Fimm milljarða fjárfesting til málmleitar á Grænlandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júní 2022 11:51 Frá einu af leitarsvæðum AEX Gold á Suður-Grænlandi Mynd/AEX Gold. Nokkrir stærstu auðlinda- og vogunarsjóðir heims munu taka þátt í fimm milljarða króna fjárfestingu í leyfum AEX Gold á Suður-Grænlandi til að leita að og vinna efnahagslega mikilvæga málma, svo sem kopar, nikkel og aðra svokallaða tæknimálma. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá AEX Gold en fyrirtækið var stofnað árið 2017 með megináherslu á gullleit og -rannsóknir á Grænlandi. Eldur Ólafsson er stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold sem mun taka upp nýtt nafn á aðalfundi félagsins 16. júní næstkomandi, Amaroq Minerals. Samkvæmt tilkynningu hefur AEX Gold gert samkomulag við ACAM Investments um fjármögnun á rannsóknum og vinnslu málmanna næstu þrjú til fimm árin en auðkýfingarnir Louis Bacon og Tim Leslie standa á bakvið sjóðinn. Í heildina sé framlag AEX og ACAM metið á um 4,6 milljarða króna og gert ráð fyrir því að stórir fjárfestar komi að verkefninu á síðari stigum. Í tilkynningu segir að þróunar og vinnsluleyfin séu í heildina sjö talsins, sem liggi öll á belti frá Kanada til Skandinavíu og í gegnum Grænland. Megi finna stórar námur á þessu svæðið til að vinna fyrrgreinda málma. Ísland í lykilhlutverki orkuskipta Fyrirtækið segir Ísland munu leika lykilhlutverk í vinnslu þeirra málma sem þurfi til orkuskipta. „AEX er að skoða hvernig skandinavískum og íslenskum fjárfestum verður gefið færi að taka þátt í verkefnunum á Grænlandi, sérstaklega þar sem stór partur af þjónustunni mun koma frá Íslandi,“ segir í tilkynningu. Eins sé mikilvægt að tryggja Íslendingum aðgang að auðlindum sem þessum. Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri AEX, segist afar ánægður með samstarf við ACAM á leyfissvæðum þeirra. „Þessi samvinna gerir okkur kleift að hraða rannsóknum og vinnslu og koma þessum mikilvægu málmum fyrr inn í hagkerfi heimsins. Samkomulagið gerir okkur einnig kleift að kanna stærra svæði til að finna meira af slíkum málmtegundum.“ Eldur Ólafsson, stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold.Vísir/Egill Hann segir hinn vestræna heim skorta efnahagslega mikilvæga málma til að knýja orkuskiptin. „Sviptingar í alþjóðamálum hafa sett afhendingaröryggi á þessum málmum í mjög skarpan fókus og Suður-Grænland er eitt af fáum svæðum innan OECD sem enn er mögulegt að vinna þessa mikilvægu málma. Rannsóknarvinna okkar hingað til hefur styrkt okkur í þeirri trú að á Suður-Grænlandi sé að finna umtalsvert magn þessara málma.” sagði Eldur að lokum. Grænland Amaroq Minerals Tengdar fréttir Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Ríkisreknu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson fer fyrir. 11. mars 2020 14:08 Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá AEX Gold en fyrirtækið var stofnað árið 2017 með megináherslu á gullleit og -rannsóknir á Grænlandi. Eldur Ólafsson er stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold sem mun taka upp nýtt nafn á aðalfundi félagsins 16. júní næstkomandi, Amaroq Minerals. Samkvæmt tilkynningu hefur AEX Gold gert samkomulag við ACAM Investments um fjármögnun á rannsóknum og vinnslu málmanna næstu þrjú til fimm árin en auðkýfingarnir Louis Bacon og Tim Leslie standa á bakvið sjóðinn. Í heildina sé framlag AEX og ACAM metið á um 4,6 milljarða króna og gert ráð fyrir því að stórir fjárfestar komi að verkefninu á síðari stigum. Í tilkynningu segir að þróunar og vinnsluleyfin séu í heildina sjö talsins, sem liggi öll á belti frá Kanada til Skandinavíu og í gegnum Grænland. Megi finna stórar námur á þessu svæðið til að vinna fyrrgreinda málma. Ísland í lykilhlutverki orkuskipta Fyrirtækið segir Ísland munu leika lykilhlutverk í vinnslu þeirra málma sem þurfi til orkuskipta. „AEX er að skoða hvernig skandinavískum og íslenskum fjárfestum verður gefið færi að taka þátt í verkefnunum á Grænlandi, sérstaklega þar sem stór partur af þjónustunni mun koma frá Íslandi,“ segir í tilkynningu. Eins sé mikilvægt að tryggja Íslendingum aðgang að auðlindum sem þessum. Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri AEX, segist afar ánægður með samstarf við ACAM á leyfissvæðum þeirra. „Þessi samvinna gerir okkur kleift að hraða rannsóknum og vinnslu og koma þessum mikilvægu málmum fyrr inn í hagkerfi heimsins. Samkomulagið gerir okkur einnig kleift að kanna stærra svæði til að finna meira af slíkum málmtegundum.“ Eldur Ólafsson, stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold.Vísir/Egill Hann segir hinn vestræna heim skorta efnahagslega mikilvæga málma til að knýja orkuskiptin. „Sviptingar í alþjóðamálum hafa sett afhendingaröryggi á þessum málmum í mjög skarpan fókus og Suður-Grænland er eitt af fáum svæðum innan OECD sem enn er mögulegt að vinna þessa mikilvægu málma. Rannsóknarvinna okkar hingað til hefur styrkt okkur í þeirri trú að á Suður-Grænlandi sé að finna umtalsvert magn þessara málma.” sagði Eldur að lokum.
Grænland Amaroq Minerals Tengdar fréttir Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Ríkisreknu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson fer fyrir. 11. mars 2020 14:08 Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Ríkisreknu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson fer fyrir. 11. mars 2020 14:08