Arnar Þór: Fleiri leikmenn en Albert sem komu ekki inná í dag Smári Jökull Jónsson skrifar 6. júní 2022 21:57 Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson sagði að það hefði verið taktísk ákvörðun að setja Albert Guðmundsson ekki inn á í síðari hálfleiknum gegn Albaníu í kvöld. Margir veltu fyrir sér af hverju Albert, sem leikur með Genoa í ítölsku Serie A deildinni, hefði ekkert komið við sögu í leiknum í kvöld. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í þetta á blaðamannafundi að leik loknum. „Þetta eru fimm skiptingar og þrjú tækifæri til skiptinga sem maður hefur. Maður þarf sem þjálfari að vera með ákveðna taktík fyrir leik og síðan í leiknum eftir því hvernig hann þróast,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundinum og bætti við að þreyta og meiðsli hefði haft áhrif á hvernig skiptingar Íslands urðu. „Til dæmis var það núna þannig eins og með Þóri (Jóhann Helgason), orkan var sú ekki sama hjá honum í dag, Jón Dagur spilaði mjög mikið í Ísrael og þetta voru tvær stöður sem við vildum nota eitt tækifæri til skiptingar í strax,“ sagði Arnar Þór en þá komu Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson inná. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego „Birkir (Bjarnason) meiðist og fer útaf. Arnór Sigurðsson hefur ekki spilað mikið undanfarið og hann er búinn að gefa rosalega mikið af sér í þessum tveimur leikjum. Þá er spurning, við vorum með Albert og við vorum með Mikael Neville sem getur spilað hægri kant og Mikael Egil (Ellertsson) sem getur spilað hægra megin.“ „Það var einfaldlega taktísk ákvörðun að setja Mikael Egil inn á hægri kantinn og bíða aðeins með síðustu og fimmtu skiptinguna. Það voru fleiri leikmenn en Albert sem komu ekki inn á í dag.“ „Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll“ Arnar Þór sagði Albert ekki sáttan með stöðuna. „Hann er hundfúll. Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll. Það er liðsheild sem hefur alltaf fleytt okkur áfram, íslenska landsliðinu. Ég sagði líka við strákana út í Ísrael að við höldum alltaf að allir af okkar bestu leikmönnum hafi alltaf verið í byrjunarliðinu. Til dæmis var Jóhann Berg ekkert alltaf í byrjunarliðinu þegar hann var ungur, ekki heldur Birkir Bjarnason.“ Hann bætti við að Albert hefði spilað nær alla leiki síðan hann tók við sem landsliðsþjálfari. „Fyrir alla þá sem koma ekki inn þá eiga þeir að vera fúlir og síðan ræðum við það og hvernig við leggjum næsta leik upp. Ef ég tek alla leikina frá því ég var landsliðsþjálfari þá held ég að hann hafi spilað örugglega 95% af leikjunum. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. 6. júní 2022 21:52 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
Margir veltu fyrir sér af hverju Albert, sem leikur með Genoa í ítölsku Serie A deildinni, hefði ekkert komið við sögu í leiknum í kvöld. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í þetta á blaðamannafundi að leik loknum. „Þetta eru fimm skiptingar og þrjú tækifæri til skiptinga sem maður hefur. Maður þarf sem þjálfari að vera með ákveðna taktík fyrir leik og síðan í leiknum eftir því hvernig hann þróast,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundinum og bætti við að þreyta og meiðsli hefði haft áhrif á hvernig skiptingar Íslands urðu. „Til dæmis var það núna þannig eins og með Þóri (Jóhann Helgason), orkan var sú ekki sama hjá honum í dag, Jón Dagur spilaði mjög mikið í Ísrael og þetta voru tvær stöður sem við vildum nota eitt tækifæri til skiptingar í strax,“ sagði Arnar Þór en þá komu Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson inná. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego „Birkir (Bjarnason) meiðist og fer útaf. Arnór Sigurðsson hefur ekki spilað mikið undanfarið og hann er búinn að gefa rosalega mikið af sér í þessum tveimur leikjum. Þá er spurning, við vorum með Albert og við vorum með Mikael Neville sem getur spilað hægri kant og Mikael Egil (Ellertsson) sem getur spilað hægra megin.“ „Það var einfaldlega taktísk ákvörðun að setja Mikael Egil inn á hægri kantinn og bíða aðeins með síðustu og fimmtu skiptinguna. Það voru fleiri leikmenn en Albert sem komu ekki inn á í dag.“ „Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll“ Arnar Þór sagði Albert ekki sáttan með stöðuna. „Hann er hundfúll. Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll. Það er liðsheild sem hefur alltaf fleytt okkur áfram, íslenska landsliðinu. Ég sagði líka við strákana út í Ísrael að við höldum alltaf að allir af okkar bestu leikmönnum hafi alltaf verið í byrjunarliðinu. Til dæmis var Jóhann Berg ekkert alltaf í byrjunarliðinu þegar hann var ungur, ekki heldur Birkir Bjarnason.“ Hann bætti við að Albert hefði spilað nær alla leiki síðan hann tók við sem landsliðsþjálfari. „Fyrir alla þá sem koma ekki inn þá eiga þeir að vera fúlir og síðan ræðum við það og hvernig við leggjum næsta leik upp. Ef ég tek alla leikina frá því ég var landsliðsþjálfari þá held ég að hann hafi spilað örugglega 95% af leikjunum.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. 6. júní 2022 21:52 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30
Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42
„Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. 6. júní 2022 21:52