Svikahrappar haft milljónir af íslenskum íþróttafélögum Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2022 08:01 Netsvikahrappar reyna að fá gjaldkera íslenskra íþróttafélaga til að senda sér pening. Getty Eftir að hafa haft hægt um sig á tímum kórónuveirufaraldursins virðast netsvikarar núna farnir að herja að nýju á íþróttafélög í landinu sem í einhverjum tilvikum hafa tapað milljónum króna við að láta blekkjast. Þetta segir Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi. UMFÍ varaði við netsvikahröppum í tölvupósti sem sendur var á 450 aðildarfélög um helgina. Glæpamennirnir þykjast vera formenn eða framkvæmdastjórarar hjá íþróttafélögunum og biðja gjaldkera um að millifæra ákveðnar upphæðir á erlenda reikninga, til að mynda vegna kaupa á íþróttafötum. „Gjaldkerar hafa alveg lent í klónum á þessum svikahröppum og í einhverjum tilvikum borgað nokkrar milljónir króna. Yfirleitt er þó um nokkur hundruð þúsund að ræða,“ segir Jón Aðalsteinn. Hann nefnir nýlegt dæmi um svikatölvupóst sem sjá má hér að neðan, þar sem talað er um greiðslu vegna íþróttabúnaðar frá Þýskalandi. Dæmi um tölvupóst sem sendur var á íslenskt íþróttafélag í von um að hafa af því peninga.Skjáskot Svikapósturinn var sendur á rangan aðila „Þetta hljómar alveg rökrétt enda eru íþróttafélögin að panta muni eða hluti hingað og þangað. Svo er margt fólk að gegna gjaldkerastörfum sem sjálfboðaliðar og hefur takmarkaðan tíma eða tök á að sannreyna hvaðan póstarnir koma. Stundum er því borgað án þess að hugsa sig um. Það sem að bjargaði málum í þessu tilviki var að gjaldkerinn sem pósturinn var sendur á var ekki með prókúru. Formaður þessa félags hefði þannig átt að vita að sá sem fékk póstinn hefði ekki leyfi til að millifæra, svo að svikapósturinn fór á rangan aðila. Gjaldkerinn þurfti að senda málið áfram og þannig komst það upp,“ segir Jón Aðalsteinn. Brýna fyrir gjaldkerum að hringja eftir staðfestingu Hann segir ekki um nýtt vandamál að ræða heldur hafi svona svikapóstar einnig borist til íþróttafélaga fyrir nokkrum árum. „Þetta lá alveg niðri á meðan á Covid stóð en núna er að koma aftur upp bylgja.“ Jón Aðalsteinn segir nauðsynlegt að þeir sem hafi prókúru yfir reikningum íþróttafélaga taki upp símann og hringi til að fá staðfestingu þegar óskað sé eftir millifærslum. „Við höfum brýnt fyrir öllum að láta vita af því ef eitthvað svona kemur upp, og að þegar gjaldkeri fær póst þá hringi hann í sendanda til að fá staðfestingu á að hann hafi sent póstinn, áður en millifærsla er framkvæmd.“ Fótbolti Handbolti Körfubolti Netglæpir Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Þetta segir Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi. UMFÍ varaði við netsvikahröppum í tölvupósti sem sendur var á 450 aðildarfélög um helgina. Glæpamennirnir þykjast vera formenn eða framkvæmdastjórarar hjá íþróttafélögunum og biðja gjaldkera um að millifæra ákveðnar upphæðir á erlenda reikninga, til að mynda vegna kaupa á íþróttafötum. „Gjaldkerar hafa alveg lent í klónum á þessum svikahröppum og í einhverjum tilvikum borgað nokkrar milljónir króna. Yfirleitt er þó um nokkur hundruð þúsund að ræða,“ segir Jón Aðalsteinn. Hann nefnir nýlegt dæmi um svikatölvupóst sem sjá má hér að neðan, þar sem talað er um greiðslu vegna íþróttabúnaðar frá Þýskalandi. Dæmi um tölvupóst sem sendur var á íslenskt íþróttafélag í von um að hafa af því peninga.Skjáskot Svikapósturinn var sendur á rangan aðila „Þetta hljómar alveg rökrétt enda eru íþróttafélögin að panta muni eða hluti hingað og þangað. Svo er margt fólk að gegna gjaldkerastörfum sem sjálfboðaliðar og hefur takmarkaðan tíma eða tök á að sannreyna hvaðan póstarnir koma. Stundum er því borgað án þess að hugsa sig um. Það sem að bjargaði málum í þessu tilviki var að gjaldkerinn sem pósturinn var sendur á var ekki með prókúru. Formaður þessa félags hefði þannig átt að vita að sá sem fékk póstinn hefði ekki leyfi til að millifæra, svo að svikapósturinn fór á rangan aðila. Gjaldkerinn þurfti að senda málið áfram og þannig komst það upp,“ segir Jón Aðalsteinn. Brýna fyrir gjaldkerum að hringja eftir staðfestingu Hann segir ekki um nýtt vandamál að ræða heldur hafi svona svikapóstar einnig borist til íþróttafélaga fyrir nokkrum árum. „Þetta lá alveg niðri á meðan á Covid stóð en núna er að koma aftur upp bylgja.“ Jón Aðalsteinn segir nauðsynlegt að þeir sem hafi prókúru yfir reikningum íþróttafélaga taki upp símann og hringi til að fá staðfestingu þegar óskað sé eftir millifærslum. „Við höfum brýnt fyrir öllum að láta vita af því ef eitthvað svona kemur upp, og að þegar gjaldkeri fær póst þá hringi hann í sendanda til að fá staðfestingu á að hann hafi sent póstinn, áður en millifærsla er framkvæmd.“
Fótbolti Handbolti Körfubolti Netglæpir Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira