Fótbolti

Rüdiger til liðs við Evrópumeistara Real Madríd

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Antonio Rüdiger í einum af sínum 50 landsleikjum.
Antonio Rüdiger í einum af sínum 50 landsleikjum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger er genginn til liðs við Real Madríd. Orðrómar þess efnis hafa verið háværir undanfarnar vikur en vistaskiptin voru loks staðfest í dag.

Hinn 29 ára gamli Rüdiger var fyrir löngu búinn að staðfesta að hann myndi yfirgefa Chelsea í sumar en þar hefur hann leikið síðan 2017. Hefur hann unnið til fjölda titla á árunum fimm í Lundúnum. Þar á meðal Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina, FA bikarinn og HM félagsliða.

Nú hefur verið staðfest að þessi þýski miðvörður mun leika með Spánar- og Evrópumeisturum Real Madríd á næstu leiktíð.

Spánn verður fjórða landið sem Rüdiger leikur en í hann hefur áður leikið með Stuttgart í Þýskalandi, Roma á Ítalíu og Chelsea á Englandi.

Alls á Rüdiger að baki 50 leiki fyrir Þýskaland og vann til að mynda Álfukeppni FIFA árið 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×