Þyngdu dóm manns sem beitti alvarlegu og langvinnu heimilisofbeldi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 10:36 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi á fimmtudag fangelsisdóm karlmanns sem sakfelldur var fyrir brot í nánu sambandi og dæmdi manninn í eins og hálfs árs fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður dæmt manninn í árs fangelsi. Var talið ljóst af trúverðugri lýsingu sambýliskonu mannsins að mjög alvarlegt og langvinnt heimilisofbeldi hafi átt sér stað á heimili þeirra sem stóð yfir að minnsta kosti í tvö ár, frá árinu 2017 til 2019. Í dómnum segir að á heimilinu hafi myndast ógnarástand þar sem búast hafi mátt við ofbeldi af hálfu ákærða næstum hvenær sem var. Þar segir jafnframt að börn þeirra hafi ítrekað orðið vitni að heimilisofbeldinu. Sonur þeirra lýsir því fyrir dómnum að þegar honum var greint frá því að þau myndu flytja til Íslands og búa hjá manninum hafi hann farið að gráta því hann hafi vitað að maðurinn væri „vond manneskja.“ Eftir komu til Íslands hafi maðurinn beitt móður hans líkamlegu ofbeldi í hverri viku. Ofbeldið hafi verið fólgið í að rífa í hár hennar, sparka í hana, ýta henni og kalla öllum illum nöfnum. Maðurinn hafi jafnframt beitt börnin á heimilinu ofbeldi, gripið í hár þeirra og lamið. Eftir að maðurinn hafi verið fjarlægður af heimilinu hafi fjölskyldan áfram verið óttaslegin gagnvart því að hann kæmi heim. Ef einhvern bar að garði og knúið var dyra hefði ekki verið opnað fyrr en búið var að kíkja út og athuga hver væri á ferðinni. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi vegna óskýrrar ákæru þar sem lýsingar hafi verið mjög opnar og almennar og til þess fallnar að flækja varnir hans. Landsréttur hafnaði þessum röksemdum og vísaði til þess að ákvæðið um ofbeldisbrot í nánu sambandi sé virt heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig. Var því fallist á að ákærði hafi freklega misnotað yfirburðastöðu sína gagnvart sambýliskonu sinni og þremur börnum og var refsing mannsins ákveðin fangelsi í eitt ár og sex mánuði. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Landsréttar. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Var talið ljóst af trúverðugri lýsingu sambýliskonu mannsins að mjög alvarlegt og langvinnt heimilisofbeldi hafi átt sér stað á heimili þeirra sem stóð yfir að minnsta kosti í tvö ár, frá árinu 2017 til 2019. Í dómnum segir að á heimilinu hafi myndast ógnarástand þar sem búast hafi mátt við ofbeldi af hálfu ákærða næstum hvenær sem var. Þar segir jafnframt að börn þeirra hafi ítrekað orðið vitni að heimilisofbeldinu. Sonur þeirra lýsir því fyrir dómnum að þegar honum var greint frá því að þau myndu flytja til Íslands og búa hjá manninum hafi hann farið að gráta því hann hafi vitað að maðurinn væri „vond manneskja.“ Eftir komu til Íslands hafi maðurinn beitt móður hans líkamlegu ofbeldi í hverri viku. Ofbeldið hafi verið fólgið í að rífa í hár hennar, sparka í hana, ýta henni og kalla öllum illum nöfnum. Maðurinn hafi jafnframt beitt börnin á heimilinu ofbeldi, gripið í hár þeirra og lamið. Eftir að maðurinn hafi verið fjarlægður af heimilinu hafi fjölskyldan áfram verið óttaslegin gagnvart því að hann kæmi heim. Ef einhvern bar að garði og knúið var dyra hefði ekki verið opnað fyrr en búið var að kíkja út og athuga hver væri á ferðinni. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi vegna óskýrrar ákæru þar sem lýsingar hafi verið mjög opnar og almennar og til þess fallnar að flækja varnir hans. Landsréttur hafnaði þessum röksemdum og vísaði til þess að ákvæðið um ofbeldisbrot í nánu sambandi sé virt heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig. Var því fallist á að ákærði hafi freklega misnotað yfirburðastöðu sína gagnvart sambýliskonu sinni og þremur börnum og var refsing mannsins ákveðin fangelsi í eitt ár og sex mánuði. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Landsréttar.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira