Telur frumvarp Katrínar innleiða aftur bann við guðlasti Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2022 09:17 Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Flokks fólksins telur að frumvarp forsætisráðherra um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna feli í sér að bann við guðlasti sem var afnumið árið 2015 verði komið aftur á. Vegið sé að tjáningarfrelsinu með því. Mismununarþáttum er fjölgað í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisáðherra, um breytingar á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Til viðbótar við kynþátt og þjóðernisuppruna eiga lögin að vernda fólk á grundvelli trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar. Áreitni sem tengist þessum þáttum er skilgreind í frumvarpinu sem hegðun sem hefur þann tilgang eða áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, finnst afar óljóst hvort að með þessu orðalagi sé bann við guðlasti innleitt aftur eða ekki. „Ef þú móðgar einhvern út af trú, er það ekki guðlast? Er ekki verið að draga dár að trúarskoðun viðkomandi? Þá er komið guðlast aftur þarna inn,“ sagði Eyjólfur í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sjálfagt að veita réttarvernd Eyjólfur tók fram að honum þætti sjálfsagt að veita réttarvernd vegna kynvitundar, kynhneigð eða öðru slíku. Bann við guðlasti hafi hins vegar verið afnumið árið 2015 með þeim rökum að tjáningarfrelsið ætti að ganga framar. „Við ákváðum það árið 2015 að afnema bann gegn guðlasti. Þá er spurningin, er það að koma núna inn aftur án þess að það sé umfjöllun um það? Ég tel að það sé verið að gera það aftur og ég tel að það vegi að tjáningarfrelsinu,“ sagði Eyjólfur sem skilaði minnihlutaáliti um frumvarpið í allsherjar- og menntamálanefnd. Frumvarpið bíður nú annarrar umræðu á Alþingi. Jafnréttisstofa hvatti þingmenn til þess að samþykkja frumvarpið sem lög í umsögn sinni. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, lagði til að frumvarpinu yrði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar í minnihlutaáliti sínu.Vísir/Arnar Yrði hinsegin fólki refsað fyrir að móðga trúaða? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, skilaði einnig minnihlutaáliti í nefndinni og gagnrýndi meðal annars að trú og lífsskoðun væru skilgreind sem mismununarþættir í frumvarpinu. Óljóst væri hvort upptaka þeirra í lög hefði þau áhrif í reynd að bann við guðlasti yrði tekið upp að nýju. Eins væri alls óljóst hvort að ætlunin með frumvarpinu væri að taka slíkt bann upp aftur á sama tíma og Evrópuríki hafi eitt af öðru fjarlægt slík ákvæði á undanförnum árum. Benti Arndís á að í greinargerð með frumvarpinu væri vísað til tilskipunar ráðherraráðs Evrópusambandsins um jafna meðferð án tillits til kynþáttar eða þjóðernis en í henni væri ekki vikið að trú og lífsskoðun. Þannig myndi íslensk löggjöf ganga lengra en gert hafi verið ráð fyrir í tilskipuninni verði frumvarpið að lögum. Þá taldi Arndís óljóst hvernig lögunum yrði beitt þegar tveir mismununarþættir mættust, til dæmis þegar trúarskoðanir sem eru andstæðar réttindum hinsegin fólks væru orðnar mismununarþáttur í lögunum. „Óljóst er til að mynda hvort lögin myndu leiða til þess að trúfélögum yrði gert skylt að gefa saman hinsegin einstaklinga, eða hvort ákveðin tjáning eða hegðun hinsegin fólks yrði talin refsiverð ef einstaklingum af tiltekinni trú þætti hún móðgandi,“ sagði í áliti hennar. Uppfært 10:15 Mynd sem fylgdi upphaflegri útgáfu fréttarinnar var af Stefáni Vagni Stefánssyni, þingmanni Framsóknaflokksins, en ekki Eyjólfi Ármannssyni. Beðist er afsökuna á mistökunum. Alþingi Trúmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Mismununarþáttum er fjölgað í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisáðherra, um breytingar á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Til viðbótar við kynþátt og þjóðernisuppruna eiga lögin að vernda fólk á grundvelli trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar. Áreitni sem tengist þessum þáttum er skilgreind í frumvarpinu sem hegðun sem hefur þann tilgang eða áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, finnst afar óljóst hvort að með þessu orðalagi sé bann við guðlasti innleitt aftur eða ekki. „Ef þú móðgar einhvern út af trú, er það ekki guðlast? Er ekki verið að draga dár að trúarskoðun viðkomandi? Þá er komið guðlast aftur þarna inn,“ sagði Eyjólfur í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sjálfagt að veita réttarvernd Eyjólfur tók fram að honum þætti sjálfsagt að veita réttarvernd vegna kynvitundar, kynhneigð eða öðru slíku. Bann við guðlasti hafi hins vegar verið afnumið árið 2015 með þeim rökum að tjáningarfrelsið ætti að ganga framar. „Við ákváðum það árið 2015 að afnema bann gegn guðlasti. Þá er spurningin, er það að koma núna inn aftur án þess að það sé umfjöllun um það? Ég tel að það sé verið að gera það aftur og ég tel að það vegi að tjáningarfrelsinu,“ sagði Eyjólfur sem skilaði minnihlutaáliti um frumvarpið í allsherjar- og menntamálanefnd. Frumvarpið bíður nú annarrar umræðu á Alþingi. Jafnréttisstofa hvatti þingmenn til þess að samþykkja frumvarpið sem lög í umsögn sinni. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, lagði til að frumvarpinu yrði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar í minnihlutaáliti sínu.Vísir/Arnar Yrði hinsegin fólki refsað fyrir að móðga trúaða? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, skilaði einnig minnihlutaáliti í nefndinni og gagnrýndi meðal annars að trú og lífsskoðun væru skilgreind sem mismununarþættir í frumvarpinu. Óljóst væri hvort upptaka þeirra í lög hefði þau áhrif í reynd að bann við guðlasti yrði tekið upp að nýju. Eins væri alls óljóst hvort að ætlunin með frumvarpinu væri að taka slíkt bann upp aftur á sama tíma og Evrópuríki hafi eitt af öðru fjarlægt slík ákvæði á undanförnum árum. Benti Arndís á að í greinargerð með frumvarpinu væri vísað til tilskipunar ráðherraráðs Evrópusambandsins um jafna meðferð án tillits til kynþáttar eða þjóðernis en í henni væri ekki vikið að trú og lífsskoðun. Þannig myndi íslensk löggjöf ganga lengra en gert hafi verið ráð fyrir í tilskipuninni verði frumvarpið að lögum. Þá taldi Arndís óljóst hvernig lögunum yrði beitt þegar tveir mismununarþættir mættust, til dæmis þegar trúarskoðanir sem eru andstæðar réttindum hinsegin fólks væru orðnar mismununarþáttur í lögunum. „Óljóst er til að mynda hvort lögin myndu leiða til þess að trúfélögum yrði gert skylt að gefa saman hinsegin einstaklinga, eða hvort ákveðin tjáning eða hegðun hinsegin fólks yrði talin refsiverð ef einstaklingum af tiltekinni trú þætti hún móðgandi,“ sagði í áliti hennar. Uppfært 10:15 Mynd sem fylgdi upphaflegri útgáfu fréttarinnar var af Stefáni Vagni Stefánssyni, þingmanni Framsóknaflokksins, en ekki Eyjólfi Ármannssyni. Beðist er afsökuna á mistökunum.
Alþingi Trúmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent