Fær 19 milljónir vegna ellefu mánaða gæsluvarðhalds að ósekju Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júní 2022 16:17 Landsréttur birti dóminn síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkinu var í dag gert að greiða nígerískum karlmanni 19 milljónir króna í miskabætur vegna frelsissviptingar er hann sætti í ellefu mánuði í tengslum við rekstur sakamáls sem lauk með tveggja mánaða fangelsisdómi. Maðurinn var sakfelldur fyrir peningaþvætti af gáleysi en aðrir þrír Íslendingar höfðu í sama máli verið sakfelldir fyrir peningaþvætti af ásetningi og dæmdir til þyngri fangelsisrefsingar. Forsaga málsins er sú að óþekktur maður komst inn í tölvupóstssamskipti Nesfisks og suðurkóresks fyrirtækis og nýtti það til að fá suðurkóreska fyrirtækið að greiða andvirði fisks, sem hafði verið fluttur til Suður Kóreu, inn á vitlausan reikning. Nígeríski maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa af gáleysi nýtt sér ávinning þessarar millifærslu. Miskabótakrafa mannsins byggði á því að hann hafi sætt gæsluvarðhaldi í 269 daga og farbanni í 57 daga að ósekju. Þá hafi hann að auki sætt hindrun við að komast úr landi í 15 daga eftir dóm héraðsdóms þar til honum var fylgt úr landi. Ekki var fallist á bætur vegna farbanns þar sem lögmætt hafi verið að takmarka för hans á meðan niðurstaða dómstóla í máli hans lá ekki fyrir. Við ákvörðun bóta var vísað til ákvæða stjórnarskrár og sakamálalaga sem kveða á um að sakborningur verði ekki látinn sæta gæsluvarðhaldi lengur en sýnt þyki að fangelsisrefsing verði dæmd. Maðurinn hafi sætt gæsluvarðhaldi langt umfram efni og því sviptur frelsi að ósekju en íslenska ríkið var jafnframt talið bera ábyrgð á gæsluvarðhaldsvist sem maðurinn sætti á Ítalíu að beiðni íslenskra yfirvalda. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður gert íslenska ríkinu að greiða manninum 4,5 milljónir í bætur en sú fjárhæð miðaðist einungis við fimm mánaða gæsluvarðhald að ósekju og ekki miðað við gæsluvarðhaldið á Ítalíu. Landsréttur dæmdi ríkið hins vegar til að bæta manninum bæði þann tíma sem hann sætti gæsluvarðhaldi á Íslandi og Ítalíu þar sem maðurinn sætti gæsluvarðhaldi á meðan unnið var úr framsalskröfu ríkisins. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Sjá meira
Maðurinn var sakfelldur fyrir peningaþvætti af gáleysi en aðrir þrír Íslendingar höfðu í sama máli verið sakfelldir fyrir peningaþvætti af ásetningi og dæmdir til þyngri fangelsisrefsingar. Forsaga málsins er sú að óþekktur maður komst inn í tölvupóstssamskipti Nesfisks og suðurkóresks fyrirtækis og nýtti það til að fá suðurkóreska fyrirtækið að greiða andvirði fisks, sem hafði verið fluttur til Suður Kóreu, inn á vitlausan reikning. Nígeríski maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa af gáleysi nýtt sér ávinning þessarar millifærslu. Miskabótakrafa mannsins byggði á því að hann hafi sætt gæsluvarðhaldi í 269 daga og farbanni í 57 daga að ósekju. Þá hafi hann að auki sætt hindrun við að komast úr landi í 15 daga eftir dóm héraðsdóms þar til honum var fylgt úr landi. Ekki var fallist á bætur vegna farbanns þar sem lögmætt hafi verið að takmarka för hans á meðan niðurstaða dómstóla í máli hans lá ekki fyrir. Við ákvörðun bóta var vísað til ákvæða stjórnarskrár og sakamálalaga sem kveða á um að sakborningur verði ekki látinn sæta gæsluvarðhaldi lengur en sýnt þyki að fangelsisrefsing verði dæmd. Maðurinn hafi sætt gæsluvarðhaldi langt umfram efni og því sviptur frelsi að ósekju en íslenska ríkið var jafnframt talið bera ábyrgð á gæsluvarðhaldsvist sem maðurinn sætti á Ítalíu að beiðni íslenskra yfirvalda. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður gert íslenska ríkinu að greiða manninum 4,5 milljónir í bætur en sú fjárhæð miðaðist einungis við fimm mánaða gæsluvarðhald að ósekju og ekki miðað við gæsluvarðhaldið á Ítalíu. Landsréttur dæmdi ríkið hins vegar til að bæta manninum bæði þann tíma sem hann sætti gæsluvarðhaldi á Íslandi og Ítalíu þar sem maðurinn sætti gæsluvarðhaldi á meðan unnið var úr framsalskröfu ríkisins.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Sjá meira