Luka Doncic átti aftur frábæran leik fyrir Dallas og skoraði fjörutíu stig og tók ellefu fráköst en það dugði ekki til.
Stephen Curry skoraði 31 stig og gaf ellefu stoðsendingar í liði Golden State. Andrew Wiggins setti persónulegt met í úrslitakeppni með því að skora 27 stig. Hann átti meðal annars svakalega troðslu yfir Doncic sem má sjá hér fyrir neðan.
ANDREW WIGGINS EXPLODES TO THE RIM ON TNT pic.twitter.com/p18kLhcf1p
— NBA (@NBA) May 23, 2022
Highlighted by his massive slam... @22wiggins brought the ENERGY in Game 3!
— NBA (@NBA) May 23, 2022
27 points
11 rebounds
Warriors W pic.twitter.com/25zIrul2mJ
Ef Golden State vinnur fjórða leikinn gegn Dallas aðfaranótt þriðjudags kemst liðið í úrslit NBA í sjötta sinn á síðustu átta árum. Golden State varð meistari 2015, 2017 og 2018 en tapaði í úrslitum 2016 og 2019.
Tölfræðin er allavega með Stríðsmönnunum í liði en ekkert lið hefur komið til baka og farið áfram eftir að hafa lent 3-0 undir í úrslitakeppninni.