Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkur, en Bríet gengur til liðs við Íslandsmeistaranna frá Haukum. Njarðvík og Haukar áttust við í úrslitum Subway-deildar kvenna á nýafstaðinni leiktíð þar sem Njarðvíkingar höfðu betur.
Á seinustu leiktíð skilaði Bríet að meðaltali tæplega tíu stigum, þremur fráköstum og rúmlega tveimur stoðsendingum í leik. Hún segir að þjálfari Njarðvíkinga, Rúnar Ingi Erlingsson, hafi sannfært sig um að ganga í raðir Íslandsmeistaranna.
„Rúnar heyrði í mér og seldi mér þetta rosalega vel. Þetta er flottur klúbbur. Ég bý hérna í Njarðvík þannig að þetta hentaði mér ágætlega, en hann heillaði mig eiginlega upp úr skónum hann Rúnar,“ sagði Bríet í tilkynningu Njarðvíkinga.