Meintur banamaður Litvinenkos lést úr Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2022 18:29 Dmitry Kovtun lést á sjúkrahúsi í Moskvu úr Covid-19. Getty/Alexey Maishev Annar mannanna, sem sakaður er um að hafa banað Alexander Litvinenko í Lundúnum, er látinn úr Covid-19. Dmitry Kovtun var sakaður um að hafa, með Andrei Lugovoy, komið Litvinenko fyrir kattarnef árið 2006 fyrir hönd rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Kovtun lést á spítala í Moskvu samkvæmt frétt TASS, ríkisfjölmiðils í Rússlandi. Lugovoy, sem nú er hátt settur þingmaður í rússnesku Dúmunni, lýsti mikilli sorg í samtali við TASS og að hann syrgði dauða náins og trygglinds vinar. Dauði Litvinenko vakti mikla athygli á sínum tíma en hann hafði, áður en hann flúði til Bretlands, starfað fyrir hina alræmdu KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Áður en hann flúði var hann orðinn einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og fyrrverandi samstarfsmanns hans. Eftir flóttann til Bretlands starfaði Litvinenko hjá bresku leyniþjónustunni, MI6. Hann dó kvalarfullum dauða eftir að eitri var komið fyrir í tebolla sem hann drakk í Lundúnum. Eitrið, Polonium 210, er sjaldgæft og geislavirkt efni sem rakið var til Sovétríkjanna. Alexander Litvinenko á dánarbeðinu í Lundúnum.Getty/Natasja Weitsz Á dánarbeði sínu sakaði Litvinenko Pútín um að hafa fyrirskipað banatilræðið en yfirvöld í Kreml hafa alla tíð neitað aðkomu að dauða hans. Niðurstöður breskrar rannsóknar, sem kynntar voru árið 2016, bentu hins vegar til þess að banatilræðið hafi verið á vegum FSB og að þáverandi yfirmaður leyniþjónustunnar, Nikolai Patrushev, og Vladimír Pútín sjálfur hafi fyrirskipað tilræðið. Þá kom einnig fram í niðurstöðunum að Lugovoy og Kovtun hafi verið þeir sem komu eitrinu fyrir í tebolla Litvinenkos. Breskir rannsakendur höfðu fundið leyfar af polonium víða um Lundúnir, á stöðum þar sem tvíeykið hafði komið við, þar á meðal á skrifstofum, hótelum, flugvélum og á fótboltaleikvangi Arsenal. Báðir neituðu sök og Rússland neitaði að framselja þá til Bretlands fyrir réttarhöld í málinu. Þetta er ekki eina skiptið sem grunur hefur verið uppi um að Kreml hafi fyrirskipað eitrun fyrir Rússum á breskri grundu. Árið 2018 kom viðlíka mál upp þegar tilraun var gerð til að bana Sergei Skripal, sem var eitt sinn rússneskur njósnari, og Yuliu dóttur hans með taugaeitrinu novichok. Þrír rússneskir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir banatilræðið gegn Skripal-feðginunum en bresk yfirvöld hafa ekki enn náð að rétta yfir þeim. Rússland Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Andlát Tengdar fréttir Þriðji maðurinn ákærður vegna tilræðisins gegn Skrípal Bresk yfirvöld hafa gef út ákæru á hendur rússneskum karlmanni í tengslum við taugaeiturstilræðið gegn rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal árið 2018. Maðurinn er talinn hafa stýrt aðgerðinni og að hann tilheyri rússnesku herleyniþjónustunni. 21. september 2021 10:52 Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21. september 2021 08:59 Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Dmitry Kovtun var sakaður um að hafa, með Andrei Lugovoy, komið Litvinenko fyrir kattarnef árið 2006 fyrir hönd rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Kovtun lést á spítala í Moskvu samkvæmt frétt TASS, ríkisfjölmiðils í Rússlandi. Lugovoy, sem nú er hátt settur þingmaður í rússnesku Dúmunni, lýsti mikilli sorg í samtali við TASS og að hann syrgði dauða náins og trygglinds vinar. Dauði Litvinenko vakti mikla athygli á sínum tíma en hann hafði, áður en hann flúði til Bretlands, starfað fyrir hina alræmdu KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Áður en hann flúði var hann orðinn einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og fyrrverandi samstarfsmanns hans. Eftir flóttann til Bretlands starfaði Litvinenko hjá bresku leyniþjónustunni, MI6. Hann dó kvalarfullum dauða eftir að eitri var komið fyrir í tebolla sem hann drakk í Lundúnum. Eitrið, Polonium 210, er sjaldgæft og geislavirkt efni sem rakið var til Sovétríkjanna. Alexander Litvinenko á dánarbeðinu í Lundúnum.Getty/Natasja Weitsz Á dánarbeði sínu sakaði Litvinenko Pútín um að hafa fyrirskipað banatilræðið en yfirvöld í Kreml hafa alla tíð neitað aðkomu að dauða hans. Niðurstöður breskrar rannsóknar, sem kynntar voru árið 2016, bentu hins vegar til þess að banatilræðið hafi verið á vegum FSB og að þáverandi yfirmaður leyniþjónustunnar, Nikolai Patrushev, og Vladimír Pútín sjálfur hafi fyrirskipað tilræðið. Þá kom einnig fram í niðurstöðunum að Lugovoy og Kovtun hafi verið þeir sem komu eitrinu fyrir í tebolla Litvinenkos. Breskir rannsakendur höfðu fundið leyfar af polonium víða um Lundúnir, á stöðum þar sem tvíeykið hafði komið við, þar á meðal á skrifstofum, hótelum, flugvélum og á fótboltaleikvangi Arsenal. Báðir neituðu sök og Rússland neitaði að framselja þá til Bretlands fyrir réttarhöld í málinu. Þetta er ekki eina skiptið sem grunur hefur verið uppi um að Kreml hafi fyrirskipað eitrun fyrir Rússum á breskri grundu. Árið 2018 kom viðlíka mál upp þegar tilraun var gerð til að bana Sergei Skripal, sem var eitt sinn rússneskur njósnari, og Yuliu dóttur hans með taugaeitrinu novichok. Þrír rússneskir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir banatilræðið gegn Skripal-feðginunum en bresk yfirvöld hafa ekki enn náð að rétta yfir þeim.
Rússland Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Andlát Tengdar fréttir Þriðji maðurinn ákærður vegna tilræðisins gegn Skrípal Bresk yfirvöld hafa gef út ákæru á hendur rússneskum karlmanni í tengslum við taugaeiturstilræðið gegn rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal árið 2018. Maðurinn er talinn hafa stýrt aðgerðinni og að hann tilheyri rússnesku herleyniþjónustunni. 21. september 2021 10:52 Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21. september 2021 08:59 Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Þriðji maðurinn ákærður vegna tilræðisins gegn Skrípal Bresk yfirvöld hafa gef út ákæru á hendur rússneskum karlmanni í tengslum við taugaeiturstilræðið gegn rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal árið 2018. Maðurinn er talinn hafa stýrt aðgerðinni og að hann tilheyri rússnesku herleyniþjónustunni. 21. september 2021 10:52
Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21. september 2021 08:59
Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03