Mbl.is segist hafa „öruggar heimildir“ fyrir þessu. Dagur verði borgarstjóri fyrstu átján mánuðina en Einar taki svo við af honum. Þangað til verði Einar formaður borgarráðs.
Í málefnasamningi Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar verði kveðið á um sérstakt húsnæðisátak í borginni og að fyrsta áfanga Sundabrautar verði hrundið af stað á kjörtímabilinu.
Blaðamannafundur þar sem meirihlutasamstarfið verður kynnt hefst klukkan 15:00. Hann verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi.