Bíðum ekki eftir framtíðinni Davíð Þorláksson skrifar 1. júní 2022 09:30 Því er stundum haldið fram að fjárfesting í almenningssamgöngum sé óþörf því sjálfkeyrandi bílar séu handan við hornið og þeir muni koma í stað almenningssamgangna og leysa úr umferðartöfum. Þeir sömu vilja þó gjarnan fjárfesta enn meira í mannvirkjum fyrir einkabíla, sem hlýtur að fela í sér þversögn. Þegar internetið var að ná fótfestu á tíunda áratugnum spáðu sum því að fljótlega þyrfti ekki að byggja upp samgöngumannvirki eða verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Allir yrðu heima hjá sér að vinna og versla. Þrátt fyrir áframhaldandi þróun netsins og nýlegar samkomutakmarkanir, sem hefur gert okkur kleift að gera margt að heiman, er langur vegur frá því að umferðartafir eða eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði séu að stórminnka. Það er full ástæða til að fylgjast með tækniþróun þegar kemur að ökutækjum og aðlaga áætlanir að þeim þegar þörf krefur. Við langtímaskipulag samgangna getum við hins vegar ekki gefið okkur að ný tækni eða ný menning breyti meginforsendum frá því sem er í dag. Ef sú forsenda klikkar, að það sé hvort sem er allt að breytast og að nútíminn geti bara hinkrað og beðið eftir framtíðinni, þá yrði aldrei fjárfest í neinu. Mér er ekki kunnugt um neina borg í Evrópu sem hefur tekið upp þá stefnu að hætta að fjárfesta í samgöngum því að sjálfkeyrandi bílar muni leysa allan vanda. Þvert á móti leggja þær nær allar áherslu á fjárfestingu í fjölbreyttum ferðamátum, yfirleitt fyrst og fremst almenningssamgöngum. Sjálfkeyrandi bílar og sjálfkeyrandi almenningssamgöngur munu koma einhvern tímann. Væntanlega er styttra í að almenningssamgöngur í sérrými, eins og Borgarlínan, verði sjálfkeyrandi en bílar í blandaðri umferð. Við megum þó ekki ofmeta áhrif tækni- og menningarbreytinga og þurfum mjög reglulega að endurskoða áætlanir og áform með hliðsjón af þróun sem er í hendi. Við þurfum að halda áfram að spá í framtíðina og undirbúa okkur fyrir hana, en megum ekki sitja með hendur í skauti og búast við því að hún muni leysa öll okkar vandamál. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Samgöngur Borgarlína Umferð Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Því er stundum haldið fram að fjárfesting í almenningssamgöngum sé óþörf því sjálfkeyrandi bílar séu handan við hornið og þeir muni koma í stað almenningssamgangna og leysa úr umferðartöfum. Þeir sömu vilja þó gjarnan fjárfesta enn meira í mannvirkjum fyrir einkabíla, sem hlýtur að fela í sér þversögn. Þegar internetið var að ná fótfestu á tíunda áratugnum spáðu sum því að fljótlega þyrfti ekki að byggja upp samgöngumannvirki eða verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Allir yrðu heima hjá sér að vinna og versla. Þrátt fyrir áframhaldandi þróun netsins og nýlegar samkomutakmarkanir, sem hefur gert okkur kleift að gera margt að heiman, er langur vegur frá því að umferðartafir eða eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði séu að stórminnka. Það er full ástæða til að fylgjast með tækniþróun þegar kemur að ökutækjum og aðlaga áætlanir að þeim þegar þörf krefur. Við langtímaskipulag samgangna getum við hins vegar ekki gefið okkur að ný tækni eða ný menning breyti meginforsendum frá því sem er í dag. Ef sú forsenda klikkar, að það sé hvort sem er allt að breytast og að nútíminn geti bara hinkrað og beðið eftir framtíðinni, þá yrði aldrei fjárfest í neinu. Mér er ekki kunnugt um neina borg í Evrópu sem hefur tekið upp þá stefnu að hætta að fjárfesta í samgöngum því að sjálfkeyrandi bílar muni leysa allan vanda. Þvert á móti leggja þær nær allar áherslu á fjárfestingu í fjölbreyttum ferðamátum, yfirleitt fyrst og fremst almenningssamgöngum. Sjálfkeyrandi bílar og sjálfkeyrandi almenningssamgöngur munu koma einhvern tímann. Væntanlega er styttra í að almenningssamgöngur í sérrými, eins og Borgarlínan, verði sjálfkeyrandi en bílar í blandaðri umferð. Við megum þó ekki ofmeta áhrif tækni- og menningarbreytinga og þurfum mjög reglulega að endurskoða áætlanir og áform með hliðsjón af þróun sem er í hendi. Við þurfum að halda áfram að spá í framtíðina og undirbúa okkur fyrir hana, en megum ekki sitja með hendur í skauti og búast við því að hún muni leysa öll okkar vandamál. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun