Forsætisráðherra Bretlands studdi yfirtöku Sádanna á Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 11:30 Það gustar um Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þessa dagana. Leon Neal/Getty Images Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, studdi að ríkisrekinn fjármögnunarsjóð frá Sádi-Arabíu myndi festa kaup á enska fótboltafélaginu Newcastle United. Boris hafði áður sagt að ríkistjórn Bretlands hefði ekki komið að kaupunum á einn eða neinn hátt. Þetta kemur fram í grein sem var birt á The Guardian. Rannsókn miðilsins hefur leitt í ljós að ríkistjórn Boris Johnson hafi sannfært forráðmenn ensku úrvalsdeildarinnar að samþykkja tilboð PIF - fjármögnunarsjóðs Sádi-Arabíu - í Newcastle. Sjóðurinn - sem er í eigu konungsríkisins Sádi-Arabíu - á í dag 80 prósent hlut í Newcastle United. Ekkert fótboltafélag í heiminum á ríkari eigendur. Í grein The Guardain segir að ríkistjórn Bretlands sá þetta sem of gott tækifæri til að mynda fjárhagsleg tengsl við Sádi-Arabíu til að sleppa því. Mun lávarðurinn Gerry Grimstone - ráðherra í málum fjárfestinga og alþjóðaviðskipta - hafa séð um samningana fyrir hönd bresku ríkistjórnarinnar. Hann ku hafa fundið lausn við helstu hraðhindrun kaupanna en það var ólögleg streymisveita staðsett í Sádi-Arabíu sem sýndi leiki efstu deildar á Englandi. Sáu forráðmenn ensku úrvalsdeildarinnar það sem næga ástæðu til að koma í veg fyrir kaup Sádanna á Newcastle. Hlutverk Grimestone, sem var á sínum tíma framkvæmdastjóri Barclays-bankans, innan ríkistjórnar Bretlands er að aðstoða við að brjóta niður hindranir og hjálpa við að landa fjárfestingum í hæsta gæðaflokki. Þá er hann einkar vel tengdur í Sádi-Arabíu. Eftir að yfirtaka PIF á Newcastle gekk í gegn sagði Gary Hoffman, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, að ríkistjórn Bretlands hefði þrýst á forráðamenn deildarinnar til að samþykkja kaupin. Hoffman sagði þó að ríkistjórnin hefði ekki haft áhrif á ákvörðun deildarinnar. Þá listaði hann upp þá sem komu að sölu Newcastle fyrir hönd ríkistjórnarinnar. Þar var Grimstone nefndur á nafn ásamt Eddie Lister. Fer það gegn því sem Boris sagði fyrir breska þinginu í apríl 2021: „Ríkistjórn Bretlands kom ekki á neinn hátt að yfirtöku Newcastle.“ Engin svör fengust er Guardian reyndi að krefja ríkistjórnina um svör eftir rannsókn miðilsins staðfesti komu Grimstone að kaupunum á Newcastle. Newcastle United endaði í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig. Ljóst er að liðið ætlar að gera mun betur á næsta ári og gæti farið svo að liðið verði farið að berjast um titla áður en langt um líður þökk sé moldríkum eigendum þess. Fótbolti Enski boltinn Bretland Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem var birt á The Guardian. Rannsókn miðilsins hefur leitt í ljós að ríkistjórn Boris Johnson hafi sannfært forráðmenn ensku úrvalsdeildarinnar að samþykkja tilboð PIF - fjármögnunarsjóðs Sádi-Arabíu - í Newcastle. Sjóðurinn - sem er í eigu konungsríkisins Sádi-Arabíu - á í dag 80 prósent hlut í Newcastle United. Ekkert fótboltafélag í heiminum á ríkari eigendur. Í grein The Guardain segir að ríkistjórn Bretlands sá þetta sem of gott tækifæri til að mynda fjárhagsleg tengsl við Sádi-Arabíu til að sleppa því. Mun lávarðurinn Gerry Grimstone - ráðherra í málum fjárfestinga og alþjóðaviðskipta - hafa séð um samningana fyrir hönd bresku ríkistjórnarinnar. Hann ku hafa fundið lausn við helstu hraðhindrun kaupanna en það var ólögleg streymisveita staðsett í Sádi-Arabíu sem sýndi leiki efstu deildar á Englandi. Sáu forráðmenn ensku úrvalsdeildarinnar það sem næga ástæðu til að koma í veg fyrir kaup Sádanna á Newcastle. Hlutverk Grimestone, sem var á sínum tíma framkvæmdastjóri Barclays-bankans, innan ríkistjórnar Bretlands er að aðstoða við að brjóta niður hindranir og hjálpa við að landa fjárfestingum í hæsta gæðaflokki. Þá er hann einkar vel tengdur í Sádi-Arabíu. Eftir að yfirtaka PIF á Newcastle gekk í gegn sagði Gary Hoffman, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, að ríkistjórn Bretlands hefði þrýst á forráðamenn deildarinnar til að samþykkja kaupin. Hoffman sagði þó að ríkistjórnin hefði ekki haft áhrif á ákvörðun deildarinnar. Þá listaði hann upp þá sem komu að sölu Newcastle fyrir hönd ríkistjórnarinnar. Þar var Grimstone nefndur á nafn ásamt Eddie Lister. Fer það gegn því sem Boris sagði fyrir breska þinginu í apríl 2021: „Ríkistjórn Bretlands kom ekki á neinn hátt að yfirtöku Newcastle.“ Engin svör fengust er Guardian reyndi að krefja ríkistjórnina um svör eftir rannsókn miðilsins staðfesti komu Grimstone að kaupunum á Newcastle. Newcastle United endaði í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig. Ljóst er að liðið ætlar að gera mun betur á næsta ári og gæti farið svo að liðið verði farið að berjast um titla áður en langt um líður þökk sé moldríkum eigendum þess.
Fótbolti Enski boltinn Bretland Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira