„Hér ætlum við að vera næstu 100 ár“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2022 10:01 Íþróttamiðstöð Fram er með glæsileg í alla staði. Stöð 2 „Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal er einhver glæsilegasta íþróttaðstaða Reykjavíkur og landsins. Þetta mun gjörbylta allri aðstöðu félagsins,“ sagði íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson (Gaupi) um magnaða aðstöðu Fram. Gaupi fór á stúfana og tók út nýja íþróttaaðstöðu Fram sem er loksins að verða tilbúin. Ræddi hann við Sigurð Inga Tómasson, formann félagsins, en hann man tímanna tvenna. „Allt til alls hér og hér er framtíðarsvæði. Hér ætlum við að vera næstu 100 ár,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Tómasson, formaður Fram.Stöð 2 „Við erum að fara úr 3400 fermetra húsi í 7800 fermetra hús. Við erum með miklu fleiri velli, tvo gervigrasvelli og þrjá grasvelli. Þetta er allt önnur aðstaða.“ „Við komum fyrir fleiri en 1500 manns, það er hægt að hafa stæði fyrir aftan stúkuna ef það er fullt. Það eru svo sem almennt ekki fleiri en 1500 á leikjum en það vonandi verður,“ sagði formaður Fram um stúku fótboltavallar félagsins. „Þetta er flottasti handboltasalur á Íslandi fullyrði ég. Bjartur og flottur.“ Fyrir íþróttamenn félagsins er ljóst að breytingin verður mikil. Að flytja úr Safamýrinni í þessa nýju íþróttamiðstöð félagsins enda jafnast aðstaðan á við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Breyttir tímar „Við sem munum eftir Skipholtinu upplifum þetta sem stórkostlega tíma, það er enginn vafi.“ „Það er ætlunin, veltur á því hvað Reykjavíkurborg gerir. Hún er búin að svíkja okkur hvað eftir annað með þann íbúafjölda sem átti hér upphaflega að vera. Svo verðum við bara að sækja í okkur veðrið og sækja þá iðkendur eitthvað annað. Vera bara betri en önnur félög,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður hvort Fram gæti nú tekið skref fram á við þökk sé aðstöðu félagsins. Safamýrinnar verður sárt saknað „Þetta er eins og þegar þú flytur á milli heimila. Þú saknar staðarins sem þú varst á. Það er ekki söknuður í þeim skilningi að við erum að gjörbylta aðstöðunni en það er búið að fara vel um okkur þar í fimmtíu ár,“ sagi Sigurður Ingi að endingu. Íþróttamiðstöð Fram verður formlega vígð eftir miðja júní. Fyrsti heimaleikur félagsins verður 18. júní þegar Fram mætir KH í 2. deild kvenna í fótbolta. Þann 20. júní mætir svo ÍBV og vígir völlinn í Bestu deild karla. Klippa: Glæsileg íþróttamiðstöð Fram Fótbolti Handbolti Fram Reykjavík Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira
Gaupi fór á stúfana og tók út nýja íþróttaaðstöðu Fram sem er loksins að verða tilbúin. Ræddi hann við Sigurð Inga Tómasson, formann félagsins, en hann man tímanna tvenna. „Allt til alls hér og hér er framtíðarsvæði. Hér ætlum við að vera næstu 100 ár,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Tómasson, formaður Fram.Stöð 2 „Við erum að fara úr 3400 fermetra húsi í 7800 fermetra hús. Við erum með miklu fleiri velli, tvo gervigrasvelli og þrjá grasvelli. Þetta er allt önnur aðstaða.“ „Við komum fyrir fleiri en 1500 manns, það er hægt að hafa stæði fyrir aftan stúkuna ef það er fullt. Það eru svo sem almennt ekki fleiri en 1500 á leikjum en það vonandi verður,“ sagði formaður Fram um stúku fótboltavallar félagsins. „Þetta er flottasti handboltasalur á Íslandi fullyrði ég. Bjartur og flottur.“ Fyrir íþróttamenn félagsins er ljóst að breytingin verður mikil. Að flytja úr Safamýrinni í þessa nýju íþróttamiðstöð félagsins enda jafnast aðstaðan á við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Breyttir tímar „Við sem munum eftir Skipholtinu upplifum þetta sem stórkostlega tíma, það er enginn vafi.“ „Það er ætlunin, veltur á því hvað Reykjavíkurborg gerir. Hún er búin að svíkja okkur hvað eftir annað með þann íbúafjölda sem átti hér upphaflega að vera. Svo verðum við bara að sækja í okkur veðrið og sækja þá iðkendur eitthvað annað. Vera bara betri en önnur félög,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður hvort Fram gæti nú tekið skref fram á við þökk sé aðstöðu félagsins. Safamýrinnar verður sárt saknað „Þetta er eins og þegar þú flytur á milli heimila. Þú saknar staðarins sem þú varst á. Það er ekki söknuður í þeim skilningi að við erum að gjörbylta aðstöðunni en það er búið að fara vel um okkur þar í fimmtíu ár,“ sagi Sigurður Ingi að endingu. Íþróttamiðstöð Fram verður formlega vígð eftir miðja júní. Fyrsti heimaleikur félagsins verður 18. júní þegar Fram mætir KH í 2. deild kvenna í fótbolta. Þann 20. júní mætir svo ÍBV og vígir völlinn í Bestu deild karla. Klippa: Glæsileg íþróttamiðstöð Fram
Fótbolti Handbolti Fram Reykjavík Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira