Valkvæðir hagsmunir hins opinbera Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 24. maí 2022 19:00 Nú á dögunum virtist vera að birta til heilbrigðiskerfinu þegar fréttir bárust af því að til stæði að bjóða út þá öldrunarþjónustu sem Landspítalinn (LSH) sinnir á Vífilsstöðum. Þjónustan félli ekki, að sögn forstjóra LSH að kjarnastarfsemi spítalans. Af þeim sökum væri rétt að þjónustan yrði boðin út svo spítalinn gæti sinnt kjarnastarfsemi sinni af meiri krafti. Einu mótbárurnar sem ekki má rekja til flokkapólitíkur, voru frá þeim sem hafa beina hagsmuni af því að LSH reki þessa einingu áfram þ.e. frá starfsfólki og stéttarfélagi þess. Vissulega er þetta þó þrátt fyrir allt spor í rétta átt, en skilur þó eftir spurningar, eins og hvort að til dæmis liðskiptiaðgerðir séu endilega hluti kjarnastarfsemi spítalans. Reyndar má færa fyrir þvi rök að á LSH þurfi að framkvæma ákveðinn fjölda slíkra aðgerða svo læknar sem þar starfa viðhaldi færni sinni og að spítalinn geti sinnt hlutverki sínu sem háskólasjúkrahús. Sá fjöldi aðgerða er þó fjarri þeim fjölda aðgerða sem sökum sífellt lengri biðlista þarf að framkvæmaár hvert um ókomin ár. Kostnaður við hverja aðgerð er ekki tekinn af fjárframlögum til spítalans af fjárlögum. Svo varla því um að kenna að þau framlög séu ekki næg. Heldur greiða Sjúkratryggingar Íslands sérstaklega fyrir hverja aðgerð sem framkvæmd er. Í rúm fimm ár, síðan Klíníkin við Ármúla fékk öll leyfi til rekstrar fimm daga legudeildar, hefur Klíníkin, við litlar sem engar undirtektir, farið þess á leit við heilbrigðsyfirvöld að stofan fái samning við Sjúkratryggingar Íslands um framkvæmd liðskiptiaðgerða. Kostnaður við hverja aðgerð yrði á pari við það Sjúkratryggingar Íslands greiða nú þegar LSH og fleiri ríkisreknum sjúkrastofnunum fyrir slíkar aðgerðir. Það er auðvitað þanng, svo það fái að koma fram, að yrði Klíníkinni hleypt að samningaborðinu varðandi liðskiptiaðgerðir og jafnvel fleiri aðgerðir sem biðlisti er eftir að kostnaður Sjúkratrygginga Íslands myndi auðvitað aukast í réttu hlutfalli við þá fjölgun á aðgerðum sem ætti sér stað.Færa má þó fyrir því rök að sá kosntaður kæmi að langmestu leyti til baka, þar sem fjöldi fólks á vinnualdri þyrfti síður að dvelja mánuðum ef ekki árum saman utan vinnumarkaðar, bryðjandi verkjalyf á meðan það biði eftir aðgerð. Þegar heilbrigðisráðherra var á dögunum inntur eftir því hvort að til stæði að semja við Klíníkina um liðskiptiaðgerðir, setti hann strax þá fyrirvara, að slíkt gæti verið varasamt því hætt væri við því að læknar myndu í stórum stíl flykkjast af LSH og yfir á Klíníkina.Eflaust myndu einhverjir hugsa sér til hreyfings, en það þó daglegur viðburður nánast að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk LSH geri það. Ekki endilega vegna þess að sífellt sé verið að bjóða því önnur störf, heldur fyrst og fremst vegna skipulags og stjórnunar á LSH. Ef að ótti ráðherrans, sem að mig reyndar grunar að sé runninn undan rifjum stjórnenda LSH, sé á rökum reistur, væri þá kannski ekki bara best að Sjúkratryggingar Íslands endurnýjuðu ekki samninga við einkareknar stofur í heilbrigðisþjónustu svo starfsfólk þeirra flykkist til starfa hjá ríkinu og eyði þeim mönnunnarvanda sem þar er og hefur verið uppi svo árum skipti? Mætti kannski laga mönnunnarvandann með því að þrengja enn frekar að starfsskilyrðum heilbrigðisstarfsfólks? Svarið við þessum báðum spurningum er það, að þrengri starfsskilyrði heilbrigðisstarfsfólks myndi leiða til meiri landflótta heilbrigðisstarfsfólks en þekkst hefur hingað til. Enda heilbrigðisstarfsfólk jafn mismunandi að það er margt. Sumum fellur það vel að starfa hjá ríki og öðrum að starfa við eigin rekstur eða á einkarekinni stofu. Horfa þarf því til þess að rekstrarform í heilbrigðisþjónustu og annarri velferðarþjónustu sé sem fjölbreyttast svo hægt sé að tryggja það að sem flestir starfi við þessa geira í landinu. Ef að ekki hefði verið fyrir ótal einkareknar stofur með starfandi læknum á, hefðu þær stofur og þeir læknar sem á þeim starfa til dæmis ekki getað komið LSH og Heilsugæslunni til aðstoðar í Covidfaraldrinum, vegna þess að allt þetta fólk væri allt eins starfandi erlendis ef það gæti ekki eða fengi að starfa hérlendis í því starfsumhverfi sem það kýs að starfa í. Til þess að hægt sé að mæla, með afgerandi hætti, árangur hins ríkistekna heilbrigðiskerfis á hinum ýmsu sviðum, þarf það samkeppni á jafnréttisgrundvelli. Auk þess sem að samkeppnin myndi vonandi leiða til betra skipulags og stjórnarhátta í ríkisrekna heilbrigðiskerfinu. En kannski vill ríkisrekna kerfið ekki þessa samkeppni. Enda hefur það oft á tíðum virst sem það hugi frekar að því að viðhalda sjálfu sér sem sístækkandi hægfara bákni, fremur en að huga að og uppfylla réttindi sjúkratryggðra Íslendinga og annarra sem hér búa. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Heilbrigðismál Landspítalinn Hjúkrunarheimili Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á dögunum virtist vera að birta til heilbrigðiskerfinu þegar fréttir bárust af því að til stæði að bjóða út þá öldrunarþjónustu sem Landspítalinn (LSH) sinnir á Vífilsstöðum. Þjónustan félli ekki, að sögn forstjóra LSH að kjarnastarfsemi spítalans. Af þeim sökum væri rétt að þjónustan yrði boðin út svo spítalinn gæti sinnt kjarnastarfsemi sinni af meiri krafti. Einu mótbárurnar sem ekki má rekja til flokkapólitíkur, voru frá þeim sem hafa beina hagsmuni af því að LSH reki þessa einingu áfram þ.e. frá starfsfólki og stéttarfélagi þess. Vissulega er þetta þó þrátt fyrir allt spor í rétta átt, en skilur þó eftir spurningar, eins og hvort að til dæmis liðskiptiaðgerðir séu endilega hluti kjarnastarfsemi spítalans. Reyndar má færa fyrir þvi rök að á LSH þurfi að framkvæma ákveðinn fjölda slíkra aðgerða svo læknar sem þar starfa viðhaldi færni sinni og að spítalinn geti sinnt hlutverki sínu sem háskólasjúkrahús. Sá fjöldi aðgerða er þó fjarri þeim fjölda aðgerða sem sökum sífellt lengri biðlista þarf að framkvæmaár hvert um ókomin ár. Kostnaður við hverja aðgerð er ekki tekinn af fjárframlögum til spítalans af fjárlögum. Svo varla því um að kenna að þau framlög séu ekki næg. Heldur greiða Sjúkratryggingar Íslands sérstaklega fyrir hverja aðgerð sem framkvæmd er. Í rúm fimm ár, síðan Klíníkin við Ármúla fékk öll leyfi til rekstrar fimm daga legudeildar, hefur Klíníkin, við litlar sem engar undirtektir, farið þess á leit við heilbrigðsyfirvöld að stofan fái samning við Sjúkratryggingar Íslands um framkvæmd liðskiptiaðgerða. Kostnaður við hverja aðgerð yrði á pari við það Sjúkratryggingar Íslands greiða nú þegar LSH og fleiri ríkisreknum sjúkrastofnunum fyrir slíkar aðgerðir. Það er auðvitað þanng, svo það fái að koma fram, að yrði Klíníkinni hleypt að samningaborðinu varðandi liðskiptiaðgerðir og jafnvel fleiri aðgerðir sem biðlisti er eftir að kostnaður Sjúkratrygginga Íslands myndi auðvitað aukast í réttu hlutfalli við þá fjölgun á aðgerðum sem ætti sér stað.Færa má þó fyrir því rök að sá kosntaður kæmi að langmestu leyti til baka, þar sem fjöldi fólks á vinnualdri þyrfti síður að dvelja mánuðum ef ekki árum saman utan vinnumarkaðar, bryðjandi verkjalyf á meðan það biði eftir aðgerð. Þegar heilbrigðisráðherra var á dögunum inntur eftir því hvort að til stæði að semja við Klíníkina um liðskiptiaðgerðir, setti hann strax þá fyrirvara, að slíkt gæti verið varasamt því hætt væri við því að læknar myndu í stórum stíl flykkjast af LSH og yfir á Klíníkina.Eflaust myndu einhverjir hugsa sér til hreyfings, en það þó daglegur viðburður nánast að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk LSH geri það. Ekki endilega vegna þess að sífellt sé verið að bjóða því önnur störf, heldur fyrst og fremst vegna skipulags og stjórnunar á LSH. Ef að ótti ráðherrans, sem að mig reyndar grunar að sé runninn undan rifjum stjórnenda LSH, sé á rökum reistur, væri þá kannski ekki bara best að Sjúkratryggingar Íslands endurnýjuðu ekki samninga við einkareknar stofur í heilbrigðisþjónustu svo starfsfólk þeirra flykkist til starfa hjá ríkinu og eyði þeim mönnunnarvanda sem þar er og hefur verið uppi svo árum skipti? Mætti kannski laga mönnunnarvandann með því að þrengja enn frekar að starfsskilyrðum heilbrigðisstarfsfólks? Svarið við þessum báðum spurningum er það, að þrengri starfsskilyrði heilbrigðisstarfsfólks myndi leiða til meiri landflótta heilbrigðisstarfsfólks en þekkst hefur hingað til. Enda heilbrigðisstarfsfólk jafn mismunandi að það er margt. Sumum fellur það vel að starfa hjá ríki og öðrum að starfa við eigin rekstur eða á einkarekinni stofu. Horfa þarf því til þess að rekstrarform í heilbrigðisþjónustu og annarri velferðarþjónustu sé sem fjölbreyttast svo hægt sé að tryggja það að sem flestir starfi við þessa geira í landinu. Ef að ekki hefði verið fyrir ótal einkareknar stofur með starfandi læknum á, hefðu þær stofur og þeir læknar sem á þeim starfa til dæmis ekki getað komið LSH og Heilsugæslunni til aðstoðar í Covidfaraldrinum, vegna þess að allt þetta fólk væri allt eins starfandi erlendis ef það gæti ekki eða fengi að starfa hérlendis í því starfsumhverfi sem það kýs að starfa í. Til þess að hægt sé að mæla, með afgerandi hætti, árangur hins ríkistekna heilbrigðiskerfis á hinum ýmsu sviðum, þarf það samkeppni á jafnréttisgrundvelli. Auk þess sem að samkeppnin myndi vonandi leiða til betra skipulags og stjórnarhátta í ríkisrekna heilbrigðiskerfinu. En kannski vill ríkisrekna kerfið ekki þessa samkeppni. Enda hefur það oft á tíðum virst sem það hugi frekar að því að viðhalda sjálfu sér sem sístækkandi hægfara bákni, fremur en að huga að og uppfylla réttindi sjúkratryggðra Íslendinga og annarra sem hér búa. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar