Yfirlýsing frá KR: Harma að formaður KKÍ „ræði einkamál félaganna og sambandsins“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 15:22 Stjórn körfuknattleiksdeildar KR lýsir yfir ósætti sínu með framferði formannsins. vísir/bára Körfuknattleiksdeild KR sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings af skuld félagsins við KKÍ. Þar er nafntogun félagsins af hálfu formanns KKÍ hörmuð. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að skipulagning á Íslandsmótum í körfubolta hefðu lítillega tafist þar sem KR var veittur frestur á að greiða skráningargjöld fyrir meistaraflokka sína í karla- og kvennaflokki. Ástæðan var sú að KR var í skuld við KKÍ og félögum er ekki heimilt að skrá sig til keppni meðan slíkt skuld er ógreidd til sambandsins. Fresturinn til skráningar rann út 31. maí síðastliðinn en KR gerði skuldina upp, auk þess að greiða skráningargjaldið í gær og málið því afgreitt. KR þurfti aftur á móti að bera meiri kostnað en önnur félög vegna seinagangsins, í samræmi við lög KKÍ, sem segja til um að lið sem greiði seint borgi tvöfalt. KR þurfti því að borga 880 þúsund krónur í stað 440 þúsund fyrir liðin sín tvö. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti við Vísi fyrr í dag að KR væri félagið sem um ræðir. Þetta eru KR-ingar ósáttir við og gagnrýna í yfirlýsingu sem þeir sendu síðdegis. „Körfuknattleiksdeild KR harmar ummæli formanns KKÍ í viðtali á visir.is í dag þar sem hann nafngreinir KR vegna tafa á greiðslum til Körfuknattleikssamband Íslands,“ segir í yfirlýsingunni þar sem segir jafnframt að KR-ingar muni koma athugasemdum sínum á framfæri við formanninn persónulega, frekar en að gera það í gegnum fjölmiðla: „Körfuknattleiksdeild KR hefur ýmislegt um það að segja að formaður KKÍ breyti útaf venjum sambandsins og ræði einkamál félaganna og sambandsins á opinberum vettvangi. Deildin hyggst þó ekki elta formanninn á þeirri vegferð og hefur komið athugasemdum sínum á framfæri við KKÍ með hefðbundnum hætti,“ segir í yfirlýsingunni sem má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing Körfuknattleiksdeildar KR Varðandi fréttaflutning um skuld Körfuknattleiksdeildar KR við KKÍ. Körfuknattleiksdeild KR harmar ummæli formanns KKÍ í viðtali á visir.is í dag þar sem hann nafngreinir KR vegna tafa á greiðslum til Körfuknattleikssamband Íslands. Eins og vitað er þá hefur Covid faraldurinn haft mikil áhrif á íþróttaheyfinguna eins og margt annað í hagkerfinu og er KKD KR þar síst undanskilin. Róðurinn hefur á stundum verið þungur en það er bjart framundan nú þegar faraldurinn er yfirstaðin. Rétt er að ítreka það líkt og formaðurinn tekur fram að skuldin sem um ræðir hefur verið greidd að fullu. Körfuknattleiksdeild KR hefur ýmislegt um það að segja að formaður KKÍ breyti útaf venjum sambandsins og ræði einkamál félaganna og sambandsins á opinberum vettvangi. Deildin hyggst þó ekki elta formanninn á þeirri vegferð og hefur komið athugasemdum sínum á framfæri við KKÍ með hefðbundnum hætti. Virðingarfyllst Stjórn KKD KR KR Subway-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að skipulagning á Íslandsmótum í körfubolta hefðu lítillega tafist þar sem KR var veittur frestur á að greiða skráningargjöld fyrir meistaraflokka sína í karla- og kvennaflokki. Ástæðan var sú að KR var í skuld við KKÍ og félögum er ekki heimilt að skrá sig til keppni meðan slíkt skuld er ógreidd til sambandsins. Fresturinn til skráningar rann út 31. maí síðastliðinn en KR gerði skuldina upp, auk þess að greiða skráningargjaldið í gær og málið því afgreitt. KR þurfti aftur á móti að bera meiri kostnað en önnur félög vegna seinagangsins, í samræmi við lög KKÍ, sem segja til um að lið sem greiði seint borgi tvöfalt. KR þurfti því að borga 880 þúsund krónur í stað 440 þúsund fyrir liðin sín tvö. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti við Vísi fyrr í dag að KR væri félagið sem um ræðir. Þetta eru KR-ingar ósáttir við og gagnrýna í yfirlýsingu sem þeir sendu síðdegis. „Körfuknattleiksdeild KR harmar ummæli formanns KKÍ í viðtali á visir.is í dag þar sem hann nafngreinir KR vegna tafa á greiðslum til Körfuknattleikssamband Íslands,“ segir í yfirlýsingunni þar sem segir jafnframt að KR-ingar muni koma athugasemdum sínum á framfæri við formanninn persónulega, frekar en að gera það í gegnum fjölmiðla: „Körfuknattleiksdeild KR hefur ýmislegt um það að segja að formaður KKÍ breyti útaf venjum sambandsins og ræði einkamál félaganna og sambandsins á opinberum vettvangi. Deildin hyggst þó ekki elta formanninn á þeirri vegferð og hefur komið athugasemdum sínum á framfæri við KKÍ með hefðbundnum hætti,“ segir í yfirlýsingunni sem má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing Körfuknattleiksdeildar KR Varðandi fréttaflutning um skuld Körfuknattleiksdeildar KR við KKÍ. Körfuknattleiksdeild KR harmar ummæli formanns KKÍ í viðtali á visir.is í dag þar sem hann nafngreinir KR vegna tafa á greiðslum til Körfuknattleikssamband Íslands. Eins og vitað er þá hefur Covid faraldurinn haft mikil áhrif á íþróttaheyfinguna eins og margt annað í hagkerfinu og er KKD KR þar síst undanskilin. Róðurinn hefur á stundum verið þungur en það er bjart framundan nú þegar faraldurinn er yfirstaðin. Rétt er að ítreka það líkt og formaðurinn tekur fram að skuldin sem um ræðir hefur verið greidd að fullu. Körfuknattleiksdeild KR hefur ýmislegt um það að segja að formaður KKÍ breyti útaf venjum sambandsins og ræði einkamál félaganna og sambandsins á opinberum vettvangi. Deildin hyggst þó ekki elta formanninn á þeirri vegferð og hefur komið athugasemdum sínum á framfæri við KKÍ með hefðbundnum hætti. Virðingarfyllst Stjórn KKD KR
KR Subway-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira