Borgin sýknuð í þriðja sinn í innviðagjaldsmálinu Bjarki Sigurðsson skrifar 1. júní 2022 15:24 Hæstiréttur Íslands. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg var í dag sýknuð af kröfum verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. í Hæstarétti. Fyrirtækið krafði borgina um endurgreiðslu á rúmlega 120 milljónum króna sem þeir höfðu greitt í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. Borgin hafði áður verið sýknuð í héraðsdómi og Landsrétti, og fengu Sérverk samþykkta áfrýjunarbeiðni á þeim grundvelli að málið hefði verulegt almennt gildi sem reyndi á gjaldtökuheimildir sveitarfélaga án lagaheimildar. Reykjavíkurborg hafði gert samninga við lóðarhafa í Vogabyggð um þátttöku þeirra í kostnaði af uppbyggingu hverfisins með útgáfu skuldabréfs. Miðaðist greiðslan við stærð þeirra fasteigna sem heimilt var að reisa á hverri lóð samkvæmt nýju deiliskipulagi. Tóku yfir greiðsluskyldu Sérverk keypti lóðarréttindi af einum viðsemjanda borgarinnar, meðal annars með yfirtöku greiðsluskyldu samkvæmt skuldabréfinu. „Það liggur fyrir – og er ágreiningslaust – að engin lagaheimild er til álagningar innviðagjaldsins en samt sem áður er farið af stað í milljarðaframkvæmdir með tilheyrandi réttaróvissu. Mér finnst þetta raunar með ólíkindum enda hafði borgin borð fyrir báru varðandi gatnagerðargjöldin. Hún hefði getað nýtt lagaheimildir til að leggja á viðbótargatnagerðargjald en kaus að gera það ekki og fara þess í stað þá áhættusömu leið að leggja innviðagjald á lóðarhafa með einkaréttarlegum samningum,“ sagði Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Sérverk ehf. í samtali við Vísi árið 2019 þegar málaferli hófust. Svigrúm til að ákveða forgangsröðun sjálf Um er að ræða prófmál og stóð til að stór hópur verktakafyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins færi í málarekstur gegn borginni skyldi málið vinnast. Hæstiréttur mat það sem svo, líkt og héraðsdómur og Landsréttur, að með samkomulagi Sérverks og Reykjavíkurborgar hafi ekki verið brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttar um jafnræði og meðalhóf. Þá töldu dómarar að ákvæði stjórnarskrárinnar veitti borginni ákvörðunarrétt um nýtingu og ráðstöfun tekna. Þá fengi borgin svigrúm til að ákveða forgangsröðun innan þess ramma, þar á meðal hvort tekjur af einkaréttarlegum samningum rynnu að einhverju marki til lögbundinna verkefna. Sýknun borgarinnar var því staðfest og Sérverk gert að greiða málskostnað Reykjavíkurborgar, alls 1,2 milljónir króna. Dagur ánægður með Hæstarétt Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, er kampakátur með þessa niðurstöðu Hæstaréttar enda mikið undir. „Umræddir samningar hafa verið lykilverkfæri við að endurskipuleggja gömul athafnasvæði í Vogabyggð og Ártúnshöfða og þéttingarreiti mun víðar, fjölga félagslegum íbúðum um alla borg, tryggja félagslega blöndun á eftirsóttum byggingarsvæðum og auka gæði í hinu byggða umhverfi. Ég vil sérstaklega hrósa öllum sem hafa komið að málum þessum af borgarinnar hálfu.“ Hann segir niðurstöðuna vera fagnaðarefni og að hún sé í þágu betra samfélags og almannahagsmuna. „Því viðhorfi að verktakar ættu að geta hirt allan gróðan af umbreytingu borgarinnar en skilið kostnaðinn við endurnýjun hverfanna eftir hjá samfélaginu hefur algerlega verið hafnað. Um leið liggur fyrir að sveitarfélög geta með samningum stuðlað að fjölgun félagslegra íbúða og félagslegri blöndun að fordæmi Reykjavíkur.“ Dómsmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Borgin hafði áður verið sýknuð í héraðsdómi og Landsrétti, og fengu Sérverk samþykkta áfrýjunarbeiðni á þeim grundvelli að málið hefði verulegt almennt gildi sem reyndi á gjaldtökuheimildir sveitarfélaga án lagaheimildar. Reykjavíkurborg hafði gert samninga við lóðarhafa í Vogabyggð um þátttöku þeirra í kostnaði af uppbyggingu hverfisins með útgáfu skuldabréfs. Miðaðist greiðslan við stærð þeirra fasteigna sem heimilt var að reisa á hverri lóð samkvæmt nýju deiliskipulagi. Tóku yfir greiðsluskyldu Sérverk keypti lóðarréttindi af einum viðsemjanda borgarinnar, meðal annars með yfirtöku greiðsluskyldu samkvæmt skuldabréfinu. „Það liggur fyrir – og er ágreiningslaust – að engin lagaheimild er til álagningar innviðagjaldsins en samt sem áður er farið af stað í milljarðaframkvæmdir með tilheyrandi réttaróvissu. Mér finnst þetta raunar með ólíkindum enda hafði borgin borð fyrir báru varðandi gatnagerðargjöldin. Hún hefði getað nýtt lagaheimildir til að leggja á viðbótargatnagerðargjald en kaus að gera það ekki og fara þess í stað þá áhættusömu leið að leggja innviðagjald á lóðarhafa með einkaréttarlegum samningum,“ sagði Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Sérverk ehf. í samtali við Vísi árið 2019 þegar málaferli hófust. Svigrúm til að ákveða forgangsröðun sjálf Um er að ræða prófmál og stóð til að stór hópur verktakafyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins færi í málarekstur gegn borginni skyldi málið vinnast. Hæstiréttur mat það sem svo, líkt og héraðsdómur og Landsréttur, að með samkomulagi Sérverks og Reykjavíkurborgar hafi ekki verið brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttar um jafnræði og meðalhóf. Þá töldu dómarar að ákvæði stjórnarskrárinnar veitti borginni ákvörðunarrétt um nýtingu og ráðstöfun tekna. Þá fengi borgin svigrúm til að ákveða forgangsröðun innan þess ramma, þar á meðal hvort tekjur af einkaréttarlegum samningum rynnu að einhverju marki til lögbundinna verkefna. Sýknun borgarinnar var því staðfest og Sérverk gert að greiða málskostnað Reykjavíkurborgar, alls 1,2 milljónir króna. Dagur ánægður með Hæstarétt Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, er kampakátur með þessa niðurstöðu Hæstaréttar enda mikið undir. „Umræddir samningar hafa verið lykilverkfæri við að endurskipuleggja gömul athafnasvæði í Vogabyggð og Ártúnshöfða og þéttingarreiti mun víðar, fjölga félagslegum íbúðum um alla borg, tryggja félagslega blöndun á eftirsóttum byggingarsvæðum og auka gæði í hinu byggða umhverfi. Ég vil sérstaklega hrósa öllum sem hafa komið að málum þessum af borgarinnar hálfu.“ Hann segir niðurstöðuna vera fagnaðarefni og að hún sé í þágu betra samfélags og almannahagsmuna. „Því viðhorfi að verktakar ættu að geta hirt allan gróðan af umbreytingu borgarinnar en skilið kostnaðinn við endurnýjun hverfanna eftir hjá samfélaginu hefur algerlega verið hafnað. Um leið liggur fyrir að sveitarfélög geta með samningum stuðlað að fjölgun félagslegra íbúða og félagslegri blöndun að fordæmi Reykjavíkur.“
Dómsmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira