Þetta kemur fram í færslu embættisins á Facebook, en þar segir að í mörg horn hafi verið að líta um helgina.
Auk ofbeldisbrotanna var tilkynnt um fjögur innbrot og fimm þjófnaðarmál. Þá voru tuttugu og níu ökumenn teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu um helgina. Þrír ökumenn voru staðnir að því að aka á bifreiðum búnum nagladekkjum og þá voru höfð afskipti af á annan tug ökumanna hverra ökutæki sem voru ýmist ótryggð og/eða óskoðuð.