Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2022 10:06 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum til meirihlutaviðræðna í borginni. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum. Flokkurinn boðar sömuleiðis til blaðamannafundar í Grósku klukkan 11:00 þar sem oddvitar flokkanna eru tilbúnir til að svara spurningum fjölmiðla. Þetta eru fyrstu formlegu viðræðurnar sem boðað hefur verið til í borginni eftir að niðurstöður sveitarstjórnarkosninga lágu fyrir fyrir rúmri viku síðan. Framsóknarflokkurinn hefur verið í lykilstöðu og vangaveltur verið uppi um það hvort flokkurinn færi í meirihlutaviðræður við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata sem lýstu því yfir í liðinni viku að ætla að halda saman fyrst um sinn í viðræðum, eða við Sjálfstæðisflokkinn og aðra flokka sem til þyrftu til að mynda meirihluta þar. Framsóknarfólk í borginni ræddi stöðu mála á fundi í gærkvöldi og hefur grasrót flokksins í Reykjavík kallað eftir því að skýlaus krafa verði um borgarstjórastólinn allt næsta kjörtímabil fari flokkurinn í formlegar viðræður við Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata. Einar Þorsteinsson oddviti flokksins í borginni sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að honum þyki ekki skynsamlegt að setja fram afarkosti áður en viðræður hefjast. Hægt er að horfa á upptöku af fundinum í spilaranum hér að neðan.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum. Flokkurinn boðar sömuleiðis til blaðamannafundar í Grósku klukkan 11:00 þar sem oddvitar flokkanna eru tilbúnir til að svara spurningum fjölmiðla. Þetta eru fyrstu formlegu viðræðurnar sem boðað hefur verið til í borginni eftir að niðurstöður sveitarstjórnarkosninga lágu fyrir fyrir rúmri viku síðan. Framsóknarflokkurinn hefur verið í lykilstöðu og vangaveltur verið uppi um það hvort flokkurinn færi í meirihlutaviðræður við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata sem lýstu því yfir í liðinni viku að ætla að halda saman fyrst um sinn í viðræðum, eða við Sjálfstæðisflokkinn og aðra flokka sem til þyrftu til að mynda meirihluta þar. Framsóknarfólk í borginni ræddi stöðu mála á fundi í gærkvöldi og hefur grasrót flokksins í Reykjavík kallað eftir því að skýlaus krafa verði um borgarstjórastólinn allt næsta kjörtímabil fari flokkurinn í formlegar viðræður við Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata. Einar Þorsteinsson oddviti flokksins í borginni sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að honum þyki ekki skynsamlegt að setja fram afarkosti áður en viðræður hefjast. Hægt er að horfa á upptöku af fundinum í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira