Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Atli Ísleifsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 6. júní 2022 15:10 Frá blaðamannafundinum í Elliðaárdalnum í dag. Vísir/Vésteinn Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. Þetta kom fram á blaðamannafundi við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal klukkan 15 í dag þar sem nýr meirihluti var kynntur. Það voru oddvitar flokkanna, Dagur B. Eggertsson, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Einar Þorsteinsson sem kynntu samstarfssáttmálann sem flokkarnir hafa gert með sér fyrir komandi kjörtímabil. Þórdís Lóa verður forseti borgarstjórnar, Dóra Björt mun fara fyrir stækkuðu umhverfis- og skipulagsráði og Einar mun leiða borgarráð til að byrja með en tekur svo við borgarstjórastólnum í byrjun árs 2024. Dagur mun áfram gegna embætti borgarstjóra til ársloka 2023 og mun þá taka við sem formaður borgarráðs. Áframhaldandi velferð og aukin uppbygging í húsnæðismálum Um meirihlutann sagði Einar að hann hafi verið eini raunhæfi möguleikinn. Hér hafi verið fjórir ólíkir flokkar með ólíkar stefnur í mörgum málum en þó með sameiginlega sýn í mörgum öðrum málum. Kosningabaráttan hafi hins vegar leitt í ljós kröfu um breytingar í húsnæðismálum, samgöngumálum og ýmsum velferðarmálum. „Og ég held að það sé óhætt að segja að við náðum mjög vel saman utan um þessi mál í okkar viðræðum. Og er þakklátur fyrir það að við vorum öll lausnamiðuð, samstarfsfús og mjög einbeitt í því að ná saman texta sem tryggir áframhaldandi vegferð í borginni, velferð og aukna uppbyggingu í húsnæðismálum.“ Það sé meirihlutasáttmálinn, sem telur 33 síður, en á fyrstu síðum hans er farið yfir fyrstu breytingarnar sem á að ráðast í. Einar Þorsteinsson fær borgarstjórastólinn í 30 mánuðiVísir/Ragnar Áhersla á lofstlagsmál og græna þróun Dóra Björt tók til máls á eftir Einari. Hún sagði að áherslur Píratar endurspegluðust vel í loftslagsmálunum sem væru leiðarljós í meirihlutasáttmálanum. Hún sagði það birtast í því að umhverfismál væru tekin aftur inn í skipulagsmálin með sameiginlegu ráði umhverfis- og skipulagsmála. Hún mun sjálf fara fyrir því. Þórdís Lóa var þriðja í röðinni og talaði um að í sáttmálanum ætti sérstaklega að taka utan um atvinnu- og nýsköpunarmál, tryggja uppbyggingu atvinnumála og fyrirtækja í borginni. Þá væri verið að taka sérstaklega vel utan um loftslagsmálin og græna þróun. Dagur borgarstjóri til ársloka 2023 og þá taki Einar við Dagur borgarstjóri tók síðastur til máls. Hann sagði ótrúlega góðan anda hafa verið í viðræðum um nýjan meirihluta og þetta væri meirihlutasamstarf um að þróa borgina áfram og í græna átt. Hér væri sameiginlega verið að svara kalli um að fara í mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar, ekki síst í húsnæðismálum en einnig í samgöngumálum með uppbyggingu Borgarlínu og Sundabrautar. Fulltrúar meirihlutans ánægðir að fundi loknum. Meirihlutinn hafi ekki bara unnið að sáttmálanum í meirihlutaviðræðunum heldur líka skipt með sér verkum. Dóra Björt muni fara fyrir stækkuðu skipulagsráði sem verði að umhverfis- og skipulagsráði. Þá verði Þórdís Lóa forseti borgarstjórnar og þangað inn fari atvinnumál. Til að byrja með verði Einar formaður borgarráðs en verði borgarstjóri í upphafi árs 2024. Dagur sjálfur verður þá áfram í borgarstjórastólnum fyrstu átján mánuðina og mun að því loknu taka við stöðu formanns borgarráðs. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal Borgarstjórn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Reykjavík Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal klukkan 15 í dag þar sem nýr meirihluti var kynntur. Það voru oddvitar flokkanna, Dagur B. Eggertsson, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Einar Þorsteinsson sem kynntu samstarfssáttmálann sem flokkarnir hafa gert með sér fyrir komandi kjörtímabil. Þórdís Lóa verður forseti borgarstjórnar, Dóra Björt mun fara fyrir stækkuðu umhverfis- og skipulagsráði og Einar mun leiða borgarráð til að byrja með en tekur svo við borgarstjórastólnum í byrjun árs 2024. Dagur mun áfram gegna embætti borgarstjóra til ársloka 2023 og mun þá taka við sem formaður borgarráðs. Áframhaldandi velferð og aukin uppbygging í húsnæðismálum Um meirihlutann sagði Einar að hann hafi verið eini raunhæfi möguleikinn. Hér hafi verið fjórir ólíkir flokkar með ólíkar stefnur í mörgum málum en þó með sameiginlega sýn í mörgum öðrum málum. Kosningabaráttan hafi hins vegar leitt í ljós kröfu um breytingar í húsnæðismálum, samgöngumálum og ýmsum velferðarmálum. „Og ég held að það sé óhætt að segja að við náðum mjög vel saman utan um þessi mál í okkar viðræðum. Og er þakklátur fyrir það að við vorum öll lausnamiðuð, samstarfsfús og mjög einbeitt í því að ná saman texta sem tryggir áframhaldandi vegferð í borginni, velferð og aukna uppbyggingu í húsnæðismálum.“ Það sé meirihlutasáttmálinn, sem telur 33 síður, en á fyrstu síðum hans er farið yfir fyrstu breytingarnar sem á að ráðast í. Einar Þorsteinsson fær borgarstjórastólinn í 30 mánuðiVísir/Ragnar Áhersla á lofstlagsmál og græna þróun Dóra Björt tók til máls á eftir Einari. Hún sagði að áherslur Píratar endurspegluðust vel í loftslagsmálunum sem væru leiðarljós í meirihlutasáttmálanum. Hún sagði það birtast í því að umhverfismál væru tekin aftur inn í skipulagsmálin með sameiginlegu ráði umhverfis- og skipulagsmála. Hún mun sjálf fara fyrir því. Þórdís Lóa var þriðja í röðinni og talaði um að í sáttmálanum ætti sérstaklega að taka utan um atvinnu- og nýsköpunarmál, tryggja uppbyggingu atvinnumála og fyrirtækja í borginni. Þá væri verið að taka sérstaklega vel utan um loftslagsmálin og græna þróun. Dagur borgarstjóri til ársloka 2023 og þá taki Einar við Dagur borgarstjóri tók síðastur til máls. Hann sagði ótrúlega góðan anda hafa verið í viðræðum um nýjan meirihluta og þetta væri meirihlutasamstarf um að þróa borgina áfram og í græna átt. Hér væri sameiginlega verið að svara kalli um að fara í mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar, ekki síst í húsnæðismálum en einnig í samgöngumálum með uppbyggingu Borgarlínu og Sundabrautar. Fulltrúar meirihlutans ánægðir að fundi loknum. Meirihlutinn hafi ekki bara unnið að sáttmálanum í meirihlutaviðræðunum heldur líka skipt með sér verkum. Dóra Björt muni fara fyrir stækkuðu skipulagsráði sem verði að umhverfis- og skipulagsráði. Þá verði Þórdís Lóa forseti borgarstjórnar og þangað inn fari atvinnumál. Til að byrja með verði Einar formaður borgarráðs en verði borgarstjóri í upphafi árs 2024. Dagur sjálfur verður þá áfram í borgarstjórastólnum fyrstu átján mánuðina og mun að því loknu taka við stöðu formanns borgarráðs. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal
Borgarstjórn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Reykjavík Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira