Allir stjórnmálamenn eru fulltrúar minnihlutans Indriði Stefánsson skrifar 26. maí 2022 08:01 Kjördagur er jafnan mikil hátíð, þá velja kjósendur þá fulltrúa sem best er treyst til að fara með völdin hvort sem um ræðir sveitarstjórnir eða Alþingi. Að kosningum fagna sumir sigri aðrir ekki. Hinn margræddi vilji kjósenda Mörg framboð telja sig hafa sigrað kosningarnar ýmist á forsendum þess að hafa bætt vel við sig eða vera stærsti flokkurinn og eigi þar með tilkall umfram aðra til áhrifa. Þá getur hafist nokkurs konar störukeppni þar sem sumir flokkar útloka samstarf aðrir kalla eftir samstarfi allt á grundvelli þess að þessi eða hinn flokkurinn hafi verið sigurvegari kosninganna. Hinn eini mælikvarði sem raunverulega ætti að skipta máli er hvort flokkar með málefnalegan samhljóm hafi meirihluta atkvæða og geti innbyrðis gert þær málamiðlanir sem þarf til að mynda meirihluta. En þarf meirihluta atkvæða? En svo er það líka staðreynd að vel er hægt að mynda meirihluta án þess að hafa meirihluta atkvæða. Við úthlutun fulltrúa samkvæmt Íslenskum kosningalögum er nefnilega engin krafa um það að flokkar hafi meirihluta atkvæða til að fá meirihluta fulltrúa. Það er vel þekkt sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er frekar regla en undantekning að flokkarnir sem mynda meirihluta hafi minnihluta atkvæða. Kjörsókn dregst sífellt saman Með breytingum á kosningalögum á síðasta ári var kosningaréttur rýmkaður, sérstaklega til útlendinga. Því miður dróst kjörsókn saman eins og hefur gerst þegar kosningaréttur er aukinn og var nú oft í kringum 60% á höfuðborgarsvæðinu. Að 40% kjósenda sjái ekki tilgang í því að mæta á kjörstað er grafalvarlegt og mikilvægt að framboð og sveitarfélög leiti leiða til að fjölga þeim sem mæta á kjörstað til að taka þátt í lýðræðinu. Kjörsókn yngri kjósenda minnkar sífellt Kjörsókn yngri kjósenda hefur verið að dragast saman en nú bættist við að kjördagur var færður fram um 2 vikur og fyrir vikið mikið af ungu fólki í prófum meðan kosningabaráttan fór fram og jafnvel enn í prófum á kjördag. Því höfðu ungu kjósendurnir oft engin tækifæri til að kynna sér málefni eða yfir höfuð hver var í framboði. Það ætti að vera flestum ljós að þetta gengur engan veginn. Fulltrúar minnihlutans Það er því miður tilfellið að nær sama hvaða sveitarfélag er valið að þó að öll framboðin leggðu til hliðar allann sinn ágreining og mynduðu meirihluta allra fulltrúa þá væri það samt minnihluti íbúa sveitarfélagsins. í Reykjavík til dæmis kusu 61.359 í kosningunum en íbúafjöldinn er 135.688 þannig kusu um 46% Reykvíkinga og þegar búið er að fjarlægja þau framboð sem ekki fengu fulltrúa eru um 43,5% Reykvíkinga sem kusu þau framboð sem eiga fulltrúa í borgarstjórn, í Kópavogi yrði sama hlutfall tæp 40% og í Hafnarfirði yrði það 36,5% Alltof fáir fulltrúar í stóru sveitarfélögunum Þetta mætti vel laga með því að fjölga fulltrúum þannig að minni framboð ættu meiri möguleika á því að ná inn fulltrúum og hafa þannig áhrif. Svo mætti líka vel fara yfir úthlutunaraðferðina sem kemur í dag mikið niður á minni framboðum. Það er of flókið að fara út í smáatriði um virkni kerfisins en í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa gjarnan verið gerðar breytingar á úthlutunaraðferðinni eða fulltrúafjöldi er þannig að það kemur síður að sök. Í Hafnarfirði er útlit fyrir að myndaður verði meirihluti sem innan við fimmtungur íbúa sveitarfélagsins kaus sem er þó skárra en 2018 þegar meirihlutinn var myndaður á grundvelli atkvæða 16,5% íbúa það er einn af hverjum sex íbúum. Þessu verðum við að breyta, það er mikilvægt að stærri sveitarfélögin fjölgi fulltrúum þannig að fleiri sjónarmið komi fram í bæjarstjórn og við verðum að grípa til róttækra aðgerða til að kjósendur skili sér á kjörstað og þá sérstaklega yngri kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og verðandi varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Kjördagur er jafnan mikil hátíð, þá velja kjósendur þá fulltrúa sem best er treyst til að fara með völdin hvort sem um ræðir sveitarstjórnir eða Alþingi. Að kosningum fagna sumir sigri aðrir ekki. Hinn margræddi vilji kjósenda Mörg framboð telja sig hafa sigrað kosningarnar ýmist á forsendum þess að hafa bætt vel við sig eða vera stærsti flokkurinn og eigi þar með tilkall umfram aðra til áhrifa. Þá getur hafist nokkurs konar störukeppni þar sem sumir flokkar útloka samstarf aðrir kalla eftir samstarfi allt á grundvelli þess að þessi eða hinn flokkurinn hafi verið sigurvegari kosninganna. Hinn eini mælikvarði sem raunverulega ætti að skipta máli er hvort flokkar með málefnalegan samhljóm hafi meirihluta atkvæða og geti innbyrðis gert þær málamiðlanir sem þarf til að mynda meirihluta. En þarf meirihluta atkvæða? En svo er það líka staðreynd að vel er hægt að mynda meirihluta án þess að hafa meirihluta atkvæða. Við úthlutun fulltrúa samkvæmt Íslenskum kosningalögum er nefnilega engin krafa um það að flokkar hafi meirihluta atkvæða til að fá meirihluta fulltrúa. Það er vel þekkt sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er frekar regla en undantekning að flokkarnir sem mynda meirihluta hafi minnihluta atkvæða. Kjörsókn dregst sífellt saman Með breytingum á kosningalögum á síðasta ári var kosningaréttur rýmkaður, sérstaklega til útlendinga. Því miður dróst kjörsókn saman eins og hefur gerst þegar kosningaréttur er aukinn og var nú oft í kringum 60% á höfuðborgarsvæðinu. Að 40% kjósenda sjái ekki tilgang í því að mæta á kjörstað er grafalvarlegt og mikilvægt að framboð og sveitarfélög leiti leiða til að fjölga þeim sem mæta á kjörstað til að taka þátt í lýðræðinu. Kjörsókn yngri kjósenda minnkar sífellt Kjörsókn yngri kjósenda hefur verið að dragast saman en nú bættist við að kjördagur var færður fram um 2 vikur og fyrir vikið mikið af ungu fólki í prófum meðan kosningabaráttan fór fram og jafnvel enn í prófum á kjördag. Því höfðu ungu kjósendurnir oft engin tækifæri til að kynna sér málefni eða yfir höfuð hver var í framboði. Það ætti að vera flestum ljós að þetta gengur engan veginn. Fulltrúar minnihlutans Það er því miður tilfellið að nær sama hvaða sveitarfélag er valið að þó að öll framboðin leggðu til hliðar allann sinn ágreining og mynduðu meirihluta allra fulltrúa þá væri það samt minnihluti íbúa sveitarfélagsins. í Reykjavík til dæmis kusu 61.359 í kosningunum en íbúafjöldinn er 135.688 þannig kusu um 46% Reykvíkinga og þegar búið er að fjarlægja þau framboð sem ekki fengu fulltrúa eru um 43,5% Reykvíkinga sem kusu þau framboð sem eiga fulltrúa í borgarstjórn, í Kópavogi yrði sama hlutfall tæp 40% og í Hafnarfirði yrði það 36,5% Alltof fáir fulltrúar í stóru sveitarfélögunum Þetta mætti vel laga með því að fjölga fulltrúum þannig að minni framboð ættu meiri möguleika á því að ná inn fulltrúum og hafa þannig áhrif. Svo mætti líka vel fara yfir úthlutunaraðferðina sem kemur í dag mikið niður á minni framboðum. Það er of flókið að fara út í smáatriði um virkni kerfisins en í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa gjarnan verið gerðar breytingar á úthlutunaraðferðinni eða fulltrúafjöldi er þannig að það kemur síður að sök. Í Hafnarfirði er útlit fyrir að myndaður verði meirihluti sem innan við fimmtungur íbúa sveitarfélagsins kaus sem er þó skárra en 2018 þegar meirihlutinn var myndaður á grundvelli atkvæða 16,5% íbúa það er einn af hverjum sex íbúum. Þessu verðum við að breyta, það er mikilvægt að stærri sveitarfélögin fjölgi fulltrúum þannig að fleiri sjónarmið komi fram í bæjarstjórn og við verðum að grípa til róttækra aðgerða til að kjósendur skili sér á kjörstað og þá sérstaklega yngri kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og verðandi varabæjarfulltrúi í Kópavogi.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun