Tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2022 15:27 Burðardýr sem Ingþór fékk til að flytja kókaínið til landsins var handtekið á Keflavíkurflugvelli 19. ágúst 2017. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnabrot þarf að afplána dóminn eftir að Landsréttur taldi ekki rétt hjá héraðsdómi að skilorðsbinda refsinguna. Þá var sýknu hans af ákæru um peningaþvætti snúið við. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ingþór Halldórsson í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja inn rúm tvö kíló af kókaíni til sölu í dreifingar í ágóðaskyni í mars í fyrra. Hann var hins vegar sýknaður að hluta af því að hafa þvættað á áttundu milljóna króna af ágóðanum. Annar maður, sem Ingþór fékk til að flytja efnin til landsins, var einnig ákærður í málinu og hlaut tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði. Hann var einnig dæmdur til að vera sviptur ökuréttindum í tvö ár frá birtingu dómsins. Saksóknari vildi ekki una niðustöðunni og skaut henni til Landsréttar. Vegna alvarleika brotanna taldi rétturinn ekki koma til álita að skilorðsbinda refsinguna en staðfesti að öðru leyti tveggja ára fangelsisdóminn. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Ingþór sætti frá 21. ágúst til 9. október árið 2017. Landsréttur féllst á með saksóknara að greining á fjármálum Ingþórs hafi ekki leitt neitt í ljós sem gæti skýrt þá háu fjárhæð sem hann virðist hafa haft til ráðstöfunar. Ingþór hafi engar haldbærar skýringar gefið á henni. Saksóknari benti á að Ingþór hefði að eigin sögn verið í mikilli fíkniefnaneyslu þegar brotin voru framin. Hann hafi ekki haft neinar launatekjur. Öll skjalleg sönunargögn málsins hafi því hnigið að því að útilokað væri að ávinningurinn væri af lögmætum toga. Framburður Ingþórs um að um væri að ræða lán væri ótrúverðugur. Ingþór var því sakfelldur fyrir peningaþvætti á allri upphæðinni sem saksóknari lagði fram í ákæru, tæplega sjö og hálfri milljón króna. Ingþór hefur hlotið níu refsidóma fyrir umferðar- og fíniefnalagabrot, skjalafals, þjófnað, nytjastuld, rán, fjársvik og brot á lyfjalögum frá árinu 2002. Hann neitaði sök í málinu sem hann hlaut dóm í nú. Bar hann því við að hann hefði ekki verið aðalmaður heldur hafi menn sett sig í samband við hann um að útvega burðardýri, Það hafi hann gert gegn því fá smá neysluskammt í staðinn. Vildi hann ekki upplýsa hverjir þeir menn væru af ótta við hefndaraðgerðir. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ingþór Halldórsson í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja inn rúm tvö kíló af kókaíni til sölu í dreifingar í ágóðaskyni í mars í fyrra. Hann var hins vegar sýknaður að hluta af því að hafa þvættað á áttundu milljóna króna af ágóðanum. Annar maður, sem Ingþór fékk til að flytja efnin til landsins, var einnig ákærður í málinu og hlaut tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði. Hann var einnig dæmdur til að vera sviptur ökuréttindum í tvö ár frá birtingu dómsins. Saksóknari vildi ekki una niðustöðunni og skaut henni til Landsréttar. Vegna alvarleika brotanna taldi rétturinn ekki koma til álita að skilorðsbinda refsinguna en staðfesti að öðru leyti tveggja ára fangelsisdóminn. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Ingþór sætti frá 21. ágúst til 9. október árið 2017. Landsréttur féllst á með saksóknara að greining á fjármálum Ingþórs hafi ekki leitt neitt í ljós sem gæti skýrt þá háu fjárhæð sem hann virðist hafa haft til ráðstöfunar. Ingþór hafi engar haldbærar skýringar gefið á henni. Saksóknari benti á að Ingþór hefði að eigin sögn verið í mikilli fíkniefnaneyslu þegar brotin voru framin. Hann hafi ekki haft neinar launatekjur. Öll skjalleg sönunargögn málsins hafi því hnigið að því að útilokað væri að ávinningurinn væri af lögmætum toga. Framburður Ingþórs um að um væri að ræða lán væri ótrúverðugur. Ingþór var því sakfelldur fyrir peningaþvætti á allri upphæðinni sem saksóknari lagði fram í ákæru, tæplega sjö og hálfri milljón króna. Ingþór hefur hlotið níu refsidóma fyrir umferðar- og fíniefnalagabrot, skjalafals, þjófnað, nytjastuld, rán, fjársvik og brot á lyfjalögum frá árinu 2002. Hann neitaði sök í málinu sem hann hlaut dóm í nú. Bar hann því við að hann hefði ekki verið aðalmaður heldur hafi menn sett sig í samband við hann um að útvega burðardýri, Það hafi hann gert gegn því fá smá neysluskammt í staðinn. Vildi hann ekki upplýsa hverjir þeir menn væru af ótta við hefndaraðgerðir.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira