Gosi, sem Benjamin Evan Ainsworth, talar fyrir í myndinni þarf að sanna að hann geti verið sannsögull, hugrakkur og óeigingjarn áður en hann verður alvöru strákur en nefið stækkar í hvert sinn sem hann segir ósatt.
Hann fer á vit ævintýranna með aðstoð engisprettunnar Jimmy Cricket sem er í raun samviska Gosa og Joseph Gordon-Levitt talar fyrir Jimmy í myndinni. Á ferð sinni kynnist hann ýmsum persónum sem eru með mis hlýtt hjarta.
Sameinaðir
Það er enginn annar en Robert Zemeckis sem leikstýrir myndinni en hann hefur áður unnið með Tom Hanks í myndum eins og Forrest Gump, Polar Express og Cast Away. Myndin fer beint inn á streymisveituna Disney+ og er væntanleg í september.
Cynthia Erivo, sem hefur tvisvar sinnum verið tilnefnd til Óskarsins, fer með hlutverk Bláa álfsins og syngur lagið „When You Wish Upon A Star” sem er úr upprunalegu myndinni.

Gosi hefur lengi verið til
Gosi kom upphaflega út sem kvikmynd árið 1940 og var þá byggð á bókinni um Ævintýri Gosa eftir Carlo Collodi sem kom út 1883. Því hefur fjöldinn allur af börnum alist upp við söguna um hann þó að bókin og upprunalega myndin hafi ólíkan endi en í bókinni frá 1883 mætti Gosi endalokum sínum og var hengdur.
Myndin er ein af fjölmörgum endurgerðum frá Disney síðustu árin en einnig kom Lion King út í nýjum búning sem og Öskubuska og Fríða og Dýrið. Þessa dagana er einnig staðið að endurgerð Mjallhvítar og er Litla Hafmeyjan væntanleg á hvíta tjaldið árið 2023.
Árið 2019 kom einnig út leikin útgáfa af Gosa sem var meðal annars tilnefn til tveggja Óskarsverðlauna fyrir búninga og gervi. Hún var bæði á ensku og ítölsku.