Reykjanesbær braut ekki á mannréttindum hjólagarpsins Arnars Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2022 11:32 Arnar Helgi Lárusson hefur staðið í málaferlum við Reykjanesbæ frá árinu 2015. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nú kveðið upp úrskurð sinn. Vísir/MHH Reykjanesbær braut ekki á mannréttindum Arnars Helga Lárussonar vegna slæms aðgengis fatlaðra að Duushúsinu og 88-húsinu í bænun. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Arnars. Einn dómari dómstólsins skilaði þó séráliti og taldi Reykjanesbæ hafa brotið á mannréttindum hans. Áður hafði Arnar tapað málinu fyrir Hæstarétti og héraðsdómi hér á landi. Kvartaði vegna tveggja bygginga Málið snýst um að Arnar kvartaði yfir því að tvær opinberar byggingar í Reykjanesbæ uppfylltu hvorki lög né reglugerðir um aðgengi fatlaðs fólks að opinberum byggingum, né alþjóðlegar skuldbingar Íslands í þessum málum. Umrædd hús eru Duushúsið við Duusgötu 2 og 88-húsið við Hafnargötu 88. Arnar hefur notast við hjólastól frá því að hann lenti í mótorhjólaslysi árið 2002. Vísir tók Arnar tali á síðasta ári þegar hann hjólaði fjögur hundruð kílómetra á Suðurlandi á sérútbúnu hjóli. Fyrir dómstólum á Íslandi krafðist Arnar Helgi þess að aðgengi að þessum húsum yrði bætt. Héraðsdómur Reykjaness og Hæstiréttur dæmdu hins vegar Reykjanesbæ í vil, á grundvelli þess að sveitarfélagið væri skuldbundið til þess að bæta aðgengið jafnt og þétt, sem sveitarfélagið væri vissulega að gera. MDE taldi forgangsröðun bæjarins eiga rétt á sér Arnar Helgi fór fram á það að Mannréttindadómstóll Evrópu tæki málið fyrir. Var það gert á grundvelli þess að með þessu lélega aðgengi væri brotið á mannréttindum Arnars, það er rétti hans til að verða ekki fyrir mismunun og rétti hans til að njóta friðhelgi einkalífs. Í dómi Mannréttindadómstólsins segir að almennt hafi töluvert verið gert til að bæta aðgengi fatlaðra að opinberum byggingum á Íslandi. Þá hafi Reykjanesbær ákveðið að forgangsraða því að auka aðgengi fatlaðra að íþrótta- og skólamannvirkjum bæjarins. Arnar Helgi hjólaði um Suðurland á síðasta ári.Bjarki Viðar Bragason Þá er einnig tekið fram að Reykjanesbær hafi jafnt og þétt aukið aðgengi fatlaðra að byggingum sveitarfélegsins. Mátu sex af sjö dómurum dómstólsins það svo að Reykjanesbær hafi tekið fullnægjandi skref til að tryggja aðgengi fatlaðra að opinberum byggingum, innan fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins. Svissneski dómarinn taldi Arnar útilokaðan frá menningar- og félagslegum viðburðum Svissneski dómarinn Andreas Zünd var þó á öðru máli en meðdómarar hans og skilaði hann séráliti í málinu. Taldi hann að Reykjanesbær hafi brotið á mannréttindum Arnars Helga. Vísaði hann til þess að í byggingunum tveimur væri að finna tvær af meginmenningarmiðstöðvum bæjarins. Taldi Zünd því að með slælegu aðgengi fatlaðra að byggingunum tveimur væri verið að hindra þátttöku Arnars Helga í menningar- og félagslegum viðburðum bæjarins. Meðal annars var vísað til þess að Reykjanesbær hafi ákveðið að forgangsraða því að bæta aðgengi fatlaðra að íþrótta- og skólamannvirkjum bæjarins.Vísir/Þorgils Jónsson Vísaði hann einnig til þess að ráðist hafi verið í endurbætur á öðru húsinu á árunum 2006 til 2014, engar skýringar liggi fyrir af hverju aðgengi fatlaðra hafi ekki verið bætt á þeim tíma. Að auki vísaði Zünd í að sjö áru séu liðin frá því að málaferlin hófust, og að sveitarfélagið hafi haft nægan tíma til að bregðast við og bæta aðgengi, jafn vel þó að ákveðið hafi verið að forgangsraða bættu aðgengi að íþrótta- og skólamannvirkjum. Taldi svissneski dómarinn því að Reykjanesbær hafi brotið á mannréttindum Arnars. Hann var þó sá eini af sjö dómurum sem var á þeirri skoðun. Líkt og fyrr segir telur Mannréttindadómstóllinn því að Reykjanesbær hafi ekki brotið á mannréttindum Arnars. Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Dómsmál Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Hjólaði 400 kílómetra með höndunum á sólarhring Arnar Helgi Lárusson, sem er lamaður fyrir neðan brjóst lauk hjólaferð sinni nú í kvöld á Selfoss eftir að hafa hjólað með höndunum fjögur hundruð kílómetra leið á sólarhring með fram suðurströndinni. 23. júní 2021 20:08 Þeysist eftir Þjóðvegi 1 í hjólastól Handahjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson er á fleygiferð í áttina að lokamarki sínu að hjóla 400 km fyrir lok dags. 23. júní 2021 11:53 Ætlar að hjóla 400 kílómetra með höndunum Handahjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson hyggst hjóla 400 kílómetra á innan við sólarhring í næstu viku. Tilgangurinn með afrekinu er að vekja athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða og að safna fyrir fjórum rafmagnsfjallahjólum fyrir hreyfihamlaða. 20. júní 2021 12:33 Segir gróf mannréttindabrot framin í skjóli bágborins eftirlits Formaður SEM samtakanna segir gróf mannréttindabrot framin daglega á Íslandi þegar hreyfihömluðum er meinaður greiður aðgangur að opinberum stöðum og íbúðarhúsnæði. Hann gagnrýnir byggingarfulltrúa og skipulagsyfirvöld harðlega og segir þau gefa afslátt af lögbundnum kröfum um aðgengi. 27. janúar 2021 14:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Arnars. Einn dómari dómstólsins skilaði þó séráliti og taldi Reykjanesbæ hafa brotið á mannréttindum hans. Áður hafði Arnar tapað málinu fyrir Hæstarétti og héraðsdómi hér á landi. Kvartaði vegna tveggja bygginga Málið snýst um að Arnar kvartaði yfir því að tvær opinberar byggingar í Reykjanesbæ uppfylltu hvorki lög né reglugerðir um aðgengi fatlaðs fólks að opinberum byggingum, né alþjóðlegar skuldbingar Íslands í þessum málum. Umrædd hús eru Duushúsið við Duusgötu 2 og 88-húsið við Hafnargötu 88. Arnar hefur notast við hjólastól frá því að hann lenti í mótorhjólaslysi árið 2002. Vísir tók Arnar tali á síðasta ári þegar hann hjólaði fjögur hundruð kílómetra á Suðurlandi á sérútbúnu hjóli. Fyrir dómstólum á Íslandi krafðist Arnar Helgi þess að aðgengi að þessum húsum yrði bætt. Héraðsdómur Reykjaness og Hæstiréttur dæmdu hins vegar Reykjanesbæ í vil, á grundvelli þess að sveitarfélagið væri skuldbundið til þess að bæta aðgengið jafnt og þétt, sem sveitarfélagið væri vissulega að gera. MDE taldi forgangsröðun bæjarins eiga rétt á sér Arnar Helgi fór fram á það að Mannréttindadómstóll Evrópu tæki málið fyrir. Var það gert á grundvelli þess að með þessu lélega aðgengi væri brotið á mannréttindum Arnars, það er rétti hans til að verða ekki fyrir mismunun og rétti hans til að njóta friðhelgi einkalífs. Í dómi Mannréttindadómstólsins segir að almennt hafi töluvert verið gert til að bæta aðgengi fatlaðra að opinberum byggingum á Íslandi. Þá hafi Reykjanesbær ákveðið að forgangsraða því að auka aðgengi fatlaðra að íþrótta- og skólamannvirkjum bæjarins. Arnar Helgi hjólaði um Suðurland á síðasta ári.Bjarki Viðar Bragason Þá er einnig tekið fram að Reykjanesbær hafi jafnt og þétt aukið aðgengi fatlaðra að byggingum sveitarfélegsins. Mátu sex af sjö dómurum dómstólsins það svo að Reykjanesbær hafi tekið fullnægjandi skref til að tryggja aðgengi fatlaðra að opinberum byggingum, innan fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins. Svissneski dómarinn taldi Arnar útilokaðan frá menningar- og félagslegum viðburðum Svissneski dómarinn Andreas Zünd var þó á öðru máli en meðdómarar hans og skilaði hann séráliti í málinu. Taldi hann að Reykjanesbær hafi brotið á mannréttindum Arnars Helga. Vísaði hann til þess að í byggingunum tveimur væri að finna tvær af meginmenningarmiðstöðvum bæjarins. Taldi Zünd því að með slælegu aðgengi fatlaðra að byggingunum tveimur væri verið að hindra þátttöku Arnars Helga í menningar- og félagslegum viðburðum bæjarins. Meðal annars var vísað til þess að Reykjanesbær hafi ákveðið að forgangsraða því að bæta aðgengi fatlaðra að íþrótta- og skólamannvirkjum bæjarins.Vísir/Þorgils Jónsson Vísaði hann einnig til þess að ráðist hafi verið í endurbætur á öðru húsinu á árunum 2006 til 2014, engar skýringar liggi fyrir af hverju aðgengi fatlaðra hafi ekki verið bætt á þeim tíma. Að auki vísaði Zünd í að sjö áru séu liðin frá því að málaferlin hófust, og að sveitarfélagið hafi haft nægan tíma til að bregðast við og bæta aðgengi, jafn vel þó að ákveðið hafi verið að forgangsraða bættu aðgengi að íþrótta- og skólamannvirkjum. Taldi svissneski dómarinn því að Reykjanesbær hafi brotið á mannréttindum Arnars. Hann var þó sá eini af sjö dómurum sem var á þeirri skoðun. Líkt og fyrr segir telur Mannréttindadómstóllinn því að Reykjanesbær hafi ekki brotið á mannréttindum Arnars.
Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Dómsmál Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Hjólaði 400 kílómetra með höndunum á sólarhring Arnar Helgi Lárusson, sem er lamaður fyrir neðan brjóst lauk hjólaferð sinni nú í kvöld á Selfoss eftir að hafa hjólað með höndunum fjögur hundruð kílómetra leið á sólarhring með fram suðurströndinni. 23. júní 2021 20:08 Þeysist eftir Þjóðvegi 1 í hjólastól Handahjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson er á fleygiferð í áttina að lokamarki sínu að hjóla 400 km fyrir lok dags. 23. júní 2021 11:53 Ætlar að hjóla 400 kílómetra með höndunum Handahjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson hyggst hjóla 400 kílómetra á innan við sólarhring í næstu viku. Tilgangurinn með afrekinu er að vekja athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða og að safna fyrir fjórum rafmagnsfjallahjólum fyrir hreyfihamlaða. 20. júní 2021 12:33 Segir gróf mannréttindabrot framin í skjóli bágborins eftirlits Formaður SEM samtakanna segir gróf mannréttindabrot framin daglega á Íslandi þegar hreyfihömluðum er meinaður greiður aðgangur að opinberum stöðum og íbúðarhúsnæði. Hann gagnrýnir byggingarfulltrúa og skipulagsyfirvöld harðlega og segir þau gefa afslátt af lögbundnum kröfum um aðgengi. 27. janúar 2021 14:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Hjólaði 400 kílómetra með höndunum á sólarhring Arnar Helgi Lárusson, sem er lamaður fyrir neðan brjóst lauk hjólaferð sinni nú í kvöld á Selfoss eftir að hafa hjólað með höndunum fjögur hundruð kílómetra leið á sólarhring með fram suðurströndinni. 23. júní 2021 20:08
Þeysist eftir Þjóðvegi 1 í hjólastól Handahjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson er á fleygiferð í áttina að lokamarki sínu að hjóla 400 km fyrir lok dags. 23. júní 2021 11:53
Ætlar að hjóla 400 kílómetra með höndunum Handahjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson hyggst hjóla 400 kílómetra á innan við sólarhring í næstu viku. Tilgangurinn með afrekinu er að vekja athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða og að safna fyrir fjórum rafmagnsfjallahjólum fyrir hreyfihamlaða. 20. júní 2021 12:33
Segir gróf mannréttindabrot framin í skjóli bágborins eftirlits Formaður SEM samtakanna segir gróf mannréttindabrot framin daglega á Íslandi þegar hreyfihömluðum er meinaður greiður aðgangur að opinberum stöðum og íbúðarhúsnæði. Hann gagnrýnir byggingarfulltrúa og skipulagsyfirvöld harðlega og segir þau gefa afslátt af lögbundnum kröfum um aðgengi. 27. janúar 2021 14:00