Skipaður lögráðamaður dró sér þrjár milljónir króna Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2022 11:11 Frá Borgarnesi. Alls var um 178 færslu að ræða á árunum 2016 til 2020. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt konu á sextugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi eftir að hafa sem skipaður lögráðamaður dregið sér rúmar þrjár milljónir króna af bankareikningi skjólstæðings og millifært inn á persónulegan reikning. Alls var um 178 færslu að ræða á árunum 2016 til 2020. Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi konan almennt skilorð í þrjú ár. Konan er jafnframt dæmd til að greiða viðkomandi skaðabætur að fjárhæð 3.075.700 krónur, auk vaxta. Þá er hún einnig dæmd til að greiða þóknun réttargæslumanns brotaþolans, rétt rúmar 600 þúsund krónur. Í dómi kemur fram að konan hafi játað brot sín skýlaust. Hafi það verið metið til refsimildunar að konan hafi verið með hreint sakavottorð, greiðlega gengist við brotum sínum og fallist á bótaskyldu sína. Til refsiþyngingar var nefnt að konan hafi verið skipuð lögráðamaður brotaþolans og hafi þannig verið í stöðu til að ráðstafa fé hans og verði ekki litið öðruvísi á en að hún hafi verið opinber starfsmaður í skilningi 138. gr. almennra hegningarlaga. Ber því að beita refsiþyngingarákvæði þeirrar greinar. Um skyldur skipaðra lögráðamanna segir að lögráðamaður sjálfræðissvipts einstaklings hafi heimild til að taka nauðsynlegar ákvarðanir um þá persónuhagi hans sem hann sé ófær um að taka sjálfur. Þá segir að lögráðamaður ófjárráða einstaklings ráði yfir fé hans, nema lög segi til um annað. Lögráðamaður hins fjárræðissvipta þurfi að skila skýrslu til sýslumanns fyrir 1. apríl ár hvert, þar sem fram komi helstu ákvarðanir um eignir skjólstæðingsins sem teknar hafi verið á liðnu ári. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Alls var um 178 færslu að ræða á árunum 2016 til 2020. Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi konan almennt skilorð í þrjú ár. Konan er jafnframt dæmd til að greiða viðkomandi skaðabætur að fjárhæð 3.075.700 krónur, auk vaxta. Þá er hún einnig dæmd til að greiða þóknun réttargæslumanns brotaþolans, rétt rúmar 600 þúsund krónur. Í dómi kemur fram að konan hafi játað brot sín skýlaust. Hafi það verið metið til refsimildunar að konan hafi verið með hreint sakavottorð, greiðlega gengist við brotum sínum og fallist á bótaskyldu sína. Til refsiþyngingar var nefnt að konan hafi verið skipuð lögráðamaður brotaþolans og hafi þannig verið í stöðu til að ráðstafa fé hans og verði ekki litið öðruvísi á en að hún hafi verið opinber starfsmaður í skilningi 138. gr. almennra hegningarlaga. Ber því að beita refsiþyngingarákvæði þeirrar greinar. Um skyldur skipaðra lögráðamanna segir að lögráðamaður sjálfræðissvipts einstaklings hafi heimild til að taka nauðsynlegar ákvarðanir um þá persónuhagi hans sem hann sé ófær um að taka sjálfur. Þá segir að lögráðamaður ófjárráða einstaklings ráði yfir fé hans, nema lög segi til um annað. Lögráðamaður hins fjárræðissvipta þurfi að skila skýrslu til sýslumanns fyrir 1. apríl ár hvert, þar sem fram komi helstu ákvarðanir um eignir skjólstæðingsins sem teknar hafi verið á liðnu ári.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira