„Draugagangur“ varð til þess að Guðni Th. birtist á sjónvarpsskjáum Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2022 18:13 Hvorki Hildur Sverrisdóttir (t.v.) né Þórunn Sveinbjarnardóttir heita í raun og veru Guðni Th. Jóhannesson, þrátt fyrir að sjónvarpsútsending Alþingis hafi gefið annað í skyn. Vísir Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, voru báðar merktar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þegar þær voru í ræðustól í umræðum á Alþingi í dag. Í sjónvarps- og netútsendingum frá Alþingi er alla jafna tilgreint hver stendur í pontu í hvert skipti, og fyrir hvaða flokk þeir sitja á þingi. Hildur Sverrisdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir þurftu þó að sætta sig við annað nafn en sitt eigið þegar þær ávörpuðu þingið í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir í ræðupúlti Alþingis í dag.Skjáskot Nafn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, var sýnt á skjánum í staðinn fyrir nöfn þingmannanna. Þá var forsetinn sagður vera í Samfylkingunni og vera framsögumaður. Hildur, sem var í pontu að ræða frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum, birti skjáskot af mistökunum á Facebook-síðu sinni. Þar segir hún það vera „ákveðinn skellur“ að hún hafi verið talin vera samfylkingarmaður og forseti Íslands. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Þorsteinn Magnússon, varaskrifstofustjóri Alþingis, að um hafi verið að ræða smávægileg tæknivandamál. „Það var smá „draugagangur“ í útsendingarkerfinu okkar í dag. Það kemur fyrir að tæknin stríði okkur eins og öðrum landsmönnum, en þau nafnabrengsl sem urðu voru strax leiðrétt,“ segir Þorsteinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Í sjónvarps- og netútsendingum frá Alþingi er alla jafna tilgreint hver stendur í pontu í hvert skipti, og fyrir hvaða flokk þeir sitja á þingi. Hildur Sverrisdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir þurftu þó að sætta sig við annað nafn en sitt eigið þegar þær ávörpuðu þingið í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir í ræðupúlti Alþingis í dag.Skjáskot Nafn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, var sýnt á skjánum í staðinn fyrir nöfn þingmannanna. Þá var forsetinn sagður vera í Samfylkingunni og vera framsögumaður. Hildur, sem var í pontu að ræða frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum, birti skjáskot af mistökunum á Facebook-síðu sinni. Þar segir hún það vera „ákveðinn skellur“ að hún hafi verið talin vera samfylkingarmaður og forseti Íslands. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Þorsteinn Magnússon, varaskrifstofustjóri Alþingis, að um hafi verið að ræða smávægileg tæknivandamál. „Það var smá „draugagangur“ í útsendingarkerfinu okkar í dag. Það kemur fyrir að tæknin stríði okkur eins og öðrum landsmönnum, en þau nafnabrengsl sem urðu voru strax leiðrétt,“ segir Þorsteinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira