Loftslagsvænni mjólkurframleiðsla Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2022 08:01 Í dag er Alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur í 21. skipti um víða veröld. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) stóð að stofnun dagsins og var tilgangur framtaksins að vekja athygli á og viðurkenna mikilvægi mjólkur, næringarlegan, félagslegan og efnahagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í heiminum en mjólkurframleiðsla styður við lífsafkomu eins milljarðs manna um veröld alla. Ákveðið þema er tekið fyrir á þessum hátíðlega degi mjólkurinnar hverju sinni og í ár er dagurinn tileinkaður þeim fjölmörgu verkefnum sem nú þegar eru í gangi í mjólkurframleiðslu heimsins til að hraða loftslagsaðgerðum og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Þar ber helst að nefna orkuskiptin, þróun ýmissa fæðubótarefna fyrir nautgripi sem draga úr metanlosun úr meltingarvegi og að veita bændum ráðgjöf til að minnka losun á sínum búum. Kolefnishlutleysi fyrir 2040 Hröð þróun hefur verið síðustu ár í íslenskri mjólkurframleiðslu hvað varðar tækniframfarir, aðbúnað, fóðrun og kynbætur íslenskra mjólkurkúa. Kúabændur landsins hafa þannig náð að auka meðalframleiðslu á hverja kýr um 50% á síðustu 30 árum. Mjólkurkúm hefur fækkað um 20% á meðan framleiðslan hefur aukist um 43%. Færri kýr þarf því til að framleiða meiri mjólk og höfum við með því dregið úr losun nautgriparæktarinnar umtalsvert á síðustu árum en metanlosun frá meltingarvegi mjólkurkúa er langstærsti einstaki losunarþátturinn í losun mjólkurframleiðslunnar. Betur má ef duga skal því íslenskir kúabændur hafa sett sér það markmið að greinin verði kolefnishlutlaus eigi síðar en árið 2040 og árið 2020 var gefin út skýrsla um loftslagsmál í nautgriparækt með sjö skrefa aðgerðaráætlun til að ná þessu markmiði. Áætlunin er vel á veg komin og hefur m.a. falið í sér bætta gagnaskráningu og kaup á búnaði til að mæla metanlosun nautgripa á Íslandi. Búnaðurinn gerir okkur einnig kleift að athuga hvernig megi minnka losun með breyttri fóðrun kúa en verið er að þróa ýmis fæðubótaefni sem geta minnkað losun metans frá meltingarvegi nautgripa, þ.á m. efni sem unnið er úr þörungum. Nauðsynlegt er að loftslagsaðgerðir byggi á nákvæmum upplýsingum og þekkingu en íslenskir kúabændur eru einnig komnir af stað í raunverulegar aðgerðir. Loftslagsvænn landbúnaður Á síðasta ári hófu fyrstu kúabændurnir þáttöku í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður og nú í vor var opnað fyrir og auglýst eftir þátttöku fleiri nautgripabænda. Verkefnið hefur þróast hratt síðustu ár og fékk hvatningarviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu á síðasta ári. Verkefnið tengir saman fjölmargar loftslagsaðgerðir og byggir á því að veita bændum ráðgjöf og fræðslu í loftslagsaðgerðum. Þátttökubú setja sér aðgerðaráætlun sem hentar hverju búi með það að marki að minnka losun og auka bindingu á hverju búi. Þess má einnig geta að nú þegar stundar fjöldi kúabænda skógrækt meðfram mjólkurframleiðslu og mun þeim að öllum líkindum fjölga á komandi árum. Erfðamengisúrval Íslenskir kúabændur hafa valið að verja stofn íslenska kúakynsins sem er einstakur á heimsvísu en býr þó ekki að sömu framleiðslugetu og bestu mjólkurkúakyn heimsins. Það er því afar mikilvægt fyrir okkur að stunda markvisst kynbótastarf. Eitt allra stærsta verkefni kúabænda á síðustu árum hefur verið innleiðing á svokölluðu Erfðamengisúrvali. Verkefnið felur í sér, í mjög einfölduðu máli, að greining á erfðamengi einstaklinga er notað til að reikna út kynbótamat þeirra, þ.e. hversu efnilegir þeir eru til framræktunar. Þannig verður öryggi kynbótamatsins meira, ættliðabilið styttra og erfðaframfarirnar bæði meiri og hraðari. Á þessu ári byrjuðu kúabændur sjálfir að taka sýni úr sínum kvígukálfum um leið og sett eru í þá eyrnamerki. Sýnin eru svo send með mjólkurbílnum og þeim komið þaðan áfram til arfgerðargreiningar hjá Matís. Við sjáum fram á að kynbótastarf í mjólkurframleiðslu muni taka stór og hröð skref fram á við á næstu árum. Talið er að ávinningur verkefnisins muni nema um 40 milljónum króna á ári í minnkuðum framleiðslukostnaði fyrir mjólkuriðnaðinn í heild. Aukin afköst og minni sóun leiða einnig af sér minni losun frá greininni og því má segja að innleiðing Erfðamengisúrvals sé ein stærsta loftslagsaðgerð íslenskrar mjólkurframleiðslu. Sællegar kýr úti á túni Íslenskir kúabændur láta sig umhverfið og loftslagsmál varða. Við eigum inni mikil tækifæri til að draga enn frekar úr losun og auka bindingu gróðurhúsalofttegunda en gott er að staldra við og minna okkur á hvað við höfum nú þegar gert. Við höfum nú þegar náð miklum árangri í minni losun með bættum afköstum og nýtingu, ráðist af stað í risa stór verkefni til að gera enn betur og unnið að raunverulegum loftslagsaðgerðum í mjólkurframleiðslu. Í tilefni alþjóðlega mjólkurdagsins verða íslenskir kúabændur virkir á samfélagsmiðlum. Fylgist með á instagram Bændasamtakanna þar sem kúabændur leyfa öðrum að skyggnast inní þeirra daglega líf, segja okkur m.a. frá þeim aðgerðum sem þeir hafa stigið í átt að loftslagsvænni landbúnaði og auðvitað sjáum við sællegar kýr úti á túni. Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag! Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands og formaður Búgreinadeildar nautgripabænda í BÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Í dag er Alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur í 21. skipti um víða veröld. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) stóð að stofnun dagsins og var tilgangur framtaksins að vekja athygli á og viðurkenna mikilvægi mjólkur, næringarlegan, félagslegan og efnahagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í heiminum en mjólkurframleiðsla styður við lífsafkomu eins milljarðs manna um veröld alla. Ákveðið þema er tekið fyrir á þessum hátíðlega degi mjólkurinnar hverju sinni og í ár er dagurinn tileinkaður þeim fjölmörgu verkefnum sem nú þegar eru í gangi í mjólkurframleiðslu heimsins til að hraða loftslagsaðgerðum og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Þar ber helst að nefna orkuskiptin, þróun ýmissa fæðubótarefna fyrir nautgripi sem draga úr metanlosun úr meltingarvegi og að veita bændum ráðgjöf til að minnka losun á sínum búum. Kolefnishlutleysi fyrir 2040 Hröð þróun hefur verið síðustu ár í íslenskri mjólkurframleiðslu hvað varðar tækniframfarir, aðbúnað, fóðrun og kynbætur íslenskra mjólkurkúa. Kúabændur landsins hafa þannig náð að auka meðalframleiðslu á hverja kýr um 50% á síðustu 30 árum. Mjólkurkúm hefur fækkað um 20% á meðan framleiðslan hefur aukist um 43%. Færri kýr þarf því til að framleiða meiri mjólk og höfum við með því dregið úr losun nautgriparæktarinnar umtalsvert á síðustu árum en metanlosun frá meltingarvegi mjólkurkúa er langstærsti einstaki losunarþátturinn í losun mjólkurframleiðslunnar. Betur má ef duga skal því íslenskir kúabændur hafa sett sér það markmið að greinin verði kolefnishlutlaus eigi síðar en árið 2040 og árið 2020 var gefin út skýrsla um loftslagsmál í nautgriparækt með sjö skrefa aðgerðaráætlun til að ná þessu markmiði. Áætlunin er vel á veg komin og hefur m.a. falið í sér bætta gagnaskráningu og kaup á búnaði til að mæla metanlosun nautgripa á Íslandi. Búnaðurinn gerir okkur einnig kleift að athuga hvernig megi minnka losun með breyttri fóðrun kúa en verið er að þróa ýmis fæðubótaefni sem geta minnkað losun metans frá meltingarvegi nautgripa, þ.á m. efni sem unnið er úr þörungum. Nauðsynlegt er að loftslagsaðgerðir byggi á nákvæmum upplýsingum og þekkingu en íslenskir kúabændur eru einnig komnir af stað í raunverulegar aðgerðir. Loftslagsvænn landbúnaður Á síðasta ári hófu fyrstu kúabændurnir þáttöku í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður og nú í vor var opnað fyrir og auglýst eftir þátttöku fleiri nautgripabænda. Verkefnið hefur þróast hratt síðustu ár og fékk hvatningarviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu á síðasta ári. Verkefnið tengir saman fjölmargar loftslagsaðgerðir og byggir á því að veita bændum ráðgjöf og fræðslu í loftslagsaðgerðum. Þátttökubú setja sér aðgerðaráætlun sem hentar hverju búi með það að marki að minnka losun og auka bindingu á hverju búi. Þess má einnig geta að nú þegar stundar fjöldi kúabænda skógrækt meðfram mjólkurframleiðslu og mun þeim að öllum líkindum fjölga á komandi árum. Erfðamengisúrval Íslenskir kúabændur hafa valið að verja stofn íslenska kúakynsins sem er einstakur á heimsvísu en býr þó ekki að sömu framleiðslugetu og bestu mjólkurkúakyn heimsins. Það er því afar mikilvægt fyrir okkur að stunda markvisst kynbótastarf. Eitt allra stærsta verkefni kúabænda á síðustu árum hefur verið innleiðing á svokölluðu Erfðamengisúrvali. Verkefnið felur í sér, í mjög einfölduðu máli, að greining á erfðamengi einstaklinga er notað til að reikna út kynbótamat þeirra, þ.e. hversu efnilegir þeir eru til framræktunar. Þannig verður öryggi kynbótamatsins meira, ættliðabilið styttra og erfðaframfarirnar bæði meiri og hraðari. Á þessu ári byrjuðu kúabændur sjálfir að taka sýni úr sínum kvígukálfum um leið og sett eru í þá eyrnamerki. Sýnin eru svo send með mjólkurbílnum og þeim komið þaðan áfram til arfgerðargreiningar hjá Matís. Við sjáum fram á að kynbótastarf í mjólkurframleiðslu muni taka stór og hröð skref fram á við á næstu árum. Talið er að ávinningur verkefnisins muni nema um 40 milljónum króna á ári í minnkuðum framleiðslukostnaði fyrir mjólkuriðnaðinn í heild. Aukin afköst og minni sóun leiða einnig af sér minni losun frá greininni og því má segja að innleiðing Erfðamengisúrvals sé ein stærsta loftslagsaðgerð íslenskrar mjólkurframleiðslu. Sællegar kýr úti á túni Íslenskir kúabændur láta sig umhverfið og loftslagsmál varða. Við eigum inni mikil tækifæri til að draga enn frekar úr losun og auka bindingu gróðurhúsalofttegunda en gott er að staldra við og minna okkur á hvað við höfum nú þegar gert. Við höfum nú þegar náð miklum árangri í minni losun með bættum afköstum og nýtingu, ráðist af stað í risa stór verkefni til að gera enn betur og unnið að raunverulegum loftslagsaðgerðum í mjólkurframleiðslu. Í tilefni alþjóðlega mjólkurdagsins verða íslenskir kúabændur virkir á samfélagsmiðlum. Fylgist með á instagram Bændasamtakanna þar sem kúabændur leyfa öðrum að skyggnast inní þeirra daglega líf, segja okkur m.a. frá þeim aðgerðum sem þeir hafa stigið í átt að loftslagsvænni landbúnaði og auðvitað sjáum við sællegar kýr úti á túni. Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag! Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands og formaður Búgreinadeildar nautgripabænda í BÍ.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar