Edda Hermannsdóttir nýr stjórnarformaður UNICEF Eiður Þór Árnason skrifar 15. júní 2022 13:29 Edda Hermannsdóttir, nýr stjórnarformaður UNICEF á Íslandi, Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri og Óttarr Proppé, fráfarandi stjórnarformaður. unicef Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, er nýr stjórnarformaður landsnefndar UNICEF á Íslandi. Edda tekur við af Óttarri Proppé sem hefur verið stjórnarformaður frá júní 2021 og setið í stjórn UNICEF á Íslandi frá árinu 2019. Þetta var tilkynnt á ársfundi UNICEF á Íslandi sem fram fór í dag. Fram kemur í tilkynningu frá UNICEF að tekjur samtakanna hafi verið alls 852 milljónir króna á seinasta ári en um er að ræða 6,6% aukningu milli ára. Þar af hafi framlög Heimsforeldra, reglulegra styrktaraðila UNICEF, numið 619 milljónum. Edda tók sæti í stjórn UNICEF á Íslandi í fyrra. Áður en hún gerðist markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka var hún aðstoðarritstjóri á Viðskiptablaðinu og dagskrárgerðarkona á RÚV. Mikill heiður að taka við stöðunni „Það er mikill heiður að taka við stöðu formanns stjórnar og ég er spennt að vinna áfram með þeim öfluga hópi sem stendur að baki UNICEF á Íslandi. Starfsfólk og stjórnarfólk brennur fyrir málefnum barna og oft hefur þörfin verið mikil en er nú nauðsyn í ljósi frétta af börnum á stríðshrjáðum svæðum. Við höldum því áfram að vinna af krafti í þágu barna og þökkum auðmjúklega fyrir allan þann stuðning sem Íslendingar hafa veitt til þessa verkefnis,“ segir Edda í tilkynningu. Hún er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE í Barcelona. Þá hefur Edda setið í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og ÍMARK auk þess að hafa gefið út bækurnar Forystuþjóð og Framkoma. Hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra hvergi hærri Auk Eddu skipa nýja stjórn UNICEF á Íslandi þau Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lögfræðingur, Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Sýnar og formaður háskólaráðs HR, Jón Magnús Kristjánsson læknir, Jökull Ingi Þorvaldsson háskólanemi og Tatjana Latinovic, VP Intellectual Property hjá Össuri og formaður Kvenréttindafélags Íslands. Þá er Hjördís Freyja Kjartansdóttir, framhaldsskólanemi og formaður ungmennaráðs UNICEF, áheyrnarfulltrúi í stjórninni. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kynnti helstu niðurstöður úr starfsemi landsnefndarinnar á ársfundinum í dag. Þar segir að hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra á Íslandi sé sá mesti á heimsvísu og framlag landsnefndarinnar til verkefna UNICEF það næsthæsta allra landsnefnda miðað við höfðatölu á síðasta ári. Stærstum hluta, eða tæpum 471 milljón króna, var varið til reglubundins hjálparstarfs UNICEF erlendis. Heildarframlög til neyðar á árinu 2021 námu rúmum 86 milljónum króna, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. Tæpum 70 milljónum var varið til verkefna innanlands, við réttindagæslu, réttindafræðslu og innleiðingu barnvænna sveitarfélaga, að því er fram kemur í tilkynningu. Þróunarsamvinna Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Vistaskipti Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta var tilkynnt á ársfundi UNICEF á Íslandi sem fram fór í dag. Fram kemur í tilkynningu frá UNICEF að tekjur samtakanna hafi verið alls 852 milljónir króna á seinasta ári en um er að ræða 6,6% aukningu milli ára. Þar af hafi framlög Heimsforeldra, reglulegra styrktaraðila UNICEF, numið 619 milljónum. Edda tók sæti í stjórn UNICEF á Íslandi í fyrra. Áður en hún gerðist markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka var hún aðstoðarritstjóri á Viðskiptablaðinu og dagskrárgerðarkona á RÚV. Mikill heiður að taka við stöðunni „Það er mikill heiður að taka við stöðu formanns stjórnar og ég er spennt að vinna áfram með þeim öfluga hópi sem stendur að baki UNICEF á Íslandi. Starfsfólk og stjórnarfólk brennur fyrir málefnum barna og oft hefur þörfin verið mikil en er nú nauðsyn í ljósi frétta af börnum á stríðshrjáðum svæðum. Við höldum því áfram að vinna af krafti í þágu barna og þökkum auðmjúklega fyrir allan þann stuðning sem Íslendingar hafa veitt til þessa verkefnis,“ segir Edda í tilkynningu. Hún er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE í Barcelona. Þá hefur Edda setið í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og ÍMARK auk þess að hafa gefið út bækurnar Forystuþjóð og Framkoma. Hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra hvergi hærri Auk Eddu skipa nýja stjórn UNICEF á Íslandi þau Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lögfræðingur, Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Sýnar og formaður háskólaráðs HR, Jón Magnús Kristjánsson læknir, Jökull Ingi Þorvaldsson háskólanemi og Tatjana Latinovic, VP Intellectual Property hjá Össuri og formaður Kvenréttindafélags Íslands. Þá er Hjördís Freyja Kjartansdóttir, framhaldsskólanemi og formaður ungmennaráðs UNICEF, áheyrnarfulltrúi í stjórninni. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kynnti helstu niðurstöður úr starfsemi landsnefndarinnar á ársfundinum í dag. Þar segir að hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra á Íslandi sé sá mesti á heimsvísu og framlag landsnefndarinnar til verkefna UNICEF það næsthæsta allra landsnefnda miðað við höfðatölu á síðasta ári. Stærstum hluta, eða tæpum 471 milljón króna, var varið til reglubundins hjálparstarfs UNICEF erlendis. Heildarframlög til neyðar á árinu 2021 námu rúmum 86 milljónum króna, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. Tæpum 70 milljónum var varið til verkefna innanlands, við réttindagæslu, réttindafræðslu og innleiðingu barnvænna sveitarfélaga, að því er fram kemur í tilkynningu.
Þróunarsamvinna Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Vistaskipti Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira