Staðráðnir í að halda Eurovision í Úkraínu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 14:21 Úkraínska hljómsveitin Kalush Orchestra sigruðu keppnina í ár. getty Úkraínsk yfirvöld fordæma ákvörðun Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva að leyfa Úkraínumönnum ekki að halda Eurovision-söngvakeppnina á næsta ári. Í gær komust skipuleggjendur Eurovision-söngvakeppninnar að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að tryggja öryggi keppninnar í Úkraínu, auk þess að landið uppfyllti ekki ströng skilyrði sambandsins til að halda keppnina. Þess í stað hafa skipuleggjendur beðið Breta um að halda keppnina í samstarfi við Úkraínumenn en Bretar áttu góðu gengi að fagna í keppninni í ár og enduðu í öðru sæti, aldrei þessu vant. Talsmenn BBC hafa tekið vel í þessa hugmynd, en ef svo færi að Bretar héldu keppnina yrði það í fyrsta sinn sem land í öðru sæti heldur keppnina ári síðar. Þessi áform Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva hefur þó ekki fallið jafn vel í yfirvöld í Úkraínu sem krefjast þess að fá tækifæri til að halda keppnina. Boris Johnson vonast einnig til þess að keppnin verði haldin í Úkraínu. "Úkraínumenn unnu keppnina. Ég veit að við áttum frábært framlag og það væri gaman að halda keppnina hér í Bretlandi. En staðreyndin er sú að Úkraínumenn unnu og þeir eiga skilið að halda keppnina. Ég trúi því að þeir geti haldið keppnina og að þeir eigi að fá að halda hana,“ sagði Johnson í samtali við Sky. Oleksandr Tkachenko, menningarmálaráðherra Úkraínu vill að skipuleggjendur setjist við samningaborðið og ræði möguleikann á að halda keppnina í Úkraínu árið 2023. „Við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka, því við teljum að við munum geta staðið við allar okkar skuldbindingar,“ sagði Tkachenko. Oleksandr Tkachenko, menningamálaráðhera Úkraínu.getty Eurovision Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Í gær komust skipuleggjendur Eurovision-söngvakeppninnar að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að tryggja öryggi keppninnar í Úkraínu, auk þess að landið uppfyllti ekki ströng skilyrði sambandsins til að halda keppnina. Þess í stað hafa skipuleggjendur beðið Breta um að halda keppnina í samstarfi við Úkraínumenn en Bretar áttu góðu gengi að fagna í keppninni í ár og enduðu í öðru sæti, aldrei þessu vant. Talsmenn BBC hafa tekið vel í þessa hugmynd, en ef svo færi að Bretar héldu keppnina yrði það í fyrsta sinn sem land í öðru sæti heldur keppnina ári síðar. Þessi áform Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva hefur þó ekki fallið jafn vel í yfirvöld í Úkraínu sem krefjast þess að fá tækifæri til að halda keppnina. Boris Johnson vonast einnig til þess að keppnin verði haldin í Úkraínu. "Úkraínumenn unnu keppnina. Ég veit að við áttum frábært framlag og það væri gaman að halda keppnina hér í Bretlandi. En staðreyndin er sú að Úkraínumenn unnu og þeir eiga skilið að halda keppnina. Ég trúi því að þeir geti haldið keppnina og að þeir eigi að fá að halda hana,“ sagði Johnson í samtali við Sky. Oleksandr Tkachenko, menningarmálaráðherra Úkraínu vill að skipuleggjendur setjist við samningaborðið og ræði möguleikann á að halda keppnina í Úkraínu árið 2023. „Við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka, því við teljum að við munum geta staðið við allar okkar skuldbindingar,“ sagði Tkachenko. Oleksandr Tkachenko, menningamálaráðhera Úkraínu.getty
Eurovision Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58