. „Hvað ef Ylja hefði verið með honum? Systir hans. Hvað ef hún hefði verið ein á vappinu þarna? Þetta er bara blygðunarsemisbrot. Ég sé svo eftir því að hafa ekki tilkynnt þetta til lögreglu. En ég talaði við Lindu um þetta og sagði henni að þetta væri ofbeldi. Og það kom henni mjög á óvart. Sagði að það hafði ekki verið ætlunin og að þetta hafi gerst á hennar landareign. Það er alveg rétt hjá henni, en þetta er brot samt sem áður. Einhvern tímann var ég svo í göngutúr með eldri dóttur minni uppi í fjalli. Og þá kom hópur af nöktum konum labbandi út úr húsi. Þetta er bara óþægilegt.“ Afskorinn hestshaus á níðstöng Nú í vor varð svo atburður við Skrauthóla sem náði loks eyrum og augum almennings, og fjölmiðla. Guðni var erlendis og upp á bankar maður, eldsnemma um morguninn. Kristjana rýkur til dyra, handviss um að þarna væri einhver á leið á Sólsetrið. En það var ekki svo gott. Fyrir utan stendur maður sem spyr hvort þau séu í einhvers konar stríði við nágrannana. „Hann er eitthvað vandræðalegur og segir: Það er búið að setja haus af hesti á staur hérna fyrir neðan. Mér brá svo svakalega. Ég fór náttúrulega bara í algjört sjokk í mómentinu. Hann bauð mér að sjá mynd af þessu og sagði að þetta liti út eins og þetta gæti verið frá þeim. Og hann er eitthvað svona, að reyna að hlífa mér, viltu sjá mynd? Viltu ekki sjá mynd? Ég kíki niður á tún til að tékka hvort hestarnir okkar standi í lappirnar. Ég var svo ógeðslega ringluð. Hvað var að eiga sér stað. Og allt í kring um þetta. Hestur, ég vorkenndi svo dýrinu. Þetta var svo hræðilegt. Ég er sálfræðingur og sérhæfi mig í að vinna með áföll, það er það sem ég geri allan daginn í vinnunni. En þetta er eitt það ógeðslegasta sem ég hef séð,“ segir Kristjana. Aðsend mynd Leið eins og hún væri í Guðföðurnum Hún hringdi í lögregluna, pakkaði niður í flýti og fann að hún var í fullkomnu áfalli. Enda hélt hún að gjörningnum væri beint að sér og fjölskyldunni hennar. „Ég gat ekki hugsað mér annað en að fara. Mér leið eins og líf okkar væri í hættu. Eða eins og við værum í Guðföðurnum. Sem er eitt ógeðslegasta bíómyndaatriði sem ég hef séð.“ Hún fór með börnin og hundana í hesthúsin á bænum, var þar fram á kvöld og fékk svo lánaða íbúð í Reykjavík til að ná áttum. „Og ég get ekki lýst tilfinningunni þegar ég labbaði inn í íbúðina og fattaði að enginn gæti fundið mig þar. Það veit enginn hvar ég er. Þá slokknaði á kerfinu og ég gat borðað. Ég skalf bara, titraði, leið eins og það væru tíu mínútur liðnar, það voru fjórir tímar liðnir. Þetta var bara rugl. Þetta var svo ógeðslegt.“ Rædduð þið við nágranna ykkar? Hafiði eitthvað talað við þau eftir þetta? „Ekkert,“ svarar Kristjana. „Það er ekkert hægt að skilja níðstöng öðruvísi en hótun. Þetta var hestshaus. Það vita allir af okkar tengingu við hesta, ég er formaður landssambands hestamannafélaga. Þannig að við tókum þessu sem beina hótun í okkar garð,“ segir Guðni. Níðstangir hefð frá landnámsöld Að reisa fólki níðstöng til bölvunar er heiðin hefð frá landnámsöld. Eins og dæmin sanna eru þær enn reistar stöku sinnum. Níðstöng samanstendur af tréstöng með afskornum hrosshaus á toppnum sem á að snúa að þeim sem bölvunin beinist gegn, en hana á að rita í rúnaletri á stöngina sjálfa. RÚV tók viðtal við Lindu Mjöll síðdegis sama dag og níðstöngin fannst á Skrauthólum. Hún virtist vera í töluverðu ójafnvægi vegna níðstangarinnar. „Hver tekur höfuð af hesti? Ég hef ekki tilfinningu fyrir hvaðan svona kemur. Þetta getur ekki verið út af nágrannaerju þar sem samtalið getur hafa gerst yfir kakóbolla,“ sagði Linda við RÚV. Aðsend mynd Nafnlaus afsökunarbeiðni frá níðstangarreisaranum „Síðan bárust okkur nafnlaus skilaboð frá aðilum sem reistu þessa níðstöng. Þar sem viðkomandi harmaði það mjög að þetta hefði gerst með þessum hætti, þessu hafi verið beint gegn Sólsetrinu og gert í þeim tilgangi að vekja athygli á þeirri starfsemi sem færi þar fram. Og því ofbeldi sem færi þar fram. Og þau áttuðu sig ekki á að við byggjum þarna líka. Og það má svo sem segja að þeim tilgangi hafi verið náð, að vekja athygli á því. Og ég held að það hafi ekki verið vanþörf á því.“ „Ég var beðin um að koma skilaboðum til þín frá ónafngreindum aðila sem vildi fullvissa ykkur fjölskylduna um að níðstöngin beinist ekki að ykkur heldur þeim sem eru á Sólsetrinu og eru að brjóta á ykkur ásamt fullt af öðru fólki að ástæðulausu. Skilaboðin eru líka sú að þeim þykir ótrúlega leiðinlegt, og biðjast afsökunar á, að þið hafið orðið hrædd og tilgangurinn var aldrei að valda ykkur ótta, heldur var þetta til að styðja við ykkar raddir og orð sem lögreglan hlustar ekki á. Þau sem standa á bak við stöngina vilja líka taka fram að þau fengu hestinn frá traustum og góðum bónda og eru að fylgja heiðnum sið. Þið þurfið ekkert að óttast. Það er fólk sem stendur með ykkur og er líka löngu komið með nóg af Sólsetrinu og því ofbeldi sem fær að þrífast þar og sérsaklega núna þegar það beinist að börnum. Þau tala um að hafa reynt að passa sig svo vel að stöngin mundi hvergi beinast að húsinu ykkar eða sjálst frá því og eru miður sín yfir því að hafa valdið ykkur ótta.“ Ekki örugg heima hjá sér En þó að þau viti nú bæði að níðstöngin var ekki reist þeim, þá líður Kristjönu ekki öruggri heima hjá sér. „Það er kannski mánuður síðan ég kom heim úr vinnu og fór út að gefa hænunum nýtt vatn. Og þá stóð bara einhver kona, dansandi fyrir utan, kannski á einhverju, ég veit það ekki. Það lúkkaði þannig,“ segir Kristjana. „Hún var ekki nakin, en mér er alveg sama. Það er ekki hægt að þröngva óhefðbundnum lífsstíl þínum upp á annað fólk.“ „Við viljum bara vera í friði í okkar sveit og lifa okkar allt of venjulega lífi og vera laus undan hestshausum á stöngum eða köttunum okkar í pottinum eða hvað það verður næst. Við værum voðalega fegin ef þessu mundi bara linna.“ „Fyrir okkur er erfitt að vera í skotlínu einhverra hópa og lenda í þessu,“ segir Guðni. Vísir/Adelina Kompás Trúmál Tengdar fréttir Fengu nafnlausa afsökunarbeiðni og ítarlega skýringu vegna níðstangarinnar Hjónin á Skrauthólum óttast um öryggi fjölskyldu sinnar og dýra eftir ítrekuð alvarleg atvik í tengslum við nágranna þeirra á Sólsetrinu, andlegu setri. Þau hafa óskað eftir aðkomu stjórnvalda í meira en tvö ár, en ekkert gerist. Þeim bárust nafnlaus skilaboð fyrir skömmu þar sem þau voru fullvissuð um að níðstöng sem var reist við bæinn, hafi ekki verið beint að þeim, heldur Sólsetrinu. 22. maí 2022 18:30 „Þetta var ofbeldi, ekki einhver andleg vinna“ Áróra Helgadóttir, heilbrigðisverkfræðingur og jógakennari, sagði í Kompás frá reynslu sinni af eins konar sértrúarsafnaðarsamfélagi utan borgarmarkanna þar sem hún var beitt ítekuðu ofbeldi, gaslýsingu og kærleikskæfingu. Hún komst loks í burtu með klækjum, eftir að hafa misst tengslin við raunveruleikann og hætt að trúa sínu eigin innsæi. 16. maí 2022 07:00 Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í Kompás vörpuðum við ljósi á ofbeldi, markaleysi og vanhæfni sem getur þrifist á Íslandi í skjóli alls kyns andlegrar vinnu. Meðal annars var fjallað um óvenjulega, vafasama og jafnvel ólöglega viðburði á vegum Sólsetursins sem er heitið á eins konar andlegu setri á Skrauthólum hér við Esjurætur. En Sólsetrið stendur ekki eitt og sér á landi Skrauthóla. Er með læst heima hjá sér á daginn Kristjana Þórarinsdóttir og Guðni Halldórsson hafa búið í íbúðarhúsinu á Skrauthólum síðan 2016, þegar þau fluttu úr hasarnum í 101. Þau þráðu að komast burt úr borginni, njóta frelsisins í náttúrunni og upplifa það sem við flest þráum af og til, að búa í sveit. „Ég flutti í sveit til að vera í sveit. Ég gerði mér grein fyrir því að við mundum eiga tvo nágranna, það býr hérna fólk við hliðina á okkur og svo fólkið sem bjó í fjósinu fyrir aftan, sem ég vissi þá að væru ekki íbúðarhúsnæði, en hafði ekkert út á það að setja þá, mér var alveg sama. En síðan þá er þetta búið að þróast út í eitthvað svona mjög súrt ástand þar sem ég kem heim úr vinnunni og ef ég er ein heima þá læsi ég hurðinni. Ég er með læst á daginn, heima hjá mér,“ segir Kristjana. Búin að reyna allt til að fá áheyrn Húsin standa hlið við hlið. Hjónin búa á hinum eiginlegu Skrauthólum, í íbúðarhúsinu, en Sólsetrið er rekið í gömlu útihúsunum, hlöðunni og fjósinu, sem eru nánast bara í bakgarðinum. Hvernig er tilfinningin að búa hérna, fjarri ys og þys borgarinnar, en þurfa að hafa á tilfinningunni að þið þurfið að læsa að ykkur alltaf þegar þið eruð heima hjá ykkur? „Það er bara ömurleg tilfinning. Það er ekki hægt að lýsa því neitt öðruvísi. Þetta er bara alveg ömurlegt. Og ég er svo sorgmædd yfir þessu öllu saman, mér finnst þetta hræðilegt,“ segir Kristjana. „Við erum búin að reyna að gera allt í rauninni og hafa svo mikið fyrir því að reyna einhvern veginn að leita eftir aðstoð, tilkynna allt, reynum allt sem við getum. Og við fáum ekki áheyrn. Sem er glatað.“ Vísir/Adelina Mikil umferð á öllum tímum sólarhrings Kristjana hefur orðið vör við nakið fólk á vappi um landareignina, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. „Það er mikil umferð á öllum tímum, stundum kemur fólk labbandi og sumt er maður bara hálf hræddur við í rauninni. Ég veit að það hljómar pínulítið kjánalega, en fyrir nokkru vorum við mæðgurnar hérna heima tvær, það var snjór úti, og hún vildi fara út að leika. Þá var mér litið niður á afleggjara og sé þar hóp af fólki sem var að dansa, kyssast og vera með læti eins og þau væru í annarlegu ástandi. Og þetta var bara klukkan fimm.“ Guðni tekur undir þetta. „Það er afskaplega óþægileg tilfinning að það búi þarna einhverjir 15 manns í samfélagi sem kallar sig fjölskyldu og maður veit aldrei hver þetta er, en við vitum að þarna eru afplánunarfangar inn á milli og útlendingar. Ég er ekki að lýsa yfir neinum fordómum með það, en ég held að flestum þætti þetta óþægilegt að hafa hóp fólks sem hefst við í útihúsum og ónýtum ökutækjum og þú veist aldrei hver er að koma eða fara á öllum tímum sólarhrings. Og fyrir okkur, með börn og dýr og nágrannar okkar að koma með ennþá yngri börn. Þetta er auðvitað mjög óþægilegt,“ segir Guðni. „Kynlíf, nekt og ofskynjunarefni eru oft notuð. Og maður hefur aldrei sett sig mikið inn í að vita hvað fer þarna fram, en eftir því sem maður veit meira þá lýst manni verr á það og bregður við.“ Kristjana segist hafa vitað lengi að það væri alls konar í gangi á Sólsetrinu sem þeim fannst óþægilegt. „Óhefðbundinn lífsstíll er allt í þessu fína. En ef þú vilt lifa svona þá geturðu ekki gert það þar sem þú ert með nágranna tíu metra frá þér. Það gengur bara ekki upp.“ „En þá hafði ég heldur ekki hugmynd um hversu alvarlegt þetta væri. Það er ekkert í lagi að það sé verið að fremja blygðunarsemisbrot eða að það sé verið að fara með börn í einhverjar þannig aðstæður, það er langt frá því að vera það. Og það er alveg ný vitneskja, allavega fyrir okkur, að það sé þannig.“ Þarna er Kristjana að vísa til þess er kom fram í Kompás en Tanya Lind, völva og heilari, sagði frá því að hún væri að fá fólk til sín sem hafði lent í að farið væri yfir mörk þeirra á Skrauthólum. Einnig benti hún á viðburð á vegum Skrauthóla þar sem átti að kanna erótík og annað í þeim dúr ásamt því að taka inn ofskynjunarefni og drekka kakó. Og börnum var velkomið að taka þátt. Hefur vakið athygli á brunavörnum Guðni, sem er lögfræðingur, bendir á að ef sambærileg starfsemi Sólsetursins væri rekin í Reykjavík eða öðrum þéttbýliskjarna, þyrftu tilskilin leyfi að vera til staðar og eftirlit væri haft með starfseminni. Vísir/Arnar „En hérna er þetta úr augsýn og menn sjá þetta ekki, þá er bara lokað blinda auganu og okkur finnst yfirvöld hafa brugðist mjög í þessu máli. Hvernig brunavörnum er háttað, 15 manns sem hafast við í hlöðu. Ég veit það ekki. Það kviknaði einu sinni í og þá hlupu 12 eða 15 manns úr húsinu út úr öllum götum og þrátt fyrir það hefur slökkviliðið, sem ég hef marg-ítrekað sent pósta, ekki séð ástæðu til að bregðast við,“ segir Guðni. Af hverju haldiði að það sé? „Mín tilfinning er sú að ef eitthvað er svona aðeins út fyrir rammann, aðeins flókið, þá er einfalt fyrir fólk sem vinnur hjá hinu opinbera að annað hvort bíða málið af sér eða koma því eitthvað annað. Það er alveg snúið. Að halda úti hótelgistingum í strætisvögnum er svo langt frá öllum reglugerðum að það er hvergi minnst á hótelgistingu í strætisvögnum. Og þá segir sýslumaður bara: Við höfum ekki eftirlit með hótelgistingum í strætisvögnum. Nei, það hefur engum dottið í hug að vera með gistingu í strætisvögnum áður. Þannig að það er ekki í reglum og þá er það bara vísað til borgarinnar því þetta heyrir ekki undir nein lög.“ Skjáskot/RÚV (birt með leyfi RÚV) „Einfaldlega ekki hægt“ að ræða við Lindu Þau segjast hafa fundað margoft með Lindu Mjöll Stefánsdóttur, forstöðukonu Sólsetursins á Skrauthólum, og reynt að ræða við hana en segja að það sé einfaldlega ekki hægt. „Við byrjuðum árið 2020 að senda fyrirspurnir um hvaða leyfi séu til staðar, hvað við eigum að gera, hvert eigum við að tilkynna og svo framvegis. Því við vorum margoft búin að reyna að tala við hana, en það gekk bara ekki neitt,“ segir Kristjana. Hætti við að koma í viðtal Kompás ræddi við Lindu í síma eftir að þátturinn fór í loftið og hún ætlaði að veita okkur viðtal og ræða það sem fram kom í þættinum. Skömmu síðar hafði hún aftur samband og hafði þá snúist hugur. Hún sagðist ætla að nota sínar eigin leiðir til að koma skilaboðum á framfæri til þeirra sem máli skipta að hennar mati. „Þetta er auðvitað bara atvinnustarfsemi og Linda lifir á þessu,“ segir Guðni. „Að vera með þessa viðburði sem hefur verið fjallað um og þarna flytur fólk sem er á vondum stað í lífinu oft og er að leita að sjálfu sér og svo framvegis og lendir í misjöfnum aðstæðum. Og það höfum við út á að setja.“ „Andri minn, hefurðu eitthvað á móti nöktu fólki?“ Þau hafa lent í því undanfarin ár að fólk komi til þeirra og banki upp á á öllum tímum sólarhringsins í leit að Sólsetrinu. Og svo hafa börnin þeirra sömuleiðis lent í óskemmtilegum aðstæðum í samskiptum við nágrannanna. Í fyrrasumar fór eitt af heimilisdýrunum á vapp og unglingssonur Kristjönu fór til nágrannanna að svipast um eftir því. Þá kemur nakinn maður labbandi í áttina að honum og segir við son minn: „What? I was born this way!“ Og Linda snýr sér að honum og segir: „Andri minn. Hefurðu eitthvað á móti nöktu fólki?““ útskýrir Kristjana. „Hvað ef Ylja hefði verið með honum? Systir hans. Hvað ef hún hefði verið ein á vappinu þarna? Þetta er bara blygðunarsemisbrot. Ég sé svo eftir því að hafa ekki tilkynnt þetta til lögreglu. En ég talaði við Lindu um þetta og sagði henni að þetta væri ofbeldi. Og það kom henni mjög á óvart. Sagði að það hafði ekki verið ætlunin og að þetta hafi gerst á hennar landareign. Það er alveg rétt hjá henni, en þetta er brot samt sem áður. Einhvern tímann var ég svo í göngutúr með eldri dóttur minni uppi í fjalli. Og þá kom hópur af nöktum konum labbandi út úr húsi. Þetta er bara óþægilegt.“ Afskorinn hestshaus á níðstöng Nú í vor varð svo atburður við Skrauthóla sem náði loks eyrum og augum almennings, og fjölmiðla. Guðni var erlendis og upp á bankar maður, eldsnemma um morguninn. Kristjana rýkur til dyra, handviss um að þarna væri einhver á leið á Sólsetrið. En það var ekki svo gott. Fyrir utan stendur maður sem spyr hvort þau séu í einhvers konar stríði við nágrannana. „Hann er eitthvað vandræðalegur og segir: Það er búið að setja haus af hesti á staur hérna fyrir neðan. Mér brá svo svakalega. Ég fór náttúrulega bara í algjört sjokk í mómentinu. Hann bauð mér að sjá mynd af þessu og sagði að þetta liti út eins og þetta gæti verið frá þeim. Og hann er eitthvað svona, að reyna að hlífa mér, viltu sjá mynd? Viltu ekki sjá mynd? Ég kíki niður á tún til að tékka hvort hestarnir okkar standi í lappirnar. Ég var svo ógeðslega ringluð. Hvað var að eiga sér stað. Og allt í kring um þetta. Hestur, ég vorkenndi svo dýrinu. Þetta var svo hræðilegt. Ég er sálfræðingur og sérhæfi mig í að vinna með áföll, það er það sem ég geri allan daginn í vinnunni. En þetta er eitt það ógeðslegasta sem ég hef séð,“ segir Kristjana. Aðsend mynd Leið eins og hún væri í Guðföðurnum Hún hringdi í lögregluna, pakkaði niður í flýti og fann að hún var í fullkomnu áfalli. Enda hélt hún að gjörningnum væri beint að sér og fjölskyldunni hennar. „Ég gat ekki hugsað mér annað en að fara. Mér leið eins og líf okkar væri í hættu. Eða eins og við værum í Guðföðurnum. Sem er eitt ógeðslegasta bíómyndaatriði sem ég hef séð.“ Hún fór með börnin og hundana í hesthúsin á bænum, var þar fram á kvöld og fékk svo lánaða íbúð í Reykjavík til að ná áttum. „Og ég get ekki lýst tilfinningunni þegar ég labbaði inn í íbúðina og fattaði að enginn gæti fundið mig þar. Það veit enginn hvar ég er. Þá slokknaði á kerfinu og ég gat borðað. Ég skalf bara, titraði, leið eins og það væru tíu mínútur liðnar, það voru fjórir tímar liðnir. Þetta var bara rugl. Þetta var svo ógeðslegt.“ Rædduð þið við nágranna ykkar? Hafiði eitthvað talað við þau eftir þetta? „Ekkert,“ svarar Kristjana. „Það er ekkert hægt að skilja níðstöng öðruvísi en hótun. Þetta var hestshaus. Það vita allir af okkar tengingu við hesta, ég er formaður landssambands hestamannafélaga. Þannig að við tókum þessu sem beina hótun í okkar garð,“ segir Guðni. Níðstangir hefð frá landnámsöld Að reisa fólki níðstöng til bölvunar er heiðin hefð frá landnámsöld. Eins og dæmin sanna eru þær enn reistar stöku sinnum. Níðstöng samanstendur af tréstöng með afskornum hrosshaus á toppnum sem á að snúa að þeim sem bölvunin beinist gegn, en hana á að rita í rúnaletri á stöngina sjálfa. RÚV tók viðtal við Lindu Mjöll síðdegis sama dag og níðstöngin fannst á Skrauthólum. Hún virtist vera í töluverðu ójafnvægi vegna níðstangarinnar. „Hver tekur höfuð af hesti? Ég hef ekki tilfinningu fyrir hvaðan svona kemur. Þetta getur ekki verið út af nágrannaerju þar sem samtalið getur hafa gerst yfir kakóbolla,“ sagði Linda við RÚV. Aðsend mynd Nafnlaus afsökunarbeiðni frá níðstangarreisaranum „Síðan bárust okkur nafnlaus skilaboð frá aðilum sem reistu þessa níðstöng. Þar sem viðkomandi harmaði það mjög að þetta hefði gerst með þessum hætti, þessu hafi verið beint gegn Sólsetrinu og gert í þeim tilgangi að vekja athygli á þeirri starfsemi sem færi þar fram. Og því ofbeldi sem færi þar fram. Og þau áttuðu sig ekki á að við byggjum þarna líka. Og það má svo sem segja að þeim tilgangi hafi verið náð, að vekja athygli á því. Og ég held að það hafi ekki verið vanþörf á því.“ „Ég var beðin um að koma skilaboðum til þín frá ónafngreindum aðila sem vildi fullvissa ykkur fjölskylduna um að níðstöngin beinist ekki að ykkur heldur þeim sem eru á Sólsetrinu og eru að brjóta á ykkur ásamt fullt af öðru fólki að ástæðulausu. Skilaboðin eru líka sú að þeim þykir ótrúlega leiðinlegt, og biðjast afsökunar á, að þið hafið orðið hrædd og tilgangurinn var aldrei að valda ykkur ótta, heldur var þetta til að styðja við ykkar raddir og orð sem lögreglan hlustar ekki á. Þau sem standa á bak við stöngina vilja líka taka fram að þau fengu hestinn frá traustum og góðum bónda og eru að fylgja heiðnum sið. Þið þurfið ekkert að óttast. Það er fólk sem stendur með ykkur og er líka löngu komið með nóg af Sólsetrinu og því ofbeldi sem fær að þrífast þar og sérsaklega núna þegar það beinist að börnum. Þau tala um að hafa reynt að passa sig svo vel að stöngin mundi hvergi beinast að húsinu ykkar eða sjálst frá því og eru miður sín yfir því að hafa valdið ykkur ótta.“ Ekki örugg heima hjá sér En þó að þau viti nú bæði að níðstöngin var ekki reist þeim, þá líður Kristjönu ekki öruggri heima hjá sér. „Það er kannski mánuður síðan ég kom heim úr vinnu og fór út að gefa hænunum nýtt vatn. Og þá stóð bara einhver kona, dansandi fyrir utan, kannski á einhverju, ég veit það ekki. Það lúkkaði þannig,“ segir Kristjana. „Hún var ekki nakin, en mér er alveg sama. Það er ekki hægt að þröngva óhefðbundnum lífsstíl þínum upp á annað fólk.“ „Við viljum bara vera í friði í okkar sveit og lifa okkar allt of venjulega lífi og vera laus undan hestshausum á stöngum eða köttunum okkar í pottinum eða hvað það verður næst. Við værum voðalega fegin ef þessu mundi bara linna.“ „Fyrir okkur er erfitt að vera í skotlínu einhverra hópa og lenda í þessu,“ segir Guðni. Vísir/Adelina
Kompás Trúmál Tengdar fréttir Fengu nafnlausa afsökunarbeiðni og ítarlega skýringu vegna níðstangarinnar Hjónin á Skrauthólum óttast um öryggi fjölskyldu sinnar og dýra eftir ítrekuð alvarleg atvik í tengslum við nágranna þeirra á Sólsetrinu, andlegu setri. Þau hafa óskað eftir aðkomu stjórnvalda í meira en tvö ár, en ekkert gerist. Þeim bárust nafnlaus skilaboð fyrir skömmu þar sem þau voru fullvissuð um að níðstöng sem var reist við bæinn, hafi ekki verið beint að þeim, heldur Sólsetrinu. 22. maí 2022 18:30 „Þetta var ofbeldi, ekki einhver andleg vinna“ Áróra Helgadóttir, heilbrigðisverkfræðingur og jógakennari, sagði í Kompás frá reynslu sinni af eins konar sértrúarsafnaðarsamfélagi utan borgarmarkanna þar sem hún var beitt ítekuðu ofbeldi, gaslýsingu og kærleikskæfingu. Hún komst loks í burtu með klækjum, eftir að hafa misst tengslin við raunveruleikann og hætt að trúa sínu eigin innsæi. 16. maí 2022 07:00 Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fengu nafnlausa afsökunarbeiðni og ítarlega skýringu vegna níðstangarinnar Hjónin á Skrauthólum óttast um öryggi fjölskyldu sinnar og dýra eftir ítrekuð alvarleg atvik í tengslum við nágranna þeirra á Sólsetrinu, andlegu setri. Þau hafa óskað eftir aðkomu stjórnvalda í meira en tvö ár, en ekkert gerist. Þeim bárust nafnlaus skilaboð fyrir skömmu þar sem þau voru fullvissuð um að níðstöng sem var reist við bæinn, hafi ekki verið beint að þeim, heldur Sólsetrinu. 22. maí 2022 18:30
„Þetta var ofbeldi, ekki einhver andleg vinna“ Áróra Helgadóttir, heilbrigðisverkfræðingur og jógakennari, sagði í Kompás frá reynslu sinni af eins konar sértrúarsafnaðarsamfélagi utan borgarmarkanna þar sem hún var beitt ítekuðu ofbeldi, gaslýsingu og kærleikskæfingu. Hún komst loks í burtu með klækjum, eftir að hafa misst tengslin við raunveruleikann og hætt að trúa sínu eigin innsæi. 16. maí 2022 07:00
Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01