Kvenkyns stjórnendum þyki nauðsynlegt að sanna sig Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 8. júní 2022 13:38 Kvenkyns stjórnendum er haldið utan við ákvarðanatöku í meiri mæli samkvæmt niðurstöðum. Aðsent Hinsegin starfsfólk fær minni stuðning og aðgang að stjórnendum fyrirtækja ásamt því að upplifa oftar erfið samskipti og viðhorf á vinnustað eins og grófan talsmáta eða brandara. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar samstarfsverkefnisins Kynin og vinnustaðurinn á vegum Empower, nýsköpunarfyrirtækis í jafnréttismálum, Háskóla Íslands, Viðskiptaráðs Íslands, Maskínu og Samtaka atvinnulífsins. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi á Hilton Nordica í dag. Öllum fyrirtækjum innan Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins var boðin þátttaka. Konur veiti meiri stuðning en karlar Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að konur telji sig bera þrisvar sinnum meiri ábyrgð á heimilinu en karlar og eykst þetta bil ef litið er til kynjanna með hliðsjón af stjórnunarstöðu í fyrirtæki. Fjórum sinnum fleiri kvenkyns stjórnendur en karlkyns stjórnendur sögðust bera heimilisábyrgð að meirihluta eða öllu leyti. Þar að auki virðast kvenkyns yfirmenn veita meiri stuðning til undirmanna sinna en þeir sem eru karlkyns. Eins segjast 15,2% kvenkyns stjórnenda hafa þurft að sanna sig meira en aðrir eða verið haldið utan við ákvarðanatöku sem þeim við kemur en 5,1% karlkyns stjórnenda lýsa sömu raun. Aftur á móti sagðist hinsegin starfsfólk síður upplifa að því sé haldið utan við ákvarðanatöku og að framlag þeirra sé sniðgengið en gagnkynhneigt starfsfólk. #MeToo hafi haft jákvæð áhrif Meirihluti þeirra sem tók könnunina segja #MeToo umræðuna hafa haft jákvæð áhrif á vinnustaðinn en af þeim sem telja hana hafa haft neikvæð áhrif eru helmingi fleiri karlkyns og eykst óánægjan með aldri. Samkvæmt niðurstöðum hafa 5,9% hinsegin starfsfólks orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað á síðastliðnum 12 mánuðum á móti 1,6% gagnkynhneigðra. Þá segjast 5,3% kvenkyns starfsfólks sem er 29 ára og yngri hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað síðastliðna 12 mánuði. Alls fengu 12 þúsund einstaklingar könnunina senda og bárust 4.164 svör. Tóku 2.260 karlmenn, 1.615 konur og 10 kynsegin einstaklingar þátt í könnuninni. Af heildarfjölda þátttakenda eru 96,8% gagnkynhneigð, 2,3% hinsegin og merkti 1% þátttakenda við „annað“. Jafnréttismál Hinsegin MeToo Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar samstarfsverkefnisins Kynin og vinnustaðurinn á vegum Empower, nýsköpunarfyrirtækis í jafnréttismálum, Háskóla Íslands, Viðskiptaráðs Íslands, Maskínu og Samtaka atvinnulífsins. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi á Hilton Nordica í dag. Öllum fyrirtækjum innan Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins var boðin þátttaka. Konur veiti meiri stuðning en karlar Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að konur telji sig bera þrisvar sinnum meiri ábyrgð á heimilinu en karlar og eykst þetta bil ef litið er til kynjanna með hliðsjón af stjórnunarstöðu í fyrirtæki. Fjórum sinnum fleiri kvenkyns stjórnendur en karlkyns stjórnendur sögðust bera heimilisábyrgð að meirihluta eða öllu leyti. Þar að auki virðast kvenkyns yfirmenn veita meiri stuðning til undirmanna sinna en þeir sem eru karlkyns. Eins segjast 15,2% kvenkyns stjórnenda hafa þurft að sanna sig meira en aðrir eða verið haldið utan við ákvarðanatöku sem þeim við kemur en 5,1% karlkyns stjórnenda lýsa sömu raun. Aftur á móti sagðist hinsegin starfsfólk síður upplifa að því sé haldið utan við ákvarðanatöku og að framlag þeirra sé sniðgengið en gagnkynhneigt starfsfólk. #MeToo hafi haft jákvæð áhrif Meirihluti þeirra sem tók könnunina segja #MeToo umræðuna hafa haft jákvæð áhrif á vinnustaðinn en af þeim sem telja hana hafa haft neikvæð áhrif eru helmingi fleiri karlkyns og eykst óánægjan með aldri. Samkvæmt niðurstöðum hafa 5,9% hinsegin starfsfólks orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað á síðastliðnum 12 mánuðum á móti 1,6% gagnkynhneigðra. Þá segjast 5,3% kvenkyns starfsfólks sem er 29 ára og yngri hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað síðastliðna 12 mánuði. Alls fengu 12 þúsund einstaklingar könnunina senda og bárust 4.164 svör. Tóku 2.260 karlmenn, 1.615 konur og 10 kynsegin einstaklingar þátt í könnuninni. Af heildarfjölda þátttakenda eru 96,8% gagnkynhneigð, 2,3% hinsegin og merkti 1% þátttakenda við „annað“.
Jafnréttismál Hinsegin MeToo Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent