Sápuóperur: 65 ár í sama hlutverkinu, stökkpallur og rokkari Elísabet Hanna skrifar 15. júní 2022 14:30 Katherine Kelly Lang hefur farið með hlutverk Brooke Logan í þáttunum Bold and the Beautiful í 35 ár. Það sama má segja um John McCook sem fer með hlutverk Eric Forrester. Instagram Sápuóperur eiga það til að fanga hug og hjörtu aðdáenda sinna sem byrja að tengja við persónurnar sem fylgja áhorfendum í fjölda ára. Í tilefni þess að Nágrannar eru að segja skilið við skjáinn er tilvalið að líta til baka og sjá hvaða persónur hafa verið lengst á skjánum hjá þeim og í sambærilegum þáttum. Nágrannar kveðja Nágrannar eru að kveðja skjáinn eftir að hafa fyrst komið í sviðsljósið árið 1985 og mun síðasti þátturinn fara í loftið í ágúst. Í síðustu viku lauk tökum á þáttunum og kveðja því Paul, Susan, Toadie og Karl í síðasta sinn. Stefan Dennis hefur verið í hlutverki sínu sem Paul Robinson síðan þættirnir hófu göngu sína en Alan Fletcher kom inn tveimur árum síðar hefur leikið Karl Kennedy síðan þá. Það var væntanlega erfitt fyrir þá að kveðja persónurnar. View this post on Instagram A post shared by Neighbours (@neighbours) Frá Ramsey street yfir í Hollywood Þættirnir hafa alið af sér suma af stærstu Hollywood stjörnum nútímans en það má helst nefna Margot Robbie, Russell Crowe, Kylie Minogue, Liam Hemsworth og ekki má gleyma Alan Dale sem hefur verið að gera góða hluti í öðrum sjónvarpsseríum og fór meðal annars eftirminnilega með hlutverk Calebs Nichol í The O.C. View this post on Instagram A post shared by Liam Hemsworth (@liamhemsworth) Í sama hlutverkinu í 65 ár Breska útvarps sápuóperan The Archers virðist bjóða upp á góðan vinnustað og fór upphaflega í loftið árið 1950. Leikkonan Patricia Greene kom inn í þættina í hlutverki sínu sem Jill Archer árið 1957 og starfar enn við það í dag. Leikkonan June Spencer byrjaði í þáttunum um leið og þeir fóru í loftið sem Peggy Woolley en tók sér þó nokkurra ára pásu og kom aftur sem ný persóna, Rita Flynn. Hún fagnaði hundrað ára afmælinu sínu fyrir nokkru síðan en er enn í hlutverkinu sínu í dag 102 ára gömul. Sápuóperan Coronation Street hefur einnig náð að halda fast í breska leikarann William Roache sem fer með hlutverk Ken Barlow. William er í dag skráður í Guinness World Records sem sá leikari sem hefur verið í sama hlutverki í sjónvarpi í lengsta tímann en hann hefur verið í sínu hlutverki síðan þættirnir komu á skjáinn árið 1960. Patricia Greene er skráð með metið í útvarpssápuóperu. View this post on Instagram A post shared by Coronation Street (@coronationstreet) Ósk Gunnarsdóttir á FM957 fór að skoða þær sápuóperur sem hafa haldið hvað lengst í stjörnunar sínar en klippuna má heyra í heild sinni hér að neðan: Glæstar vonir Bold and the Beautiful eða Glæstar vonir á góðri íslensku hefur verið afar vinsæl sápuópera meðal Íslendinga og er nýr þáttur sýndur á hverjum virkum morgni klukkan níu á Stöð 2. Þá hafa Brooke, Taylor og Ridge fylgt mörgum kynslóðum af aðdáendum þáttanna frá því að þeir hófu göngu sína árið 1987. Leikkonan Katherine Kelly Lang sem leikur Brooke Logan hefur farið með hlutverkið síðan þættirnir fóru fyrst í loftið fyrir 35 árum síðan. Það sama má segja um John McCook sem fer með hlutverk Eric Forrester. View this post on Instagram A post shared by The Bold and The Beautiful (@boldandbeautifulcbs) Það eru eflaust margir sem muna eftir Ronn Moss sem fór með hlutverk Ridge Forrester til ársins 2015 þegar hann hætti. Það vita þó ekki allir að hann er einnig tónlistarmaður og sinnir þeirri ástríðu heilshugar í dag. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dvuaRJAMeDk">watch on YouTube</a> Þekktir einstaklingar sem hafa farið með hlutverk í þáttunum eru meðal annars Denise Richards, Usher, Mario Lopez og Gina Rodriguez. Hollywood Bíó og sjónvarp FM957 Tengdar fréttir Tárin féllu þegar Nágrannar kvöddu Búið er að taka upp síðasta atriðið í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum sem eru að hætta eftir 37 ár í sjónvarpi. Tárin féllu þegar Nágrannanir sögðu bless. 10. júní 2022 11:30 Ástarsaga Brooke Logan: Hefur gifst tólf sinnum, verið með bræðrum og föður þeirra Þættirnir The Bold and the Beautiful hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi síðustu ár og hafa þeir verið sýndir á Stöð2 í um tvo áratugi. 19. ágúst 2015 16:00 Íslendingar fá ekki nóg af Glæstum vonum „Þessir þættir eru einfaldlega of vinsælir hérna til að hætta sýningum á þeim,“ segir Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs Stöðvar 2, um sápuóperuna Bold and the Beautiful. 30. nóvember 2011 10:00 Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Sjá meira
Nágrannar kveðja Nágrannar eru að kveðja skjáinn eftir að hafa fyrst komið í sviðsljósið árið 1985 og mun síðasti þátturinn fara í loftið í ágúst. Í síðustu viku lauk tökum á þáttunum og kveðja því Paul, Susan, Toadie og Karl í síðasta sinn. Stefan Dennis hefur verið í hlutverki sínu sem Paul Robinson síðan þættirnir hófu göngu sína en Alan Fletcher kom inn tveimur árum síðar hefur leikið Karl Kennedy síðan þá. Það var væntanlega erfitt fyrir þá að kveðja persónurnar. View this post on Instagram A post shared by Neighbours (@neighbours) Frá Ramsey street yfir í Hollywood Þættirnir hafa alið af sér suma af stærstu Hollywood stjörnum nútímans en það má helst nefna Margot Robbie, Russell Crowe, Kylie Minogue, Liam Hemsworth og ekki má gleyma Alan Dale sem hefur verið að gera góða hluti í öðrum sjónvarpsseríum og fór meðal annars eftirminnilega með hlutverk Calebs Nichol í The O.C. View this post on Instagram A post shared by Liam Hemsworth (@liamhemsworth) Í sama hlutverkinu í 65 ár Breska útvarps sápuóperan The Archers virðist bjóða upp á góðan vinnustað og fór upphaflega í loftið árið 1950. Leikkonan Patricia Greene kom inn í þættina í hlutverki sínu sem Jill Archer árið 1957 og starfar enn við það í dag. Leikkonan June Spencer byrjaði í þáttunum um leið og þeir fóru í loftið sem Peggy Woolley en tók sér þó nokkurra ára pásu og kom aftur sem ný persóna, Rita Flynn. Hún fagnaði hundrað ára afmælinu sínu fyrir nokkru síðan en er enn í hlutverkinu sínu í dag 102 ára gömul. Sápuóperan Coronation Street hefur einnig náð að halda fast í breska leikarann William Roache sem fer með hlutverk Ken Barlow. William er í dag skráður í Guinness World Records sem sá leikari sem hefur verið í sama hlutverki í sjónvarpi í lengsta tímann en hann hefur verið í sínu hlutverki síðan þættirnir komu á skjáinn árið 1960. Patricia Greene er skráð með metið í útvarpssápuóperu. View this post on Instagram A post shared by Coronation Street (@coronationstreet) Ósk Gunnarsdóttir á FM957 fór að skoða þær sápuóperur sem hafa haldið hvað lengst í stjörnunar sínar en klippuna má heyra í heild sinni hér að neðan: Glæstar vonir Bold and the Beautiful eða Glæstar vonir á góðri íslensku hefur verið afar vinsæl sápuópera meðal Íslendinga og er nýr þáttur sýndur á hverjum virkum morgni klukkan níu á Stöð 2. Þá hafa Brooke, Taylor og Ridge fylgt mörgum kynslóðum af aðdáendum þáttanna frá því að þeir hófu göngu sína árið 1987. Leikkonan Katherine Kelly Lang sem leikur Brooke Logan hefur farið með hlutverkið síðan þættirnir fóru fyrst í loftið fyrir 35 árum síðan. Það sama má segja um John McCook sem fer með hlutverk Eric Forrester. View this post on Instagram A post shared by The Bold and The Beautiful (@boldandbeautifulcbs) Það eru eflaust margir sem muna eftir Ronn Moss sem fór með hlutverk Ridge Forrester til ársins 2015 þegar hann hætti. Það vita þó ekki allir að hann er einnig tónlistarmaður og sinnir þeirri ástríðu heilshugar í dag. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dvuaRJAMeDk">watch on YouTube</a> Þekktir einstaklingar sem hafa farið með hlutverk í þáttunum eru meðal annars Denise Richards, Usher, Mario Lopez og Gina Rodriguez.
Hollywood Bíó og sjónvarp FM957 Tengdar fréttir Tárin féllu þegar Nágrannar kvöddu Búið er að taka upp síðasta atriðið í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum sem eru að hætta eftir 37 ár í sjónvarpi. Tárin féllu þegar Nágrannanir sögðu bless. 10. júní 2022 11:30 Ástarsaga Brooke Logan: Hefur gifst tólf sinnum, verið með bræðrum og föður þeirra Þættirnir The Bold and the Beautiful hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi síðustu ár og hafa þeir verið sýndir á Stöð2 í um tvo áratugi. 19. ágúst 2015 16:00 Íslendingar fá ekki nóg af Glæstum vonum „Þessir þættir eru einfaldlega of vinsælir hérna til að hætta sýningum á þeim,“ segir Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs Stöðvar 2, um sápuóperuna Bold and the Beautiful. 30. nóvember 2011 10:00 Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Sjá meira
Tárin féllu þegar Nágrannar kvöddu Búið er að taka upp síðasta atriðið í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum sem eru að hætta eftir 37 ár í sjónvarpi. Tárin féllu þegar Nágrannanir sögðu bless. 10. júní 2022 11:30
Ástarsaga Brooke Logan: Hefur gifst tólf sinnum, verið með bræðrum og föður þeirra Þættirnir The Bold and the Beautiful hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi síðustu ár og hafa þeir verið sýndir á Stöð2 í um tvo áratugi. 19. ágúst 2015 16:00
Íslendingar fá ekki nóg af Glæstum vonum „Þessir þættir eru einfaldlega of vinsælir hérna til að hætta sýningum á þeim,“ segir Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs Stöðvar 2, um sápuóperuna Bold and the Beautiful. 30. nóvember 2011 10:00