Aðhaldsaðgerðir skila ríkissjóði um 26 milljörðum á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2022 19:21 Miklar annir eru á Alþingi þessa dagana. Ný rammáætlun leit loksins dagsins ljós í dag og stefnt er að afgreiðslu hennar og tuga annarra mála fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Vísir/Vilhelm Ríkið ætlar að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna á næsta ári með aðhaldsaðgerðum og hækkun gjalda. Atvinnuvinnuveganefnd afgreiddi umdeilt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur um hækkun endurgreiðslna til kvikmyndagerðar til loka afgreiðslu á Alþingi í dag. Fjárlaganefnd Alþingis lauk störfum á þessu vorþingi í dag með afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður nefndarinnar segir stjórnarflokkana hafa gert ýmsar breytingar til aðhalds til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Kristján Jónsson „Það er verið að hækka krónugjöldin, draga úr afslættinum í flugstöðinni Keflavík á áfengi og tóbaki. Það er verið að lækka ferðakostnað hjá stjórnarráðinu til frambúðar. Síðan eru aðhaldsaðgerðir eins og með því að svigrúm ríkisins er minnkað um tvo milljarða. Alveg um helming. Og svo er lagt til að flýta gjaldtöku af hreinorkubílum,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis.Stöð 2/Einar Markmiðið með aðgerðunum væri að draga hraðar úr þeim halla sem myndaðist á ríkissjóði vegna mikilli útgjalda í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta eru svona í kring um níu milljarðar sem við erum að leggja til í hækkun á gjöldum. Síðan eru þetta í kringum sextán milljarðar í alls konar aðhaldi. Það er til dæmis verið að fresta framkvæmdum eða hliðra þeim, til milli ára,“ segir Bjarkey. Þannig séu færðir til fjármunir í ríkisreikningnum vegna seinkunar sem væri á framkvæmdum við Landsspítalann og Hús Íslenskunnar. Samanlagt skili aðgerðirnar ríkissjóði tæpum 26 milljörðum á næsta ári og um tuttugu milljörðum árin á eftir í áætluninni. Almenn aðhaldskrafa verði 2 prósent en 0,5% í framhalds- og háskólum. Engin aðhaldskrafa væri sett á bótakerfi almannatrygginga og atvinnuleysis, sjúkratryggingar og dómstóla, að viðbættum heilbrigðis- og öldrunarstofnunum. Frumvarp Lilju fer til lokaafgreiðslu Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa tekist opinberlega á um frumvarp Lilju um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Nú er það Alþingis að ákveða framhaldið.Vísir/Vilhelm Bjarkey situr einnig í atvinnuveganefnd sem samþykkti í dag tillögu um hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar úr 25 prósentum í 35 prósent að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Nefndin leggur einnig til að ný úttekt verði gerð á þessu kerfi en síðast var gerð úttekt á kerfinu árið 2016. Fjármálaráðuneytið og Bjarni og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa deilt um hvort hækkunin væri að fullu fjármögnuð. „Það er áætlað eitthvað ákveðið fjármagn svo vitum við aldrei hvaða umsóknir koma. Þar af leiðandi hefur málið gjarnan verið leyst á fjáraukalögum. Við þurfum aðeins að færa þetta til betri vegar og minnsta kosti áætla þetta nálægt raunútgjöldum undanfarinna ára. Það er eitthvað sem ráðherra málaflokksins tekur væntanlega til skoðunar þegar hún tekur þátt í gerð fjárlagafrumvarpsins,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. 10. júní 2022 12:14 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis lauk störfum á þessu vorþingi í dag með afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður nefndarinnar segir stjórnarflokkana hafa gert ýmsar breytingar til aðhalds til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Kristján Jónsson „Það er verið að hækka krónugjöldin, draga úr afslættinum í flugstöðinni Keflavík á áfengi og tóbaki. Það er verið að lækka ferðakostnað hjá stjórnarráðinu til frambúðar. Síðan eru aðhaldsaðgerðir eins og með því að svigrúm ríkisins er minnkað um tvo milljarða. Alveg um helming. Og svo er lagt til að flýta gjaldtöku af hreinorkubílum,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis.Stöð 2/Einar Markmiðið með aðgerðunum væri að draga hraðar úr þeim halla sem myndaðist á ríkissjóði vegna mikilli útgjalda í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta eru svona í kring um níu milljarðar sem við erum að leggja til í hækkun á gjöldum. Síðan eru þetta í kringum sextán milljarðar í alls konar aðhaldi. Það er til dæmis verið að fresta framkvæmdum eða hliðra þeim, til milli ára,“ segir Bjarkey. Þannig séu færðir til fjármunir í ríkisreikningnum vegna seinkunar sem væri á framkvæmdum við Landsspítalann og Hús Íslenskunnar. Samanlagt skili aðgerðirnar ríkissjóði tæpum 26 milljörðum á næsta ári og um tuttugu milljörðum árin á eftir í áætluninni. Almenn aðhaldskrafa verði 2 prósent en 0,5% í framhalds- og háskólum. Engin aðhaldskrafa væri sett á bótakerfi almannatrygginga og atvinnuleysis, sjúkratryggingar og dómstóla, að viðbættum heilbrigðis- og öldrunarstofnunum. Frumvarp Lilju fer til lokaafgreiðslu Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa tekist opinberlega á um frumvarp Lilju um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Nú er það Alþingis að ákveða framhaldið.Vísir/Vilhelm Bjarkey situr einnig í atvinnuveganefnd sem samþykkti í dag tillögu um hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar úr 25 prósentum í 35 prósent að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Nefndin leggur einnig til að ný úttekt verði gerð á þessu kerfi en síðast var gerð úttekt á kerfinu árið 2016. Fjármálaráðuneytið og Bjarni og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa deilt um hvort hækkunin væri að fullu fjármögnuð. „Það er áætlað eitthvað ákveðið fjármagn svo vitum við aldrei hvaða umsóknir koma. Þar af leiðandi hefur málið gjarnan verið leyst á fjáraukalögum. Við þurfum aðeins að færa þetta til betri vegar og minnsta kosti áætla þetta nálægt raunútgjöldum undanfarinna ára. Það er eitthvað sem ráðherra málaflokksins tekur væntanlega til skoðunar þegar hún tekur þátt í gerð fjárlagafrumvarpsins,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. 10. júní 2022 12:14 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. 10. júní 2022 12:14