Einar boðar flokksmenn til fundar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2022 12:04 Oddvitar níu framboða í Reykjavík mætast í kappræðum á Stöð 2 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn. „Nú hef ég boðað Framsóknarfólk til fundar á Hverfisgötu í kvöld. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar eigi samtal við grasrót flokksins til að ræða þá stöðu sem komin er upp og ég býst við að sá fundur verði líflegur og málefnalegur,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar. Öll á lista flokksins auk stjórna Framsóknarfélaga í Reykjavík eru boðuð til að ræða það að einungis einn kostur er nú á borðinu - ætli Framsókn að taka þátt í meirihlutaviðræðum. „Viðreisn hefur lokað á samstarf með Sjálstæðisflokki, Vinstri Græn ætla ekki að mynda meirihluta með öðrum flokkum og þá er ekki hægt að telja upp í tólf með stjórn til hægri.“ Viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn blasa því við. Einar segir það ekki sjálfsagðan kost fyrir Framsókn og því þurfi að ræða málið. Hann segir málefnalegan samhljóm meðal flokkanna að miklu leyti til staðar en telur þó kjósendur hafa kallað eftir breytingum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingar. Framsóknarfólk hefur áhuga á stóli borgarstjóra.Vísir/Vilhelm „Þetta ákall er líka innan Framsóknarflokksins. Við þurfum bara að meta það hvernig við getum best náð árangri næstu fjögur árin og hvar við getum knúið fram breytingar í borginni,“ segir Einar. Hann telur Framsókn í sterkri stöðu gagnvart hinum flokkunum. „Vegna þessa skýra ákalls sem er um breytingar í borginni. Þá er Framsókn í sterkri samningsstöðu.“ Einar segir oddvita flokkanna í reglulegu sambandi en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um formlegar viðræður og fundur er ekki kominn á dagskrá. Hann segir Framsóknarfólk hafa áhuga á stóli borgarstjóra. „Að sjálfsögðu vill Framsókn komast í þá stöðu þar sem hún getur haft mest áhrif.“ Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Nú hef ég boðað Framsóknarfólk til fundar á Hverfisgötu í kvöld. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar eigi samtal við grasrót flokksins til að ræða þá stöðu sem komin er upp og ég býst við að sá fundur verði líflegur og málefnalegur,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar. Öll á lista flokksins auk stjórna Framsóknarfélaga í Reykjavík eru boðuð til að ræða það að einungis einn kostur er nú á borðinu - ætli Framsókn að taka þátt í meirihlutaviðræðum. „Viðreisn hefur lokað á samstarf með Sjálstæðisflokki, Vinstri Græn ætla ekki að mynda meirihluta með öðrum flokkum og þá er ekki hægt að telja upp í tólf með stjórn til hægri.“ Viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn blasa því við. Einar segir það ekki sjálfsagðan kost fyrir Framsókn og því þurfi að ræða málið. Hann segir málefnalegan samhljóm meðal flokkanna að miklu leyti til staðar en telur þó kjósendur hafa kallað eftir breytingum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingar. Framsóknarfólk hefur áhuga á stóli borgarstjóra.Vísir/Vilhelm „Þetta ákall er líka innan Framsóknarflokksins. Við þurfum bara að meta það hvernig við getum best náð árangri næstu fjögur árin og hvar við getum knúið fram breytingar í borginni,“ segir Einar. Hann telur Framsókn í sterkri stöðu gagnvart hinum flokkunum. „Vegna þessa skýra ákalls sem er um breytingar í borginni. Þá er Framsókn í sterkri samningsstöðu.“ Einar segir oddvita flokkanna í reglulegu sambandi en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um formlegar viðræður og fundur er ekki kominn á dagskrá. Hann segir Framsóknarfólk hafa áhuga á stóli borgarstjóra. „Að sjálfsögðu vill Framsókn komast í þá stöðu þar sem hún getur haft mest áhrif.“
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira