Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. maí 2022 21:56 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir góðan gang í meirihlutaviðræðum síns flokks, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata. Vísir/Vilhelm Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. „Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er nú dagur númer þrjú hjá okkur. Við erum búin að ræða nýsköpunarmál og atvinnumál, og erum að fara að byrja að ræða loftslagsmál núna,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. Og hvernig hefur grundvöllurinn verið í þessum málaflokkum, eruð þið sammála? „Það er ákveðinn þéttleiki á málefnunum hjá okkur, sem við vissum fyrir. Þetta hefur bara gengið vel. Það eru allir að koma með sínar hugmyndir að borðinu og ég held að við megum vænta breytinga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segist þó ekki vilja gefa upp í hverju þær breytingar felast, fyrr en málefnasamningur hefur verið undirritaður. „En ég er bara nokkuð bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa. Hryggjarstykkið í stefnumálum flokkanna sé gott. Hún telji ekki ástæðu til annars en að flokkarnir tali sig saman um málefnin og myndi meirihluta. „En það er aldrei búið fyrr en það er búið.“ Ræða ekki embætti fyrr en í lokin Fulltrúar Framsóknar hafa boðað breytingar í borginni og ítrekað að ef gengið yrði til samstarfs við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn væri ekki verið að reisa við meirihlutann sem féll í kosningunum. Þórdís Lóa er sammála þessu, en segir viðræðurnar þó ekki snúast um að aðilar gefi eitthvað eftir til hinna. „Þetta snýst bara um að við erum á nýjum tíma, með nýtt upphaf fyrir framan okkur. Samt er þetta sama þjónustan, við erum enn að tala um skólamál, velferðarmál, málefni barna og svo framvegis. Við bara mætumst í okkar hugmyndafræði og aðferðafræði.“ Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní, sem er ákveðið tímamark sem flokkar í meirihlutaviðræðum verða að miða við. „En mér sýnist nú á öllu að við náum að fara í gegnum málefnin á næstu dögum. Þá mun taka smá tíma að ganga frá texta og ýmislegt. Við gáfum okkur að þetta væri vika, tíu dagar, en það er meira svona skot út í loftið. Það er besta gisk sem við getum gefið okkur,“ segir Þórdís Lóa. Eruð þið farin að ræða embættin, borgarstjóra og fleira? „Nei. Við munum ekkert ræða það fyrr en í lokin.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
„Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er nú dagur númer þrjú hjá okkur. Við erum búin að ræða nýsköpunarmál og atvinnumál, og erum að fara að byrja að ræða loftslagsmál núna,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. Og hvernig hefur grundvöllurinn verið í þessum málaflokkum, eruð þið sammála? „Það er ákveðinn þéttleiki á málefnunum hjá okkur, sem við vissum fyrir. Þetta hefur bara gengið vel. Það eru allir að koma með sínar hugmyndir að borðinu og ég held að við megum vænta breytinga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segist þó ekki vilja gefa upp í hverju þær breytingar felast, fyrr en málefnasamningur hefur verið undirritaður. „En ég er bara nokkuð bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa. Hryggjarstykkið í stefnumálum flokkanna sé gott. Hún telji ekki ástæðu til annars en að flokkarnir tali sig saman um málefnin og myndi meirihluta. „En það er aldrei búið fyrr en það er búið.“ Ræða ekki embætti fyrr en í lokin Fulltrúar Framsóknar hafa boðað breytingar í borginni og ítrekað að ef gengið yrði til samstarfs við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn væri ekki verið að reisa við meirihlutann sem féll í kosningunum. Þórdís Lóa er sammála þessu, en segir viðræðurnar þó ekki snúast um að aðilar gefi eitthvað eftir til hinna. „Þetta snýst bara um að við erum á nýjum tíma, með nýtt upphaf fyrir framan okkur. Samt er þetta sama þjónustan, við erum enn að tala um skólamál, velferðarmál, málefni barna og svo framvegis. Við bara mætumst í okkar hugmyndafræði og aðferðafræði.“ Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní, sem er ákveðið tímamark sem flokkar í meirihlutaviðræðum verða að miða við. „En mér sýnist nú á öllu að við náum að fara í gegnum málefnin á næstu dögum. Þá mun taka smá tíma að ganga frá texta og ýmislegt. Við gáfum okkur að þetta væri vika, tíu dagar, en það er meira svona skot út í loftið. Það er besta gisk sem við getum gefið okkur,“ segir Þórdís Lóa. Eruð þið farin að ræða embættin, borgarstjóra og fleira? „Nei. Við munum ekkert ræða það fyrr en í lokin.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira