„Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2022 21:49 Sprungur voru í guggum og um alla veggi og virtust myglaðar, að sögn farþega sem þáðu gistinguna. aðsend Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. „Við þurftum að skipta um hótel, þetta var bara horbjóður. Þegar við mættum var úldinn matur fyrir utan hótelið og allt út í flugum í móttökunni og ógeðsleg lykt,“ segir Ásmundur Einarsson, einn farþeganna sem hafði þegið hótelgistinguna. Hann hafði verið í helgarferð í París ásamt kærustu sinni, Grétu Skúladóttur. Úldinn matur tók á móti gestum á hótelinu sem Play útvegaði.aðsend Þegar komið var inn í hótelherbergið mættu þeim pöddur, mygla og vond lykt. „Það voru sprungur í öllum veggjum og gluggakistum sem voru augljóslega rakar og myglaðar, það var eitthvað brúnt og grænt að koma út úr sprungunum. Klósettið var síðan svona hálf stærð af kamri þar sem sturtan var líka,“ segir Gréta. „Ég er alveg hundrað prósent viss um að það hafi verið pöddur í rúminu líka. Við vorum þarna í svona 10 mínútur max, um leið og við löbbuðum inn fórum við strax að leita að öðru hóteli.“ „Mögulega er hentugt að geta sturtað sig á meðan maður er á klósettinu" sögðu strandaglóparnir, en þau voru handviss um að pöddur leyndust í rúminu að auki.aðsend Hverfið sem hótelið er á heitir Montreuil en þau Ásmundur og Gréta segja það ekki hafa verið álitlegt og þau hafi verið hrædd um að vera rænd nokkrum sinnum á meðan stuttri dvöl þeirra stóð. Litlar og lélegar upplýsingar Ásmundur og Gréta áttu bókað flug klukkan tíu að frönskum tíma nú í kvöld en tilkynning um að fluginu yrði aflýst barst þeim klukkan eitt í dag – án neinna viðbótarupplýsinga um hvenær næsta flug yrði. Eftir að hafa gengið lengi á eftir upplýsingum hafi þau loks fengið staðfest að flugið verði klukkan 12:30 á morgun, þriðjudag. „Við fengum síðan sendan link þar sem við gátum valið úr þremur hótelum og völdum bara það sem leit skást út, ég get varla ímyndað mér hvernig hin hótelin eru, myndirnar voru allavega verri en hótelið sem við enduðum á,“ segir parið að lokum en ferðin þeirra til Parísar hafði heppnast vel að öðru leyti. Play hefur komið því á framfæri við fréttastofu að þau harmi atvikið og það sé til skoðunar. Þau bendi á að önnur hótel hafi staðið til boða og Play sé öll af vilja gerð og reyni eftir fremsta megni að hafa glaða farþega. Fréttin hefur verið uppfærð Ferðalög Frakkland Play Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
„Við þurftum að skipta um hótel, þetta var bara horbjóður. Þegar við mættum var úldinn matur fyrir utan hótelið og allt út í flugum í móttökunni og ógeðsleg lykt,“ segir Ásmundur Einarsson, einn farþeganna sem hafði þegið hótelgistinguna. Hann hafði verið í helgarferð í París ásamt kærustu sinni, Grétu Skúladóttur. Úldinn matur tók á móti gestum á hótelinu sem Play útvegaði.aðsend Þegar komið var inn í hótelherbergið mættu þeim pöddur, mygla og vond lykt. „Það voru sprungur í öllum veggjum og gluggakistum sem voru augljóslega rakar og myglaðar, það var eitthvað brúnt og grænt að koma út úr sprungunum. Klósettið var síðan svona hálf stærð af kamri þar sem sturtan var líka,“ segir Gréta. „Ég er alveg hundrað prósent viss um að það hafi verið pöddur í rúminu líka. Við vorum þarna í svona 10 mínútur max, um leið og við löbbuðum inn fórum við strax að leita að öðru hóteli.“ „Mögulega er hentugt að geta sturtað sig á meðan maður er á klósettinu" sögðu strandaglóparnir, en þau voru handviss um að pöddur leyndust í rúminu að auki.aðsend Hverfið sem hótelið er á heitir Montreuil en þau Ásmundur og Gréta segja það ekki hafa verið álitlegt og þau hafi verið hrædd um að vera rænd nokkrum sinnum á meðan stuttri dvöl þeirra stóð. Litlar og lélegar upplýsingar Ásmundur og Gréta áttu bókað flug klukkan tíu að frönskum tíma nú í kvöld en tilkynning um að fluginu yrði aflýst barst þeim klukkan eitt í dag – án neinna viðbótarupplýsinga um hvenær næsta flug yrði. Eftir að hafa gengið lengi á eftir upplýsingum hafi þau loks fengið staðfest að flugið verði klukkan 12:30 á morgun, þriðjudag. „Við fengum síðan sendan link þar sem við gátum valið úr þremur hótelum og völdum bara það sem leit skást út, ég get varla ímyndað mér hvernig hin hótelin eru, myndirnar voru allavega verri en hótelið sem við enduðum á,“ segir parið að lokum en ferðin þeirra til Parísar hafði heppnast vel að öðru leyti. Play hefur komið því á framfæri við fréttastofu að þau harmi atvikið og það sé til skoðunar. Þau bendi á að önnur hótel hafi staðið til boða og Play sé öll af vilja gerð og reyni eftir fremsta megni að hafa glaða farþega. Fréttin hefur verið uppfærð
Ferðalög Frakkland Play Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira