Allir stjórnmálamenn eru fulltrúar minnihlutans Indriði Stefánsson skrifar 26. maí 2022 08:01 Kjördagur er jafnan mikil hátíð, þá velja kjósendur þá fulltrúa sem best er treyst til að fara með völdin hvort sem um ræðir sveitarstjórnir eða Alþingi. Að kosningum fagna sumir sigri aðrir ekki. Hinn margræddi vilji kjósenda Mörg framboð telja sig hafa sigrað kosningarnar ýmist á forsendum þess að hafa bætt vel við sig eða vera stærsti flokkurinn og eigi þar með tilkall umfram aðra til áhrifa. Þá getur hafist nokkurs konar störukeppni þar sem sumir flokkar útloka samstarf aðrir kalla eftir samstarfi allt á grundvelli þess að þessi eða hinn flokkurinn hafi verið sigurvegari kosninganna. Hinn eini mælikvarði sem raunverulega ætti að skipta máli er hvort flokkar með málefnalegan samhljóm hafi meirihluta atkvæða og geti innbyrðis gert þær málamiðlanir sem þarf til að mynda meirihluta. En þarf meirihluta atkvæða? En svo er það líka staðreynd að vel er hægt að mynda meirihluta án þess að hafa meirihluta atkvæða. Við úthlutun fulltrúa samkvæmt Íslenskum kosningalögum er nefnilega engin krafa um það að flokkar hafi meirihluta atkvæða til að fá meirihluta fulltrúa. Það er vel þekkt sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er frekar regla en undantekning að flokkarnir sem mynda meirihluta hafi minnihluta atkvæða. Kjörsókn dregst sífellt saman Með breytingum á kosningalögum á síðasta ári var kosningaréttur rýmkaður, sérstaklega til útlendinga. Því miður dróst kjörsókn saman eins og hefur gerst þegar kosningaréttur er aukinn og var nú oft í kringum 60% á höfuðborgarsvæðinu. Að 40% kjósenda sjái ekki tilgang í því að mæta á kjörstað er grafalvarlegt og mikilvægt að framboð og sveitarfélög leiti leiða til að fjölga þeim sem mæta á kjörstað til að taka þátt í lýðræðinu. Kjörsókn yngri kjósenda minnkar sífellt Kjörsókn yngri kjósenda hefur verið að dragast saman en nú bættist við að kjördagur var færður fram um 2 vikur og fyrir vikið mikið af ungu fólki í prófum meðan kosningabaráttan fór fram og jafnvel enn í prófum á kjördag. Því höfðu ungu kjósendurnir oft engin tækifæri til að kynna sér málefni eða yfir höfuð hver var í framboði. Það ætti að vera flestum ljós að þetta gengur engan veginn. Fulltrúar minnihlutans Það er því miður tilfellið að nær sama hvaða sveitarfélag er valið að þó að öll framboðin leggðu til hliðar allann sinn ágreining og mynduðu meirihluta allra fulltrúa þá væri það samt minnihluti íbúa sveitarfélagsins. í Reykjavík til dæmis kusu 61.359 í kosningunum en íbúafjöldinn er 135.688 þannig kusu um 46% Reykvíkinga og þegar búið er að fjarlægja þau framboð sem ekki fengu fulltrúa eru um 43,5% Reykvíkinga sem kusu þau framboð sem eiga fulltrúa í borgarstjórn, í Kópavogi yrði sama hlutfall tæp 40% og í Hafnarfirði yrði það 36,5% Alltof fáir fulltrúar í stóru sveitarfélögunum Þetta mætti vel laga með því að fjölga fulltrúum þannig að minni framboð ættu meiri möguleika á því að ná inn fulltrúum og hafa þannig áhrif. Svo mætti líka vel fara yfir úthlutunaraðferðina sem kemur í dag mikið niður á minni framboðum. Það er of flókið að fara út í smáatriði um virkni kerfisins en í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa gjarnan verið gerðar breytingar á úthlutunaraðferðinni eða fulltrúafjöldi er þannig að það kemur síður að sök. Í Hafnarfirði er útlit fyrir að myndaður verði meirihluti sem innan við fimmtungur íbúa sveitarfélagsins kaus sem er þó skárra en 2018 þegar meirihlutinn var myndaður á grundvelli atkvæða 16,5% íbúa það er einn af hverjum sex íbúum. Þessu verðum við að breyta, það er mikilvægt að stærri sveitarfélögin fjölgi fulltrúum þannig að fleiri sjónarmið komi fram í bæjarstjórn og við verðum að grípa til róttækra aðgerða til að kjósendur skili sér á kjörstað og þá sérstaklega yngri kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og verðandi varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kjördagur er jafnan mikil hátíð, þá velja kjósendur þá fulltrúa sem best er treyst til að fara með völdin hvort sem um ræðir sveitarstjórnir eða Alþingi. Að kosningum fagna sumir sigri aðrir ekki. Hinn margræddi vilji kjósenda Mörg framboð telja sig hafa sigrað kosningarnar ýmist á forsendum þess að hafa bætt vel við sig eða vera stærsti flokkurinn og eigi þar með tilkall umfram aðra til áhrifa. Þá getur hafist nokkurs konar störukeppni þar sem sumir flokkar útloka samstarf aðrir kalla eftir samstarfi allt á grundvelli þess að þessi eða hinn flokkurinn hafi verið sigurvegari kosninganna. Hinn eini mælikvarði sem raunverulega ætti að skipta máli er hvort flokkar með málefnalegan samhljóm hafi meirihluta atkvæða og geti innbyrðis gert þær málamiðlanir sem þarf til að mynda meirihluta. En þarf meirihluta atkvæða? En svo er það líka staðreynd að vel er hægt að mynda meirihluta án þess að hafa meirihluta atkvæða. Við úthlutun fulltrúa samkvæmt Íslenskum kosningalögum er nefnilega engin krafa um það að flokkar hafi meirihluta atkvæða til að fá meirihluta fulltrúa. Það er vel þekkt sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er frekar regla en undantekning að flokkarnir sem mynda meirihluta hafi minnihluta atkvæða. Kjörsókn dregst sífellt saman Með breytingum á kosningalögum á síðasta ári var kosningaréttur rýmkaður, sérstaklega til útlendinga. Því miður dróst kjörsókn saman eins og hefur gerst þegar kosningaréttur er aukinn og var nú oft í kringum 60% á höfuðborgarsvæðinu. Að 40% kjósenda sjái ekki tilgang í því að mæta á kjörstað er grafalvarlegt og mikilvægt að framboð og sveitarfélög leiti leiða til að fjölga þeim sem mæta á kjörstað til að taka þátt í lýðræðinu. Kjörsókn yngri kjósenda minnkar sífellt Kjörsókn yngri kjósenda hefur verið að dragast saman en nú bættist við að kjördagur var færður fram um 2 vikur og fyrir vikið mikið af ungu fólki í prófum meðan kosningabaráttan fór fram og jafnvel enn í prófum á kjördag. Því höfðu ungu kjósendurnir oft engin tækifæri til að kynna sér málefni eða yfir höfuð hver var í framboði. Það ætti að vera flestum ljós að þetta gengur engan veginn. Fulltrúar minnihlutans Það er því miður tilfellið að nær sama hvaða sveitarfélag er valið að þó að öll framboðin leggðu til hliðar allann sinn ágreining og mynduðu meirihluta allra fulltrúa þá væri það samt minnihluti íbúa sveitarfélagsins. í Reykjavík til dæmis kusu 61.359 í kosningunum en íbúafjöldinn er 135.688 þannig kusu um 46% Reykvíkinga og þegar búið er að fjarlægja þau framboð sem ekki fengu fulltrúa eru um 43,5% Reykvíkinga sem kusu þau framboð sem eiga fulltrúa í borgarstjórn, í Kópavogi yrði sama hlutfall tæp 40% og í Hafnarfirði yrði það 36,5% Alltof fáir fulltrúar í stóru sveitarfélögunum Þetta mætti vel laga með því að fjölga fulltrúum þannig að minni framboð ættu meiri möguleika á því að ná inn fulltrúum og hafa þannig áhrif. Svo mætti líka vel fara yfir úthlutunaraðferðina sem kemur í dag mikið niður á minni framboðum. Það er of flókið að fara út í smáatriði um virkni kerfisins en í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa gjarnan verið gerðar breytingar á úthlutunaraðferðinni eða fulltrúafjöldi er þannig að það kemur síður að sök. Í Hafnarfirði er útlit fyrir að myndaður verði meirihluti sem innan við fimmtungur íbúa sveitarfélagsins kaus sem er þó skárra en 2018 þegar meirihlutinn var myndaður á grundvelli atkvæða 16,5% íbúa það er einn af hverjum sex íbúum. Þessu verðum við að breyta, það er mikilvægt að stærri sveitarfélögin fjölgi fulltrúum þannig að fleiri sjónarmið komi fram í bæjarstjórn og við verðum að grípa til róttækra aðgerða til að kjósendur skili sér á kjörstað og þá sérstaklega yngri kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og verðandi varabæjarfulltrúi í Kópavogi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar