Segir skyldu félagsins að reyna að sporna við hækkun á vöruverði til neytenda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2022 21:00 Ásta S. Fjeldsted er framkvæmdastjóri Krónunnar. sigurjón ólason Framkvæmdastjóri Krónunnar segir það skyldu félagsins að reyna að sporna við hækkun á vöruverði til neytenda. Ný verðlagskönnun ASÍ sýnir að matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6 prósent á síðustu sjö mánuðum. Hækkunin er samkvæmt ASÍ í takt við breytingar á vísitölu neysluverðs á sama tímabili. Matarkarfa ASÍ.ASÍ Allar átta verslanirnar sem könnunin nær til hækkuðu vöruverð. Mesta verðhækkunin er hjá Heimkaup en minnst hjá Krónunni. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir að félagið leiti ýmissa leiða til þess að þurfa ekki að hækka verð um of. Til dæmis með því að finna leiðir til að lækka innkaupakostnað. „Til dæmis með því að fara í eigin innflutning. Beinan innflutning erlendis frá og reyna þá að fækka þessu milliliðum sem eykur kostnað, fá þá hagkvæmari innkaup og koma því strax út í verðlagið,“ sagði Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Berjast á hæl og hnakka Þær vörur sem hækka mest í verði samkvæmt könnuninni eru mjólkurvörur, egg og ostur, en hækkunin er á bilinu 8-25 prósent. Hækkun á mjólkurvörum er afleiðing þess að verlagsnefnd búvara, fyrir tilstilli ríkisins, tilkynnti tvær hækkanir nýverið. „Annars vegar var það 1. desember, þá hækkuðu mjólkurvörur um sirka 3-4 prósent að meðaltali og svo núna 3. apríl þá hækkuðu þær um sirka 4-5 prósent að meðaltali og þetta eru hækkanir sem skila sér beint út til neytenda.“ Já hækkanir sem nefnd á vegum ríkisins boðar og að sögn Ástu eitthvað sem markaðurinn getur ekkert gert í. Þá er það kjötið sem er sá vöruflokkur hjá Krónunni sem hækkar mest. „Kjötið hækkar töluvert, hvers vegna er það? Við sjáum það helst í fuglakjötinu, kjúkling, kalkúni, eggjum og svínakjötinu og það er vegna hækkunar á fóðri. Alheimshækkun.“ Verðhækkanir á pakkningum, orku og flutningum vara til landsins hafa áhrif á hækkanir. „En við erum að berjast á hæl og hnakka alla daga við því að sporna gegn þessum verðhækkunum af því að við erum í raun síðasti hlekkurinn í aðfangakeðjunni og það er okkar hlutverk og við lítum á það sem okkar skyldu að reyna að sporna við þessum verðhækkunum sem á okkur dynja.“ Neytendur Matur Verslun Tengdar fréttir Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ. 8. júní 2022 12:09 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ný verðlagskönnun ASÍ sýnir að matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6 prósent á síðustu sjö mánuðum. Hækkunin er samkvæmt ASÍ í takt við breytingar á vísitölu neysluverðs á sama tímabili. Matarkarfa ASÍ.ASÍ Allar átta verslanirnar sem könnunin nær til hækkuðu vöruverð. Mesta verðhækkunin er hjá Heimkaup en minnst hjá Krónunni. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir að félagið leiti ýmissa leiða til þess að þurfa ekki að hækka verð um of. Til dæmis með því að finna leiðir til að lækka innkaupakostnað. „Til dæmis með því að fara í eigin innflutning. Beinan innflutning erlendis frá og reyna þá að fækka þessu milliliðum sem eykur kostnað, fá þá hagkvæmari innkaup og koma því strax út í verðlagið,“ sagði Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Berjast á hæl og hnakka Þær vörur sem hækka mest í verði samkvæmt könnuninni eru mjólkurvörur, egg og ostur, en hækkunin er á bilinu 8-25 prósent. Hækkun á mjólkurvörum er afleiðing þess að verlagsnefnd búvara, fyrir tilstilli ríkisins, tilkynnti tvær hækkanir nýverið. „Annars vegar var það 1. desember, þá hækkuðu mjólkurvörur um sirka 3-4 prósent að meðaltali og svo núna 3. apríl þá hækkuðu þær um sirka 4-5 prósent að meðaltali og þetta eru hækkanir sem skila sér beint út til neytenda.“ Já hækkanir sem nefnd á vegum ríkisins boðar og að sögn Ástu eitthvað sem markaðurinn getur ekkert gert í. Þá er það kjötið sem er sá vöruflokkur hjá Krónunni sem hækkar mest. „Kjötið hækkar töluvert, hvers vegna er það? Við sjáum það helst í fuglakjötinu, kjúkling, kalkúni, eggjum og svínakjötinu og það er vegna hækkunar á fóðri. Alheimshækkun.“ Verðhækkanir á pakkningum, orku og flutningum vara til landsins hafa áhrif á hækkanir. „En við erum að berjast á hæl og hnakka alla daga við því að sporna gegn þessum verðhækkunum af því að við erum í raun síðasti hlekkurinn í aðfangakeðjunni og það er okkar hlutverk og við lítum á það sem okkar skyldu að reyna að sporna við þessum verðhækkunum sem á okkur dynja.“
Neytendur Matur Verslun Tengdar fréttir Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ. 8. júní 2022 12:09 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ. 8. júní 2022 12:09